Sterkur sigur Stólanna á Njarðvíkingum
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
11.01.2020
kl. 13.30
Lið Tindastóls og Njarðvíkur mættust í Síkinu í gærkvöldi í fjörugum leik. Liðin voru jöfn í 3.-4. sæti Dominos-deildarinnar fyrir leikinn, bæði með 16 stig, en lið Tindastóls hafði unnið viðureign liðanna í Njarðvík í haust og gat því styrkt stöðu sína í deildinni með sigri. Stólarnir náðu yfirhöndinni strax í upphafi leiks og leiddu allan leikinn og lönduðu sterkum sigri eftir efnilegt áhlaup gestanna á lokakaflanum. Lokatölur 91-80.
Meira
