Golfklúbbur Sauðárkróks verður Golfklúbbur Skagafjarðar
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
26.11.2019
kl. 09.16
Aðalfundur GSS 2019 var haldinn í golfskálanum á Hlíðarenda a Sauðárkróki í gær, mánudaginn 25. nóvember. Stjórnin gaf kost á áframhaldandi setur og verður því óbreytt næsta árið en í henni sitja Kristján Bjarni Halldórsson, formaður, Halldór Halldórsson, varaformaður, Kristján Eggert Jónasson, gjaldkeri, Dagbjört Rós Hermundsdóttir, ritari, Guðmundur Ágúst Guðmundsson, formaður vallarnefndar, Andri Þór Árnason, formaður mótanefndar og Helga Jónína Guðmundsdóttir, formaður unglinganefndar. Vallarstjóri er Guðmundur Þór Árnason.
Meira
