Skagafjörður

Jón Gísli og Skagastrákarnir úr leik í Evrópu

Síðustu tvö sumur hefur sameinað lið ÍA, Kára og Skallagríms orðið Íslandsmeistari í knattspynu í 2. flokki karla. Liðinu bauðst í sumar að taka þátt Unglingadeild UEFA og hefur liðið spilað nokkra leiki í þeirri keppni en féll loks úr leik í gær þegar þeir mættu liði Englandsmeistaranna, Derby County, á Pride Park. Með liðinu spilar Króksarinn Jón Gísli Eyland Gíslason.
Meira

Þórsarar mæta Stólunum í Síkinu í kvöld

Körfuboltinn heldur áfram að skoppa í kvöld og eru stuðningsmenn hvattir til að fjölmenna í Síkið og hvetja lið Tindastóls gegn þrautreyndum Þórsurum úr Þorlákshöfn. Leikurinn hefst kl. 19:15 og eflaust verður hægt að gæða sér á sjóðheitum hömmurum fyrir leik.
Meira

Álfhildur spyr um húsaleigu RKS hússins

Sveitarfélagið Skagafjörður greiðir rúmar fjórar milljónir króna í leigu á mánuði vegna húsnæðis undir fjölþætta starfsemi. Einna helst beinist athyglin að húsaleigu vegna fasteignarinnar Borgarflöt 27 á Sauðárkróki, svokallað RKS hús, þar sem áhaldahús eða þjónustumiðstöð sveitarfélagsins er staðsett, en greidd hefur verið rúm 71 milljón í leigu þau níu ár sem sveitarfélagið hefur með húsið að gera. Álfhildur Leifsdóttir, fulltrúi VG og óháðra, óskaði eftir svörum þar um í bréfi dagsettu 17. nóvember sem opinberuð voru á fundi byggðaráðs í gær og birt á heimasíðu sveitarfélagsins.
Meira

Konukvöld Húnabúðarinnar á sunnudaginn

Húnabúðin á Blönduósi heldur árlegt konukvöld sitt nk. sunnudag, 1. desember, klukkan 20:00. Þetta er í fjórða skipti sem Húnabúðin stendur fyrir konukvöldi og hafa þau alltaf verið vel afar sótt.
Meira

Fyrirlestur í Verinu um örplast í hafinu við Ísland

Valtýr Sigurðsson, starfsmaður BioPol ehf. á Skagaströnd og Náttúrustofu Norðurlands vestra heldur fyrirlestur í Verinu á Sauðárkróki næstkomandi föstudag kl. 9:00. Fyrirlesturinn nefnist „Sources and Pathways of Microplastics to the Icelandic Ocean“ (Örplast í hafinu við Ísland - helstu uppsprettur, magn og farvegir í umhverfinu). Í fyrirlestri sínum mun Valtýr kynna niðurstöður skýrslu sem hann vann fyrir umhverfis- og auðlindaráðuneytið um örplast á Íslandi. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku.
Meira

Ferðamenn ánægðir með söfn á Norðurlandi

Ferðamenn sem fara á söfn á Norðurlandi eru ánægðir með heimsóknir þangað, innlendir sem erlendir ferðamenn. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar sem Rannsóknarmiðstöð ferðamála vann að beiðni Markaðsstofu Norðurlands, en niðurstöður hennar voru kynntar á ráðstefnu á Hótel Kea fyrir helgi. 97% svarenda í könnun RMF sögðust annað hvort vera ánægðir eða mjög ánægðir með heimsóknir á söfnin og 90% sögðust ætla mæla með því við fjölskyldu og vini að þeir gerðu slíkt hið sama.
Meira

Fjöldi mætti í Héraðsdóm Norðurlands vestra í morgun til að sýna Sveini Margeirssyni stuðning

Fjöldi fólks sýndi Sveini Margerssyni stuðning með nærveru sinni í sal Héraðsdóms Norðurlands vestra í morgun er mál Lögreglustjórans á Norðurlandi vestra gegn honum var tekið fyrir. Þar var á ferðinni hið umdeilda örsláturhúsmál þar sem sex lömbum var lógað í tilraunaskini á bænum Birkihlíð í Skagafirði og selt á bændamarkaði á Hofsósi 30. september 2018 að frumkvæði Sveins sem þá var starfandi forstjóri Matís.
Meira

Myndin Messa í Ábæjarkirkju þótti best

Félag ferðaþjónustunnar stóð í ár fyrir ljósmyndasamkeppninni Skagafjörður með þínum augum. Hægt var að senda myndir í keppnina frá 15. júní til 30. september en tilgangur keppninar var meðal annars að fá sýn þátttakenda á Skagafjörð og að leita eftir skemmtilegu myndefni sem nýst gæti sem kynningarefni fyrir Skagafjörð.
Meira

SSNV auglýsa eftir hugmyndum að áhersluverkefnum

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra auglýsa eftir hugmyndum að áhersluverkefnum fyrir árin 2020 og 2021 Áhersluverkefni eru hluti af sóknaráætlun landshlutans og eru skv. samningi um sóknaráætlanir: „ verkefni sem hafa beina skírskotun til sóknaráætlunar landshlutans og styðja við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.“
Meira

Annar sjúkrabíla Brunavarna Skagafjarðar farinn að „flagga rauðu“

Ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um kaup á 25 nýjum sjúkrabílum liggur fyrir í kjölfar útboðs Ríkiskaupa og er endurnýjun sjúkrabílaflota landsins þar með hafin í samræmi við samkomulag Sjúkratrygginga Íslands og Rauða krossins á Íslandi frá 11. júlí síðastliðnum. Reiknað er með að fyrstu bílarnir verði afhentir fullbúnir til notkunar í september á næsta ári.
Meira