Skagafjörður

Nanna systir í Árgarði og Víðihlíð

Leikfélag Hólmavíkur hefur staðið í ströngu undanfarið við uppsetningu á gamanleikritinu Nanna systir eftir Einar Kárason og Kjartan Ragnarsson, undir styrkri leikstjórn Skúla Gautasonar. Sýningin hefur þegar verið sýnd í Sævangi á Ströndum við mikinn fögnuð og frábærar móttökur.
Meira

Munaði einu atkvæði hjá Öldunni

Nýr kjarasamningur var samþykktur hjá öllum félögum Starfsgreinasambands Íslands en niðurstöður atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning sambandsins og Samtaka atvinnulífsins á hinum almenna vinnumarkaði lá fyrir í gær. Samningurinn var samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta en mjótt var á munum hjá Öldunni stéttarfélagi í Skagafirði þar sem aðeins eitt atkvæði skyldi að.
Meira

Gleðilegt sumar

Nú er sumardagurinn fyrsti og Feykir óskar öllum gleðilegs sumars með þökk fyrir veturinn. Sumardagurinn fyrsti, einnig kallaður Yngismeyjardagur, er fyrsti dagur Hörpu, sem er fyrstur af sex sumarmánuðum í gamla norræna tímatalinu. Sumardaginn fyrsta ber alltaf upp á fimmtudag á tímabilinu frá 19.-25. apríl, þ.e. fyrsta fimmtudag eftir 18. apríl.
Meira

Afrískur dans á Barnamenningardögum

Eins og undanfarin ár stendur Tónadans fyrir Barnamenningardögum í Skagafirði og verður margt á dagskránni hjá þeim. Meðal annars koma hingað danskennarar frá Dans Afrika Iceland dagana 26. og 27. apríl og halda námskeið í afrískum dönsum í sal FNV. Frítt er á námskeiðin svo það er um að gera að fjölmenna.
Meira

Vel heppnað skíðagöngumót í Fljótum

Ferðafélag Fljóta stóð að vanda fyrir árlegu skíðagöngumóti í Fljótum á föstudaginn langa. Þar sem snjóa hafði tekið upp í rásmarkinu var tekin ákvörðun um að færa markið upp á Holtsdal og voru keppendur fluttir þangað í rútu ef þeir óskuðu þess en aðrir hituðu upp fyrir keppnina og gengu þangað, um eins kílómeters vegalengd.
Meira

Hjálmar í Hólkoti 100 ára

Í dag fagnar Hjálmar Sigmarsson, fv. bóndi í Hólkoti í Unadal í Skagafirði, aldarafmæli sínu en hann fæddist þennan dag árið 1919. Hjálmar dvelst nú á hjúkrunardeild HSN á Sauðarkróki við ágæta heilsu.
Meira

Hitasótt og smitandi hósti í hestum

Nokkuð er um veikindi í hrossum um þessar mundir, einkum á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og Vesturlandi, eftir því sem kemur fram á vef Matvælastofnuar. Einkennin minna á hitasóttina annars vegar og smitandi hósta hins vegar og flest bendir til að smitefni sem hér urðu landlæg í kjölfar faraldranna árin 1998 og 2010 séu að minna á sig.
Meira

Kaupfélag Skagfirðinga 130 ára í dag

Í dag eru liðin 130 ár síðan Kaupfélag Skagfirðinga var sett á laggirnar en það var stofnað sem pöntunarfélag 23. apríl 1889. Tólf menn komu saman á Sauðárkróki til að stofna félagið eftir að Ólafur Briem, alþingismaður á Álfgeirsvöllum hafði boðað þá. Í dag heldur Kaupfélag Skagfirðinga úti mikilli atvinnustarfsemi í Skagafirði og á einnig í fyrirtækjum víðs vegar um land.
Meira

Gott að grípa í að hekla borðtuskur

Í 47. tölublaði Feykis árið 2017 var kíkt í handavinnuhornið hjá Eydísi Báru Jóhannsdóttur sérkennara á Hvammstanga. Áhugi hennar á hannyrðum kviknaði um 25 ára aldurinn og síðan hefur hún verið iðin við margs konar handverk þó peysuprjón sé það sem hún hefur verið duglegust við. Eydís segir að það hafi reynst henni vel að sækja góð ráð móður sinnar og mælir með því að vera duglegur að leita ráða hjá öðrum, eða á netið, ef á þarf að halda.
Meira

„Hér sé Guð“: Gest ber að garði - Pistill Byggðasafns Skagfirðinga

Gestrisni er dyggð sem löngum hefur verið í heiðri höfð á Íslandi. Að úthýsa ferðalöngum, gestum og þurfandi fólki, að neita um skjól eða ætan bita og að sýna nísku þótti meðal verstu glæpa. Þetta má lesa úr fjölda sagna um fólk sem varð úti eftir að hafa verið úthýst eða neitað um húsaskjól. Gekk það þá stundum aftur sem draugar og ásótti heimilisfólk grimmilega. Hér áður fyrr virðast vissar serimóníur hafa loðað við gestamóttöku, til dæmis var ekki sama hvernig heilsast var og kvatt og viss regla var á athæfi og röð atferlis. Jónas Jónasson frá Hrafnagili segir skemmtilega frá gestamóttöku í bókinni Íslenskir þjóðhættir, en siðirnir þykja sumir hverjir ansi framandi nú til dags.
Meira