Skagafjörður

Júdókappar Norðurlands vestra stóðu sig vel á vormóti JSÍ

Vormót Júdósambands Íslands fyrir yngri flokka, frá 11 ára til 20 ára var haldið á Akureyri í gær og kepptu alls 84 keppendur frá tíu júdófélögum. Sex voru skráðir til leiks frá júdódeild Tindastóls en Steinn Gunnar Runólfsson neyddist til að hætta við vegna veikinda og því kepptu fimm fulltrúar deildarinnar á mótinu. Tveir kepptu fyrir hönd Pardusar á Blönduósi.
Meira

Vöktun og mat ástand gróður- og jarðvegsauðlinda landsins

Árið 2017 hófst samstarfsverkefni Landssamtaka sauðfjárbænda, Landgræðslunnar, Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og Bændasamtaka Íslands um að vakta og meta ástand gróður- og jarðvegsauðlinda landsins. Verkefnið fékk nafnið GróLind og er markmið þess að gera reglulega heildarmat á ástandi gróður- og jarðvegsauðlinda landsins og þróa sjálfbærnivísa fyrir nýtingu auðlindanna.
Meira

Áhrifavaldur eða örlagavaldur? - Áskorandi Jónína Hrönn Símonardóttir Brottfluttur Skagfirðingur

Ég tók þeirri áskorun frá henni Heiðu systur að munda pennann, eða í þessu tilfelli, pikka á lyklaborðið. Að vera brottfluttur Skagfirðingur er ákveðinn „status“. Ég bjó í Skagafirðinum í 21 ár; lengst af í Ketu í Hegranesi, þar sem foreldrar mínir búa enn. Ég er elst fjögurra systkina og hjálpaði til við öll helstu sveitastörfin frá því ég fór að geta gert gagn.
Meira

Stólarnir skelltu í sparigírinn gegn Keflvíkingum

Síðasta umferðin í Dominos-deildinni var spiluð í gærkvöldi og í Síkinu mættust lið Tindastóls og Keflavíkur í leik sem talinn var vera baráttan um þriðja sætið í deildinni. Hefðu toppliðin tvö tapað sínum leikjum áttu Stólarnir reyndar möguleika á að verða deildarmeistarar en það var aldrei að fara að gerast. Það áttu því allir von á baráttuleik en Stólarnir komu alveg sjóðheitir til leiks og spiluðu hreint geggjaða vörn gegn ráðvilltum Keflvíkingum sem voru mest 38 stigum undir í leiknum. Lokatölur 89-68 og þriðja sætið því okkar!
Meira

Byssusýning á Veiðisafninu Stokkseyri

Árleg byssusýning Veiðisafnsins á Stokkseyri, sem í ár verður í samvinnu við verslunina Hlað, verður haldin um helgina í húsakynnum Veiðisafnsins á Stokkseyri. Fjölbreytt úrval skotvopna verður til sýnis, haglabyssur, rifflar, skammbyssur, herrifflar ásamt ýmsu tengdu skotveiðum m.a úr einkasöfnum.
Meira

Skemmtikvöld í Höfðaborg til styrktar Bernharði Leó

Nk. laugardagskvöld, 16. mars, verður haldið skemmtikvöld í Höfðaborg á Hofsósi og er tilefnið að safna fé til styrktar litlum dreng, Bernharði Leó Hjörvarssyni, og fjölskyldu hans. Foreldrar hans eru Bylgja Finnsdóttir og Hörvar Árni Leósson og búa þau í Laufkoti í Hjaltadal.
Meira

Sina og Nói sigruðu í fimmgangi í gær

Í gærkvöldi fór fram keppni í fimmgangi Meistaradeildar KS og í annað sinn á tveimur árum sem hún fer fram í Léttishöllinni á Akureyri. Á vef Eiðfaxa segir að ljóst hafi verið fyrir leika að keppni yrði jöfn og skemmtileg enda úrvals knapar og hestar skráðir til leiks.
Meira

Stórleikur í Síkinu í kvöld

Það verður hart barist í Síkinu í kvöld þegar lið Tindastóls og Keflavíkur leiða saman hesta sína í lokaumferð Dominos-deildarinnar. Liðin eru bæði með 30 stig þegar 21 umferð er lokið og ljóst að sigurliðið í kvöld endar að öllum líkindum í þriðja sæti. Staða fimm efstu liða er merkilega jöfn og talsverðar sviptingar geta orðið á stigatöflunni í kvöld.
Meira

Kráarkvöld Dagdvalar og íbúa HSN 21. mars

Þau leiðu mistök urðu í Sjónhorni að röng dagsetning fylgdi með kráarkvöldi Dagdvalar og íbúa HSN á Sauðárkróki. Rétt er að kráarkvöldið fer fram fimmtudaginn 21. mars frá kl 19:00 – 21:00. Sr. Gylfi mætir ásamt Geirmundi, Margeiri og Jóa sem munu sjá um stemninguna!
Meira

Fjölmennt fjölskyldufjör í Glaumbæ

Um sjötíu manns lögðu leið sína í Glaumbæ og skemmtu sér saman í blíðskapar veðri sl. fimmtudag, þann 7. mars, en tilefnið var fjölskyldudagskrá sem Byggðasafn Skagfirðinga stóð fyrir í vetrarfríi grunnskólana í Skagafirði. Ungir sem aldnir tóku þátt fróðlegum og skemmtilegum ratleik um safnasvæðið og boðið var upp á ferðaleg aftur í tímann með hjálp nýjustu tækni í Gilstofunni á meðan áhugasömum gafst færi á að skyggnast inní framtíðina með ævafornri aðferð í gamla bænum. Þá var opið í Áskaffi þar sem hægt var að gæða sér á heitu súkkulaði og pönnukökum og fleira góðgæti á milli atriða.
Meira