Skagafjörður

Hjálmar Sigmarsson 100 ára

Hjálmar Sigmarsson er fæddur þann 24. apríl árið 1919 á bænum Svínavallakoti í Unadal í Skagafirði. Hann fæddist á sumardaginn fyrsta og var hann skírður Hjálmar Sumarsveinn og sagði móðir hans að hann væri besta sumargjöf sem að hún hefði fengið. Foreldrar hans voru Kristjana Sigríður Guðmundsdóttir og Sigmar Þorleifsson, bændur í Svínavallakoti. Hjálmar er fjórði í röð átta bræðra.
Meira

Sæluvikulokaspretturinn er hafinn

Þá er endasprettur Sæluviku að hefjast, eins og segir á heimasíðu Svf. Skagafjarðar en í dag er lokadagur sölusýningar á verkum notenda Iðju-dagþjónustu í Landsbankanum og SÝN myndlistasýningar í Safnahúsinu. Vinnustofa og steinasafn er opið í Víðihlíð 35. Töfrasýning með Einari Mikael töframanni verður í Króksbíói og Hátæknisýningin Heimur norðurljósa tekur á móti gestum í Puffin and Friends.
Meira

Vinnustofa fyrir söfn, setur og sýningar

Vinnustofa um markaðs- og kynningarmál fyrir söfn, setur og sýningar verður haldin á Blönduósi mánudaginn 20. maí nk. og mun hún standa frá kl. 9.00-17:00. Vinnustofan er hluti af áhersluverkefnum SSNV 2018/2019 á sviði ferðaþjónustu og er hún þátttakendum að kostnaðarlausu.
Meira

Bókaútgáfan Merkjalækur gefur ut nýja bók

Bókaútgáfan Merkjalækur hefur sent frá sér nýja bók. Nefnist hún Flóttafólkið og er eftir Johannes Linnankoski (1869-1913). Sagan, sem er finnsk og ber nafnið Pakolaiset á frummálinu, kom fyrst út árið 1908 og hefur Sigurður H. Pétursson nú þýtt hana á íslenska tungu.
Meira

Hjólað í vinnuna

Skráning í Hjólað í vinnuna 2019, sem fram fer dagana 8. – 28. maí, er í fullum gangi en megin markmið verkefnisins er að vekja athygli á virkum ferðamáta sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta. Þegar þetta er skrifað hefur einn vinnustaður í Akrahreppi skráð þátttöku, einn í Húnaþing vestra, sjö í Sveitarfélaginu Skagafirði og einn í Sveitarfélaginu Skagaströnd.
Meira

Úrslit frá firmakeppni Skagfirðings

Góð þátttaka var í Firmamóti Hestamannafélagsins Skagfirðings sem haldið var í blíðskaparveðri 25.apríl sl., sumardaginn fyrsta og stemningin góð. Að keppni lokinni voru úrslit gerð kunn í Tjarnarbæ, þar sem hið margrómaða kaffihlaðborð svignaði undan kræsingum.
Meira

Lokafundur Ratsjárinnar á Norðurlandi vestra

Ratsjáin á Norðurlandi vestra hélt sinn fimmta og síðasta fund hjá Seal Travel á Hvammstanga sl. mánudag. Þar fékk hópurinn kynningu á fyrirtækinu og skoðaði um leið Selasetur Íslands. Að því loknu tók við greiningarvinna sem unnin var á Hótel Laugarbakka og að henni lokinni borðaði hópurinn saman og styrkti enn frekar stoðirnar sem er einmitt mikilvægur hluti verkefnisins að því er segir á vefsíðu Ratsjárinnar.
Meira

Baldur Þór að taka við Tindastóli?

Rúv.is fullyrðir að Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Þórs Þorlákshöfn, verði næsti þjálfari karlaliðs Tindastóls í Dominosdeild í körfubolta en sé við það að skrifa undir samning við félagið. Óhætt er að segja að Baldur Þór hafi vakið mikla athygli í vetur fyrir frammistöðu Þórs, sérstaklega í úrslitakeppninni þar sem liðið sló Stólana út úr keppninni eftir að hafa lent 0-2 undir. Þeir rifu sig hins vegar upp og unnu næstu þrjá leiki og komu sér með því í undanúrslit. Þar tapaði liðið tapaði fyrir KR 3-1.
Meira

Styðjum saman við menningarlegt stórvirki

Atorka og frumkvæði þeirra hjónanna á Kringlumýri í Skagafirði, Sigurðar Hansen og Maríu Guðmundsdóttur, við menningarlega uppbyggingu á varla sinn líkan. Við sem erum tíðir gestir á Kringlumýri, undrumst svo sem ekki lengur áræði þeirra og hugmyndaauðgi á þessu sviði. Og núna er verið að stíga enn eitt risaskrefið. -Ég vil með þessum orðum hvetja þá sem þess eiga kost að leggja þessu einstæða verkefni lið.
Meira

Pilsaþytur fagnar formlegri stofnun - Samkoma í Melsgili með dansi og harmóníkuspili

Þeir sem lagt hafa leið sína á opinberar samkomur í Skagafirði undanfarin ár hafa vafalaust, margir hverjir, tekið eftir og trúlega hrifist af, nokkrum fallega prúðbúnum konum sem spranga um hnarreistar á litríkum þjóðbúningum. Trúlega eiga flestar þessara kvenna það sameiginlegt að vera félagar í litlum hópi sem kallar sig Pilsaþyt en sá félagsskapur lét verða af því á dögunum að stofna formlegt félag um áhugamál sitt og hyggst hann standa fyrir uppákomu í Melsgili í komandi Sæluviku. Feykir hitti einn af forsprökkum þessa félagsskapar, Ástu Ólöfu Jónsdóttur, að máli á dögunum og fékk hana til að segja okkur örlítið frá þessum skemmtilega hópi.
Meira