Skagafjörður

Börn fyrir börn verður haldin í dag

Samkoman Börn fyrir börn verður haldin í dag kl. 14 í sal FNV á Sauðárkróki en um góðgerðarsamkomu er að ræða þar sem börn og unglingar koma saman og halda tónlistar- og danshátíð til styrktar öðrum börnum. Í ár verður safnað fyrir félagið Einstök börn og Heilbrigðisstofnunina okkar á Sauðárkróki. Dagskráin verður fjölbreytt og koma fram börn og ungmenni í Skagafirði.
Meira

Þjóðleikhúsið velur Fjölnet

Þjóðleikhúsið hefur valið Fjölnet til að annast rekstur tölvukerfa stofnunarinnar en um er að ræða alrekstur tölvukerfa og þjónustu við starfsmenn. Þjóðleikhúsið hefur verið leiðandi stofnun á sviði leiklistar á Íslandi allt frá opnun þess árið 1950.
Meira

Í fullorðinna manna tölu - Kristinn Hugason skrifar

Í tilefni þess að það tölublað Feykis sem þessi grein birtist í er helgað fermingum ársins ætla ég að leggja lykkju á þá leið mína að fjalla um hin ólíku hlutverk íslenska hestsins og skrifa hér ögn um hesta í tengslum við fermingar. Í næsta pistli mun ég svo halda áfram þar sem frá var horfið í skrifunum og fjalla um reiðhesta. Reiðhesturinn, sem á hæsta stigi kosta sinna kemst í hóp gæðinga, stóð enda eflaust mörgu fermingarbarninu ljóslifandi fyrir hugskotssjónum, ýmist í raunveruleikanum eða sem draumsýn.
Meira

„Logi Bergmann“ og beikonvafðar bringur

Ingvar Guðmundsson og Jóhanna Sveinbjörg Traustadóttir á Hofsósi voru matgæðingar vikunnar í 16. tbl Feykis 2017. Þau buðu upp á grillaðar kjúklingabringur sem eru afar vinsælar á heimili þeirra og í eftirrétt var hin ómissandi Logi Bergmann súkkulaðikaka.
Meira

Hefði ég tekið selfí undir súð? - Áskorandi Sigríður Huld Jónsdóttir

Ekki veit ég hvernig henni Evu Hjörtínu Ólafsdóttur datt í hug að gefa mér færi á því að taka við pennanum af sér í síðasta áskorendapistlinum hér í Feyki. Veit hún ekki að ég geymi enn allar dagbækurnar mínar - og myndir?
Meira

Börn og umhverfi – Námskeið Rauða krossins

Rauði krossinn í Skagafirði heldur námskeiðið Börn og umhverfi dagana 30. apríl, 2. maí, 6. maí og 8. maí, kl. 17:00 – 20:00 í húsnæði deildarinnar, Aðalgötu 10 á Sauðárkróki. Námskeiðið er fyrir ungmenni fædd á árinu 2007 og eldri (12 ára og eldri). Farið verður í ýmsa þætti er varða umgengni og framkomu við börn, rætt um árangursrík samskipti, leiðtogahæfni, agastjórnun, umönnun og hollar lífsvenjur, leiki og leikföng.
Meira

Uppselt var á Út við himinbláu sundin í gær

Fullt var út úr dyrum á Mælifelli á Sauðárkróki í gærkvöldi þegar „gömlu góðu söngkonurnar“ voru heiðraðar á tónleikunum Út við himinbláu sundin. Flutt voru þekkt lög sem eiga það sameiginlegt að konur gerðu þeim skil fyrr á árum eins og Svanhildur Jakobs, Erla Þorsteins, Erla Stefáns, Hallbjörg Bjarna, Adda Örnólfs, Soffía Karls, Helena Eyjólfs, Mjöll Hólm og fleiri.
Meira

Stólastúlkur í úrslit í Lengjubikarnum

Kvennalið Tindastóls tók á móti liði Völsungs í undanúrslitum C-deildar í Lengjubikarnum á sumardaginn fyrsta. Leikið var á gervigrasinu á Króknum í 16 stiga hita og hlýrri golu. Það er skemmst frá því að segja að Stólastúlkur fóru illa með gestina frá Húsavík og unnu öruggan 5-0 sigur og eru því komnar í úrslitaleikinn í C-deildinni.
Meira

Tindastólsmenn úr leik í Mjólkurbikarnum

Karlalið Tindastóls heimsótti lið Völsungs á Húsavík sl. miðvikudagskvöld í annarri umferð Mjólkurbikarsins. Ekki bjuggu strákarnir til neinn rjóma í þessari ferð því heimamenn í Völsungi reyndust sterkari og sigruðu 3-1 og geta liðsmenn Tindastóls því farið að einbeita sér að þátttöku í 2. deildinni.
Meira

Ég sigli á logum ljósum- Kveðskapur Erlings Péturs á bók

Þriðjudaginn 30. apríl verður haldið útgáfuhóf á Mælifelli á Sauðárkróki vegna bókar sem innheldur ljóð og stökur Erlings Péturssonar, f.v. kaupmanns í Versluninni Tindastól. Þar má búast við skemmtilegri dagskrá þar sem Brynjar Pálsson mun stjórna dagskrá Valgerður dóttir Erlings spjallar um kveðskap föður síns. Þá munu gamlir kunningjar og vinir Erlings rifja upp kynni sín af honum og sungin verða nokkur við texta hans. Sölvi Sveinsson ætlar að segja frá tilurð bókarinnar en Feykir gat ekki beðið svo lengi og hafði samband við Sölva og forvitnaðist um bókina.
Meira