Anna Dóra Antonsdóttir skrifar um Skárastaðamál
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
16.04.2019
kl. 11.52
Út er komin hjá bókaforlaginu Espólín bókin Þar sem skömmin skellur - Skárastaðamál í dómabókum eftir Önnu Dóru Antonsdóttur. Sagan gerist í Miðfirði upp úr miðri 19. öldinni og fjallar um sakamál sem kennt hefur verið við bæinn Skárastaði í Austurárdal. Bókin byggir á dómabókum og fleiri samtímaskjölum en þar sem gögnum sleppir tekur höfundurinn við og fyllir upp í eyðurnar, eins og segir á heimasíðu forlagsins.
Meira
