Skagafjörður

Stólastúlkur með flottan sigurleik í Njarðvík

Kvennalið Tindastól átti einn sinn besta leik í vetur þegar liðið sótti Njarðvík heim í gærkvöldi í næst síðasta leik sínum í 1. deild kvenna. Stólastúlkur náðu forystunni snemma leiks og héldu haus allan leikinn þrátt fyrir að heimastúlkur jöfnuðu leikinn nokkrum sinnum. Lokatölur í Njarðvík voru 63-69 fyrir Tindastól.
Meira

Rækjur á salati, nautabuff og eplakaka frá mömmu

Matgæðingar vikunnar í 9. tbl. Feykis 2017 voru þau Bryndís Bjarnadóttir og Ágúst Jónsson á Ytra-Skörðugili. Þau buðu upp á rækjuforrétt með sterkri sósu, sinepskryddað nautabuff í aðalrétt og að lokum ljúffenga eplaköku í eftirrétt. „Ég er heimilisfræðikennari í Varmahlíðarskóla og hef áhuga á matseld en húsbóndinn sér um að grilla. Forrétturinn er mjög góður á hlaðborð og eplakakan er uppskrift frá móður minni og var mjög oft á sunnudögum á mínu æskuheimili. Hún er líka vinsæl á okkar heimili,“ segir Bryndís.
Meira

Fyrsti samningur um NPA undirritaður hjá Svf. Skagafirði

Gunnar Heiðar Bjarnason var á dögunum fyrsti einstaklingurinn til að skrifa undir samning hjá Fjölskyldusviði Sveitarfélagsins Skagafjarðar um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) eftir að reglugerðin var lögfest 1. október 2018, með samþykkt nýrra laga um þjónustu við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir.
Meira

Verjum sérstöðu landsins

Nú hefur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra birt drög að frumvarpi til að bregðast við niðurstöðu EFTA-dómstólsins um innflutningstakmarkanir á fersku kjöti til landsins. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir heimildum til innflutnings á hráu ófrosnu kjöti og ógerilsneiddum eggjum. Frumvarpið hefur hvorki verið lagt fyrir ríkisstjórn eða stjórnarflokka. Það er enn í vinnslu hjá ráðuneyti en opnað hefur verið á samráð um frumvarpið í gegnum samráðsgátt stjórnvalda.
Meira

Tillaga að verndarsvæði í byggð á Hofsósi

Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti á fundi sínum þann 12. desember síðastliðinn að leggja fram tillögu til mennta- og menningarmálaráðherra um verndarsvæði í byggð innan þéttbýlisins á Hofsósi. Svæðið sem um ræðir eru bæjarkjarnarnir Plássið og Sandurinn sem afmarkast af Brekkunni að norðan, af brekkubrún Bakkans að austan og sjó og hafnargarði að sunnan og vestan, samtals um 3 ha að stærð.
Meira

Fjórir Skagfirðingar í U21-landsliðshópi LH

Landssamband hestamannafélaga (LH) kynnti U21 landsliðshóp LH í gær og er það annað skrefið sem LH tekur í breyttum áherslum í afreksmálum en nýlega var kynntur landsliðshópur LH í flokki fullorðinna. Fjögur skagfirsk ungmenni prýða sextán manna hópinn sem samanstendur af afreksknöpum í fremstu röð í hestaíþróttum hérlendis, 16-21 árs.
Meira

Öryggisþjónusta í uppnámi

Eitt hinna mikilvægustu samfélagsverkefna er heilbrigðisþjónusta en hún hefur þróast á ýmsa vegu á Íslandi á undanförnum áratugum. Einstaka þættir hennar hafa sprottið fram fyrir tilstuðlan félagasamtaka án hagnaðarsjónarmiða og þar má nefna sjúkraflutninga í landinu. Félagar í Rauða Krossinum hófu sjúkraflutninga í sjálfboðaliðavinnu fyrir nærfellt einni öld og hafa staðið vörð um þennan þátt æ síðan. Eftir því sem næst verður komist, þá hefur verið staðið vel að allri þessari þjónustu, bæði hvað varðar faglega og kostnaðarlega þætti. Snurða hefur nú hlaupið á þráðinn.
Meira

Karl og Theodór sigursælir

Meistaramót öldunga í frjálsíþróttum innan húss var haldið í Laugardalshöllinni helgina 16.-17. febrúar. Keppendur á mótinu nú voru 65. Tveir keppendur kepptu undir merkjum UMSS, feðgarnir Karl Lúðvíksson og Theodór Karlsson og gerðu það gott, unnu til sjö gullverðlauna, einna silfurverðlauna og einna bronsverðlauna.
Meira

Vel heppnað námskeið í viðburðastjórnun

Námskeið í viðburðastjórnun sem Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra stóðu fyrir og haldið var á Blönduósi sl. mánudag var prýðilega sótt, að því er segir á vef samtakanna. Námskeiðið var ætlað öllum þeim sem eru að skipuleggja og halda utan um stóra og smáa viðburði og langar til þess að sækja sér viðbót í verkfærakistuna sína.
Meira

Verðlaun fyrir skil á merktum hrognkelsum

BioPol ehf. á Skagaströnd hefur um langt árabil haft samstarf við Hafrannsóknastofnun um merkingar á hrognkelsum. Á síðasta ári voru fiskar merktir með tvennum hætti, annars vegar um 200 fiskar á hefðbundinni veiðislóð inni á Húnaflóa og hins vegar um 290 ungir fiskar í alþjóðlegum makrílleiðangri norður og suður af Íslandi og við austurströnd Grænlands.
Meira