Skagafjörður

JólaFeykir kemur fyrir rest

Vegna óviðráðanlegra ástæðna hefur dreifing á JólaFeyki, sem kom út í gær, tafist en verið er að vinna í því að koma honum til lesenda. Fyrir þá sem ekki hafa þolinmæði að bíða eftir pappírnum geta nálgast JólaFeyki rafrænt HÉR.
Meira

Íbúafundi á Hofsósi frestað

Fyrirhuguðum íbúafundi sem vera átti í Höfðaborg á Hofsósi kl. 17 í dag, um fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2019, er frestað vegna veðurs til miðvikudagsins 5. desember kl. 17 að því er segir í tilkynningu á vef Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
Meira

Fullveldishátíð Kvenfélagsins Framtíðarinnar í Fljótum 1. des

Á laugardaginn stendur Kvenfélagið Framtíðin fyrir fullveldishátíð í Fljótum, í tilefni af 100 ára fullveldisafmæli Íslands. Íris Jónsdóttir segir hugmyndina hafa kviknað þegar kvenfélagskonur fór að hugsa um þessi merku tímamót og að núverandi kynslóð myndi ekki upplifa önnur slík. Því hafi kvenfélagskonur ákveðið að bjóða sveitungum og öðrum áhugasömum til samkomu í Sólgarðaskóla næstkomandi laugardag.
Meira

Lítið ferðaveður í dag

Leiðinda veður er nú um allt land og leiðir víða lokaðar. Á Norðurlandi vestra er norðaustan hvassviðri þar sem vindhviður fara gjarna yfir 30 m/s og éljagangur víðast hvar. Í nótt náði 10 mínútna meðalvindhraði tæpum 34 m/s á Vegagerðarstöð við Blönduós að því er segir á vef Veðurstofunnar.
Meira

Gjöf sem gefur áfram

Kiwanisklúbburinn Freyja á Sauðárkróki lét hanna, prenta og troðfylla fallega jólakassa af dýrindis gotteríi frá sælgætisgerðinni Freyju og ætlar að selja hér og þar fyrir jólin en aðallega þó í gegnum Facebook. Fyrirtæki bæjarins hafa lagt verkefninu lið með því að kaupa auglýsingar á kassann og er þeim þakkaður stuðningurinn.
Meira

Skemmtiferðaskip væntanlegt til Sauðárkróks 2020

Nýverið barst Sauðárkrókshöfn fyrsta bókunin um skemmtiferðskip til Sauðárkróks og er áætlað að það komi 6. júlí 2020. Skipið ber nafnið Seabourn Quest og er 200 metrar að lengd, 32.477 brt og ristir 6,5 metra.
Meira

Reiknað með vonskuveðri

Lögreglan á Norðurlandi vestra bendir, á Facebooksíðu sinni, íbúum á slæma veðurspá eftir hádegi í dag og á morgun og bendir fólki á að huga að lausamunum og öðru smálegu. Þá er ekki ólíklegt að færð spillist á heiðum og er því þeim sem hyggja á ferðalög bent á að fylgjast með færð á vegum á upplýsingasíðu Vegagerðarinnar http://www.vegagerdin.is/…/faerd-og-…/nordurland-faerd-kort/ eða í upplýsingasíma Vegagerðarinnar 1777
Meira

Nemandi Varmahlíðarskóla hlaut verðlaun í myndakeppni Forvarnardagsins

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhenti sl. sunnudag verðlaun í myndakeppni Forvarnardagsins. Verðlaunin hlutu þau Jóhanna Inga Elfarsdóttir, Leó Einarsson og Magnús Bjarki Jónsson. Jóhanna er nemandi við Seljaskóla í Reykjavík, Magnús í Álftamýrarskóla - Háaleitisskóla og Leó er í Varmahlíðarskóla.
Meira

Rannsóknarverkefni um ferðaþjónustu á Norðurlandi

Markaðsstofa Norðurlands, Rannsóknarmiðstöð ferðamála og Háskólinn á Hólum, undirrituðu sl. mánudag samning sín á milli um rannsóknarverkefni á áfangstaðnum Norðurlandi. Rannsóknin hefur það meginmarkmið að skoða ýmsa þætti sem varða markaðssetningu Norðurlands og þá markhópa sem sækja svæðið heim. Verkefnið er það stærsta sem ráðist hefur verið í hvað rannsóknir á ferðaþjónustu á Norðurlandi snertir og niðurstöðurnar gætu orðið fordæmisgefandi fyrir aðrar rannsóknir í landshlutanum að því er greint er frá á vef Markaðsstofu Norðurlands.
Meira

Sjálfsafgreiðslukassi kominn í Skagafirðingabúð

Settur hefur verið upp sjálfsafgreiðslukassi í Skagfirðingabúð sem vonir standa til að létti á afgreiðslu á mestu annatímum. Að sögn Árna Kristinssonar, verslunarstjóra, myndast t.d. oft miklar raðir við kassana í hádeginu og ætti sjálfsafgreiðslan þá að vera kærkomin. Afgreiðslukassinn er ekki flókinn að sögn Árna, þar sem hann er myndrænn og talar til viðskiptavinarins og leiðir í gegnum ferlið.
Meira