Skagafjörður

Kynningarfundur um breytingartillögu á Aðalskipulagi

Haldinn verður opinn kynningarfundur um breytingartillögu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021, ásamt umhverfisskýrslu, miðvikudaginn 23. janúar kl. 20:00 í Menningarhúsinu Miðgarði. Helstu atriði má nefna val á legu Blöndulínu 3 og virkjanakostir í Skagafirði en um þau hafa menn ólíkar skoðanir.
Meira

Háskólinn á Hólum hlýtur þrjá styrki úr Rannsóknasjóði

Rannsóknasjóður úthlutaði nýlega styrkjum til nýrra rannsóknaverkefna fyrir árið 2019. Að þessu sinni bárust 359 gildar umsóknir í Rannsóknasjóð og var 61 verkefni styrkt eða um 17%. Verkefni á vegum Háskólans á Hólum hlutu þrjá styrki sem nema samtals rúmum 93 milljónum króna.
Meira

Protis ehf styrkir Krabbameinsfélag Íslands

Sl. föstudag afhenti Hólmfríður Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Protis á Sauðárkróki, Krabbameinsfélagi Íslands veglegan styrk sem safnaðist af sölu Protis Kollagen í október á síðasta ári í átakinu Bleika slaufan.
Meira

Vel mætt í útgáfuhóf til heiðurs Kristmundar á Sjávarborg

Í tilefni af 100 ára afmæli Kristmundar Bjarnasonar, rithöfundar og fræðimanns á Sjávarborg, var sl. laugardag haldin samkoma í Safnahúsinu á Sauðárkróki sem einnig var útgáfuhóf vegna bókarinnar Í barnsminni sem Kristmundur ritaði á árunum 2005-2006. Yfir 100 manns mættu og fylltu sal bókasafnsins.
Meira

Sjávarútvegurinn vel í stakk búinn að stunda nýsköpun

Nú er afskurðurinn verðmæti, segir á Facebooksíðu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Samspil fræðasamfélagsins og sjávarútvegs, hefur leitt af sér fjölmargar nýjungar og í myndbandi sem birtist í morgun á síðunni segir dr. Hólmfríður Sveinsdóttir, framkvæmdastjóra Protís, frá spennandi hlutum í þeirri grein.
Meira

Frábær endurkoma Stólastúlkna gegn liði Njarðvíkur

Það var heldur betur boðið upp á dramatík í Síkinu þegar Tindastóll og Njarðvík mættust nú á laugardaginn í 1. deild kvenna. Lið Njarðvíkur hafði náð sextán stiga forystu fyrir hlé og allt leit út fyrir að gestirnir tækju stigin tvö með sér heim án verulegra vandræða. Eitthvað fínerí hefur Arnoldas boðið Stólastúlkum upp á í hálfleik því þær komu tvíefldar til leiks í þeim seinni með Tess Williams í hrikalegu stuði og komu leiknum í framlengingu. Eftir líflega og æsispennandi framlengingu fagnaði lið Tindastóls frábærum sigri. Lokatölur 97-93.
Meira

Ráðningar hjá Skagafjarðarhöfnum

Ráðið hefur verið í auglýstar stöður hafnarstjóra og yfirhafnarvarðar hjá Skagafjarðarhöfnum. Dagur Þór Baldvinsson hefur verið ráðinn í starf hafnarstjóra frá 1. janúar sl. en áður gegndi hann stöðu yfirhafnarvarðar. Pálmi Jónsson var ráðinn í hans stað sem yfirhafnarvörður og mun hefja störf innan tíðar, segir á vef Svf. Skagafjarðar.
Meira

Hámarkshraði við einbreiðar brýr lækkaður

Vegagerðin hefur ákveðið að lækka hámarkshraða í 50 km/klst. við allar einbreiðar brýr á þjóðvegum þar sem umferð er meiri en 300 bílar á dag að jafnaði alla daga ársins (ÁDU). Um er að ræða um 75 einbreiðar brýr, um helmingur á Hringvegi. Þá verður viðvörunarskiltum breytt og einnig bætt við undirmerki á ensku á viðvörunarskiltum. Kostnaður við merkingar er áætlaður um 70-80 milljónir króna.
Meira

Sagan af Bjarna vellygna - Þjóðsögur Jóns Árnasonar

Maður er nefndur Bjarni; hann bjó á Bjargi í Miðfirði; hann var kvongaður og átti Snælaugu dóttir Björns hins auðga austan af Meðallandi. Þeirra synir voru þeir Jón er síðar var kallaður tíkargola, og Ari. Koma þeir lítt við þessa sögu því ungir voru þeir er þetta gjörðist. Bjarni átti oft þröngt í búi; var hann þó búsýslumaður hinn mesti; fór hann árlega til sjóar og var formaður suður í Garði, en sem hér var komið var vetur í harðara lagi; byrjaði hann því verferð sína í seinna lagi og voru vermenn allir farnir af stað.
Meira

Fiskréttur rétt eftir jólin

„Okkur þykir gott að bera fram fiskrétt svona rétt eftir jólin en okkur finnst fiskur mjög góður og er hann oft á borðum hjá fjölskyldunni. Í eftirrétt bjóðum við upp á uppáhalds eplaköku til að slá á eftirköst eftir hátíðarnar,“ sögðu Svala Guðmundsdóttir og Guðmundur Ólafsson á Sauðárkróki sem voru matgæðingar vikunnar í öðru tölublaði Feykis árið 2017.
Meira