Skagafjörður

Hver á sér fegra föðurland á laugardaginn?

Þann 1. desember verður öld liðin frá því að Ísland fékk fullveldi frá Danakonungi og verður þess minnst í tali og tónum í Menningarhúsinu Miðgarði nk. laugardagskvöld kl. 20 undir yfirskriftinni: „Hver á sér fegra föðurland“.
Meira

Lögreglan efld

Á síðasta ári var bætt við stöðugildum hjá flestum lögregluembættum um landið til að styrkja skilvirkni lögreglunnar í kynferðisbrotamálum. Þar með var hafin vinna við að hrinda í framkvæmd aðgerðaáætlun um meðferð kynferðisbrota innan réttavörslukerfisins. Sú aðgerðaáætlun felur m.a. í sér að renna styrkari stoðum undir samstarf milli lögreglu og ákæruvalds til að bæta stöðu brotaþola í kynferðisbrotamálum og styrkja réttarstöðu þeirra.
Meira

SSNV tekur þátt í alþjóðlegu verkefni

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra taka nú þátt í alþjóðlegu samstarfsverkefni sem nýlega hlaut styrk úr sjóði Norðurslóðaverkefna. Verkefni þessu er ætlað að taka á ýmsum áskorunum sem fyrirtæki á jaðarsvæðum kunna jafnan að glíma við, svo sem smæð markaðar, fjarlægð frá markaði og einangrun. Frá þessu er sagt á vef SSNV.
Meira

Alltaf not fyrir fleira fólk í björgunarsveitum

Björgunarsveitirnar þrjár í Skagafirði héldu um helgina hópslysaæfingu þar sem í fyrsta skipti var notast við neyðartjald sem Isavia gaf Slysavarnarfélaginu Landsbjörg í sumar og staðsett er í Varmahlíð. Sett var á svið bílslys með sex slösuðum farþegum í tveimur bílum. Félagar úr Unglingadeildinni Trölla sáu um að leika sjúklinga og segir Ásta Birna Jónsdóttir, björgunarsveitarmaður, það mjög verðmætt fyrir björgunarsveitirnar að njóta aðstoðar þeirra á æfingum, enda gildi hið fornkveðna hvað ungur nemur gamall temur.
Meira

Mætum á staðinn – íbúalýðræði í sveitarfélaginu Skagafirði

Íbúalýðræði og samráð við íbúa eru orð sem voru mikið notuð í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga síðastliðið vor. Í því samhengi var meðal annars talað um þátttökuaðferðir, en þær eru nokkrar og mis bindandi. Nú í haust var tekin samhljóða ákvörðun í sveitarstjórn sveitarfélagsins Skagafjarðar að bjóða íbúum upp á opna íbúafundi þar sem rædd verður fjárhagsáætlun ársins 2019 og íbúum gefinn kostur á að koma með sínar hugmyndir um áhersluatriði í þjónustu og framkvæmdum.
Meira

Andlát - Vala Mist

Á aðfaranótt laugardags kvaddi Vala Mist Valsdóttir þennan heim en hún fæddist þann 12. janúar 2017 eftir erfiðar síðustu vikur í móðurkviði. Höfðu mæðgurnar verið í ströngu eftirliti frá því að hraðtaktur kom í ljós í mæðraskoðun á 34 viku. Stúlkan fór ásamt foreldrum sínum, Lilju Gunnlaugsdóttur og Vali Valssyni, til Svíþjóðar þar sem gera þurfti „opna hjartaaðgerð“ á henni.
Meira

Ellefu framúrskarandi fyrirtæki á Norðurlandi vestra

Crecitinfo birti nýlega lista yfir 857 framúrskarandi fyrirtækja á landinu sem eru um 2% íslenskra fyrirtækja. Creditinfo hefur síðastliðin níu ár unnið greiningar á ýmsum þáttum varðandi rekstur og stöðu fyrirtækja á Íslandi og er meginmarkmið greiningarinnar að verðlauna þau fyrirtæki sem standa sig vel og stuðla að bættu viðskiptaumhverfi.
Meira

Rótarýklúbburinn með sitt árlega jólahlaðborð næstu helgi

Jólahlaðborð Rótarýklúbbs Sauðárkróks verður haldið laugardaginn 1. desember nk. kl. 12:00 – 14:00 í íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Jólahlaðborð þetta hefur verið fastur liður í starfi Rótarýklúbbs Sauðárkróks undanfarin ár en klúbburinn fagnar 70 ára afmæli sínu um þessar mundir.
Meira

Fjárgötur myndanna - Allt fram streymir ár og dagar

Fyrir 56 árum kom Reynir Karlsson Frammari, landsliðsmaður í knattspyrnu síðar íþróttafulltrúi ríkisins á Krókinn að kenna til þjálfunar í yngri flokkum knattspyrnunnar. Reynir lauk knattspyrnuþjálfaraprófi frá Íþróttaháskólanum í Köln 1960. Hann þjálfaði á árunum 1954 -1971 meistaraflokka Fram, ÍBA, ÍBK, Breiðablik og landsliðið um hríð.
Meira

Við gefum líf – afar vel heppnaðir kynningarfundir á Norðurlandi

Embætti landlæknis efnir til funda með starfsfólki í heilbrigðisþjónustu um allt land í tilefni af breyttum lögum um líffæragjafir, sem taka gildi núna um áramótin. Landsmenn verða sjálfkrafa gefendur líffæra með nýju ári en samkvæmt þeim lögum sem falla úr gildi á gamlársdag þarf að taka upplýsta ákvörðun um að gefa líffæri.
Meira