Skagafjörður

Byggðastofnun leitar að sérfræðingi

Á heimasíðu Byggðastofnunar er auglýst laust til umsóknar starf sérfræðings á þróunarsviði stofnunarinnar. Í starfinu felst meðal annars að vinna við undirbúning og gerð byggðaáætlunar og vinna við greiningar á þróun byggðar á lands- og landshlutavísu með tilliti til byggðaáætlunar og sóknaráætlana landshluta.
Meira

Lífsstílsáskorun Þreksports

Líkamsræktarstöðin Þreksport á Sauðárkróki er nú að hleypa af stokkunum lífsstílsáskorun til tólf vikna þar sem fólki gefst kostur á að stíga fyrstu skrefin í átt að bættum lífsstíl. Þeir sem taka þátt í áskoruninni fá utanumhald og hvatningu hjá þjálfurum Þreksports, ráðgjöf við markmiðasetningu og næringarráðgjöf ásamt mælingum. Áskoruninni lýkur svo með verðlaunaafhendingu á árshátíð Þreksports í lok mars. Á morgun, föstudaginn 4. janúar klukkan 18:00 verður haldinn kynningarfundur og skráning hefst strax að honum loknum. Feykir leitaði frétta af áskoruninni hjá Guðrúnu Helgu Tryggvadóttur og Guðjóni Erni Jóhannssyni.
Meira

Axel Kára tekur skóna fram á ný

Þá er boltinn farinn að rúlla aftur eftir jólafrí og ýmislegt í gangi hjá körfuknattleiksdeild Tidastóls. Á Facebook-síðu deildarinnar kemur fram að Axel Kárason sé aftur kominn í æfingahóp meistaraflokks en eins og kunnugt er hefur Axel verið í pásu frá körfu síðan í haust.
Meira

Áramótabrenna á Króknum - Myndir

Það viðraði vel til loftárása á gamlárskvöld eftir norðanáhlaup sem hafði spillt færð og friðarboðskapinn hafði riðið yfir landið fyrr um daginn. Flugeldasala gekk ágætlega heilt yfir landið, sagði Jón Svanberg Hjartarson, framkvæmdarstjóri Landsbjargar, við Mbl.is.
Meira

Æfir mikið og keppir flestar helgar - Íþróttagarpurinn Eva Rún Dagsdóttir

Það má segja að Eva Rún Dagsdóttir á Sauðárkróki sé ein efnilegasta íþróttakonan í röðum Tindastóls, bæði hvað varðar fótbolta sem og körfubolta. Hún er fædd árið 2003, uppalin á Sauðárkróki, utan eitt ár á Akureyri árið 2012, svo framtíðin er ung og björt fyrir Evu í íþróttunum. Foreldrar Evu Rúnar eru þau Þyrey Hlífarsdóttir, kennari í Varmahlíðarskóla og Dagur Þór Baldvinsson, yfirhafnarvörður hjá Sveitarfélaginu Skagafirði. Eva Rún er íþróttagarpur Feykis að þessu sinni.
Meira

Völvuspá 2019 – Frá Spákonuhofinu á Skagaströnd

Enn á ný lögðust spákonurnar í Spákonuhofinu undir feld og kíktu í spil, köstuðu völum, rýndu í rúnir og kaffibolla. Spáin fyrir árið 2018 gekk að nokkru leiti eftir, og eru varnarorð þau er höfð voru um að menn ættu að gæta orða sinna svo sannarlega í hámæli þessa dagana. Ríkisstjórnin hélt velli, eins og spáð var en mikill gustur var um menn og málefni.
Meira

GLEÐILEGT NÝTT ÁR

Feykir óskar lesendum og landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs með þökk fyrir það liðna.
Meira

Björgunarsveitir kallaðar út í morgun

Í morgun voru björgunarsveitirnar Húnar, Heiðar og Blanda kallaðar út vegna ferðalanga sem voru í vandræðum á Holtavörðuheiði. Um var að ræða erlenda ferðamenn sem voru á suðurleið. Á Facebooksíðu Húna kemur fram að vel hafi gengið að hjálpa þeim niður en veðrið var kolvitlaust um tíma.
Meira

Hugum vel að dýrunum um áramót

Í tilefni áramótanna minnir Matvælastofnun dýraeigendur á að huga vel að dýrum sínum meðan á flugeldaskotum stendur þar sem slíkar sprengingar geta valdið dýrunum ofsahræðslu þannig að dýrin geti orðið sjálfum sér og öðrum til tjóns. Slys má fyrirbyggja með því að grípa til viðeigandi varúðarráðstafana á gamlárskvöld og á þrettándanum. Matvælastofnun segir í tilkynningu sinni:
Meira

Góð ákvörðun að fara í Hússtjórnarskólann - Áskorandinn Bríet Guðmundsdóttir Sauðárkróki

Þyrey frænka mín skoraði á mig að taka við pennanum og ákvað ég að skorast ekki undan því. Ákvörðunin um hvað eigi að gera eftir mennta- eða framhaldsskóla getur verið erfið. Mér fannst það allavega. Að vera ekki ákveðin um hvað maður ætlar að verða „þegar maður verður stór“.
Meira