Ný reglugerð setur fjárhag HNV í óvissu
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
14.11.2018
kl. 08.03
Heilbrigðisnefnd Norðurlands vestra lýsir yfir vonbrigðum og undrun, með að umhverfis- og auðlindaráðuneytið hafi ekki haft raunverulegt samráð við heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga og Samband íslenskra sveitarfélaga við gerð reglugerðar sem snertir leyfisveitingar til fyrirtækja. Á fundi nefndarinnar, sem haldinn var í gær, var minnt á að farið var í gerð reglugerðarinnar með það að markmiði að einfalda leyfisveitingaferilinn til hagsbóta fyrir almenning og atvinnulífið.
Meira
