V-Húnavatnssýsla

Kókoskúlur og Chow Mein

Matgæðingar vikunnar í tbl. 15, 2023, voru Hekla Eir Bergsdóttir, aðflutt að sunnan, og Óli Björn Pétursson, fæddur og uppalinn á Sauðárkróki. Þau eru bæði mjólkurfræðimenntuð og starfa í mjólkursamlagi KS, Hekla sem gæðastjóri og Óli Björn sem aðstoðar framleiðslustjóri. Þau eiga saman tvö börn, Birni Helga, fæddan 2020 og Kristínu Petru, fædd 2023.
Meira

Elísa Bríet valin í lokahóp U-16

Elísu Bríet Björnsdóttur þekkja flestir Tindastóls aðdáendur í knattspyrnu vel en hún er uppalin á Skagaströnd og spilaði með Kormáki/Hvöt/Fram þar til hún skipti yfir í Tindastól árið 2021.
Meira

Spurning um forgangsröðun?

Þarf eitt að útiloka annað? Nei, það vil ég ekki meina, en að mínu mati eiga framkvæmdir við leik- og grunnskóla samt að vera ofar í forgangsröðinni en framkvæmdir við menningarhús á Sauðárkróki. Mikil þörf er á endurbótum og framkvæmdum við grunnskólabyggingar í Skagafirði svo þær standist þarfir og kröfur nútímans, auk þess sem fullyrða má að aðstöðu til kennslu list- og verkgreina er meira og minna ábótavant. Það eru oft á tíðum þessar námsgreinar sem lúta lægra haldi þegar kemur að skipulagi húsnæðis og skólastarfs, sem er miður því þetta eru þær námsgreinar sem gefa nemendum tækifæri á að efla nýsköpunargáfu sína sem mikil eftirspurn er eftir á vinnumarkaði í nútímasamfélagi.
Meira

Opið fyrir umsóknir um styrki úr Lóu - nýsköpunarstyrkjum fyrir landsbyggðina

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki úr Lóu. Styrkirnir eru nýsköpunarstyrkir fyrir landsbyggðina sem hafa það hlutverk að styðja við eflingu byggða og landshluta með nýskapandi verkefnum. Styrkjunum er aðeins úthlutað til verkefna utan höfuðborgarsvæðisins í þeim tilgangi að styðja við atvinnulíf og verðmætasköpun sem byggir á hugviti, þekkingu og nýrri færni.
Meira

Einhverstaðar einhvern tímann aftur

Kvennakórinn Sóldís var stofnaður haustið 2010 af þremur konum í Skagfirði, þeim Drífu Árnadóttur á Uppsölum, Írisi Olgu Lúðvíksdóttur í Flatatungu og Sigurlaugu Maronsdóttur á Sauðárkróki. Á hverju ári frá stofnun hefur kórinn frumflutt prógramm söngársins á konudaginn og boðið upp á kaffihlaðborði eftir tónleika. Nú verður engin breyting á.
Meira

Frumsýning í kvöld

Nemendafélag Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra frumsýnir leikrit, eftir samnefndri kvikmynd „Með allt á hreinu“ í kvöld fimmtudaginn 22. febrúar í Bifröst á Sauðárkróki. Íslensk kvikmyndaklassík frá 1982 eftir Ágúst Guðmundsson, Eggert Þorleifsson og Stuðmenn. Tónlistar- og grínmynd sem fjallar um tvær hljómsveitir, Stuðmenn og Gærurnar (réttu nafni Grýlurnar), ástir og afbrýði meðlima þeirra og spaugilegar uppákomur í ferðalagi þeirra um Ísland.
Meira

Fannar Örn Kárason spilar með Úrvalsliði Norðurlands

Þessa dagana eru nokkur ungmenni fædd 2010 frá Knattspyrnudeild Tindastóls á æfingum í Boganum á Akureyri en þau hafa verið á reglulegum æfingum hjá Hæfileikamótun KSÍ í vetur.
Meira

Skipulagsnefnd Skagafjarðar boðar til íbúafundar

Skipulagsnefnd Skagafjarðar boðar til íbúafundar miðvikudaginn 28. febrúar kl. 17-18 í samstarfi við Kiwanisklúbbinn Freyju í stóra salnum/fundarsal Skagafjarðar, Sæmundargötu 7a (2. hæð) á Sauðárkróki.
Meira

Gul viðvörun

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir Strandir og Norðurland vestra
Meira

Bókamarkaður í Safnahúsinu

Héraðsbókasafn Skagfirðinga auglýsir bókamarkað í Safnahúsinu. 
Meira