V-Húnavatnssýsla

Vatnsnes Trail Run Utanvegahlaup

Einn af fjölmörgum áhugaverðum viðburðum á Eldi í Húnaþingi er „Vatnsnes Trail Run” sem er utanvegahlaup í Húnaþingi vestra. Hlaupið fer fram á föstudaginn 25.7. Boðið er upp á þrjár vegalengdir: 20+ km, 10km og fjölskylduhlaup. Í 10 km og 20+ km hlaupunum verður hlaupið frá Félagsheimilinu á Hvammstanga fallega leið upp í Kirkjuhvamm og svo halda leiðirnar áfram upp fjallið. í 1,5 km fjölskylduhlaupinu er einnig hlaupið frá Félagsheimilinu á Hvammstanga. Skemmtilegur viðburður fyrir náttúruunnendur og hlaupara á öllum getustigum.
Meira

Frábært framtak á folf-vellinum á Hvammstanga

Sagt er frá því á vef Húnaþings vestra að nú á dögunum tóku nokkrir vaskir menn sig saman og smíðuðu palla á folf-völlinn á Hvammstanga. „Það er ánægjulegt að sjá svona frumkvæði hjá þessum óeigingjörnu sjálfboðaliðum. Sveitarfélagið færir öllum hlutaðeigandi sínar bestu þakkir,“ segir í fréttinni.
Meira

Austfirðingar fengu á baukinn á Blönduósi

Lið Kormáks/Hvatar fékk Austfirðinga í heimsókn á Blönduós í gærdag. Húnvetningar áttu harma að hefna eftir að lið KFA fór vægast sagt illa með gesti sína í fyrstu umferð 2. deildar og vann leikinn 8-1. Leikurinn í gær var um margt líkur fyrri leiknum nema nú voru liðsmenn KFA sem fóru hnípnir heim með skottið á milli lappanna eftir 5-1 tap.
Meira

Húnvetningar dansa á Spáni

Eins og Feykir hefur sagt frá áður þá fór góður hópur af húnvetnskum krökkum til Spánar að keppa í dansi og eru þau nýkomin heim úr þeirri ferð. Feykir hafði samband við eina úr hópnum, Íseyju Waage sem á heima í Skálholtsvík í Húnaþingi vestra og spurði hana út í þetta ævintýri.
Meira

Fimmtán íbúðir bætast við á Hvammstanga

Byggðarráð Húnaþings vestra tók þann 7. júlí fyrir umsókn um byggingarleyfi fyrir tveggja hæða fjölbýlishús að Norðurbraut 15 á Hvammstanga. Húsið er fyrirhugað með samtals 10 íbúðum, fimm á hvorri hæð. Að sögn Unnar Valborgar Hilmarsdóttur sveitarstjóra í Húnaþingi vestra eru að fara í gang tvö verkefni í tengslum við húsnæðisuppbyggingu á Hvammstanga.
Meira

Tæknismiðjan á Hvammstanga opnar í ágúst

Í ágúst verður tæknismiðjan í samfélagsmiðstöðinni á Hvammstanga opnuð. Í tilkynningu á heimasíðu Húnaþings vestra segir að þar fái nemendur og íbúar tækifæri til að læra um þrívíddarprentun, forritun, hönnun, nýsköpun o.fl. Um er að ræða tilraunaverkefni til eins árs til að þróa tæknismiðjuna og hvetjum við íbúa til að taka þátt þegar nánari dagskrá verður auglýst.
Meira

Enginn derbíleikur norðanliðanna í átta liða úrslitum

Eins og Feykir hefur sagt frá þá tryggðu bæði Kormákur/Hvöt og Tindastóll sér sæti í Fótbolti.net bikarnum með góðum sigrum í hörkuviðureignum í gærkvöldi. Dregið var í átta liða úrslit keppninnar í hádeginu í dag og þar varð ljóst að draumaviðureign margra á Norðurlandi vestra verður í það minnsta ekki í átta liða úrslitum.
Meira

Húnvetningar með sigurmark í seiglutíma

Það voru ekki bara Stólarnir sem komust í átta liða úrslit Fotbolti.net bikarsins í gærkvöldi því lið Kormáks/Hvatar hafði betur gegn liði Árbæjar á Domusnovavellinum eftir dramatík og markaveislu. Húnvetningar voru yfir 1-3 í hálfleik en heimamenn náðu að jafna í blálokin en víti í bláblálokin tryggði Kormáki/Hvör framhaldslíf í keppninni. Lokatölur 3-4.
Meira

Leik og sprell á Króknum

„Leik og Sprell er söng- og leiklistarnámskeið sem ferðast vítt og breitt um landið og er opið fyrir börn og unglinga á aldrinum 6-13 ára. Allir fá tækifæri til að syngja, leika og sprella,“ segir í tilkynningu á Facebook. Námskeiðið verður í boði á Sauðárkróki dagana 28. júlí til 1. ágúst frá kl. 9-12.
Meira

Það er örugglega allt þokunni að þakka

Í fréttum í vikunni var sagt frá því að varað væri við bikblæðingum um land allt. Þegar umferðarkort Vegagerðarinnar er skoðið þá lítur út fyrir, í það minnsta í dag, að engar bikblæðingar geri ökuþórum lífið leitt á Norðurlandi vestra. Eingöngu er varað við steinkasti í Blönduhlíðinni í Skagafirði en þar hefur verið unnið að því að leggja klæðingu á smá kafla á þjóðvegi 1.
Meira