V-Húnavatnssýsla

Opið fyrir styrkumsóknir vegna svæðisbundinnar flutningsjöfnunar

Á heimasíðu Byggðastofnunar segir að nú hefur verið opnað fyrir styrkumsóknir vegna svæðisbundinnar flutningsjöfnunar. Lögbundinn lokafrestur umsókna vegna flutningskostnaðar árið 2024 er 31. mars 2025. Athugið að ekki er tekið við umsóknum sem berast eftir þann tíma.
Meira

Valentínusardagurinn er í dag

Valentínusardagurinn er í dag en hann er helgaður ástinni á messudegi heilags Valentínusar 14. febrúar ár hvert og á uppruna sinn að rekja til Evrópu á 14. öld. Meðal þess sem hefðbundið er að gera þennan dag er að senda sínum heittelskaða, eða sinni heittelskuðu, gjafir á borð við blóm og konfekt og láta valentínusarkort fylgja með. Á Wikipedia kemur fram að þessar hefðir eigi uppruna sinn í Bretlandi, Frakklandi og Bandaríkjunum en í öðrum löndum gilda aðrar hefðir og sums staðar er dagurinn helgaður vináttu í stað ástar.
Meira

Fyrsta grásleppan komin á land í Skagafirði

Fyrsta grásleppulöndunin var í Skagafjarðarhöfnum á Króknum í gær og var það aflaklóin Steindór Árnason á Hafey SK 10 sem lagði inn um 100 kg. Venjan hefur verið síðastliðin ár að grásleppuvertíðin byrji ekki fyrr en í lok mars en í fyrra, í júní, var kvóta­setn­ing teg­und­ar­inn­ar samþykkt á Alþingi.
Meira

Brasilíumaður í bleikt

Feykir gaf í skyn fyrr í vikunni að ekki væri ólíklegt að lið Kormáks/Hvatar yrði búið að bæta við leikmanni áður en liðið spilaði fyrsta leik sinn í Lengjubikarnum nú um helgina. Það stóð heima því meistaraflokksráð Kormáks Hvatar hefur gengið frá samningum við brasilíska sóknarmiðjumanninn Matheus Bettio Gotler um að leika með liðinu í sumar.
Meira

Ruslatunnur sem gleðja augað

Sumarið 2023 fór Sveitarfélagið Skagaströnd af stað með nokkur bráðskemmtilegt verkefni með krökkunum í Vinnuskólanum. Verkefnið sem hefur vakið hve mesta eftirtekt eru listaverkin sem máluð voru á ruslatunnur bæjarins. Það er ekki furða því ruslatunnur eru yfirleitt í hefðbundum grænum lit sem enginn er að spá í nema sá sem þarf að losa sig við eitthvað í þær. 
Meira

Leikur í kvöld !

Í kvöld fimmtudaginn 13. febrúar er ekki bara verið að frumsýna Rocky Horror í Bifröst, heldur tekur mfl. karla Tindastóll á móti Þór Þorlákshöfn í Síkinu.
Meira

Karólína í Hvammshlíð fær styrki til þróunarverkefna í sauðfjárrækt

Matvælaráðuneytið úthlutaði nýverið rúmum 172 milljónum króna til 51 þróunarverkefnis á árinu 2024. Um er að ræða 23 verkefni í sauðfjárrækt, 16 í nautgriparækt og níu í garðyrkju.
Meira

Forsendur nærandi ferðaþjónustu og framtíðarsýn atvinnugreinarinnar

Dagana 11.-13. mars fer fram ráðstefna á Siglufirði og Hólum í Hjaltadal, á vegum Nordic Regenerative Tourism, sem er samstarfsverkefni fimm Norðurlanda, fjármagnað af norrænu ráðherranefndinni og stýrt af Íslenska Ferðaklasanum, þar sem þátttakendur fá innsýn í forsendur nærandi ferðaþjónustu og framtíðarsýn atvinnugreinarinnar.
Meira

Skáksamband Íslands gaf Húnaskóla taflsett og skákklukkur

Skáksamband Íslands kom færandi hendi í Húnaskóla þriðjudaginn var en heimsóknin er liður í undirbúningi fyrir 100 ára afmæli Skáksambandsins sem verður þann 23. júní í Húnabyggð. Það voru þeir Gunnar Björnsson og Björn Ívar Karlsson sem komu fyrir hönd Skáksambandsins með tíu taflsett og tíu skákklukkur sem nemendur skólans geta nú notað í frítíma sínum í skólanum.
Meira

Myndasamkeppni Húnaþings vestra

Húnaþing vestra óskar eftir myndum til að birta í kynningarefni, á heimasíðu og samfélagsmiðlum sveitarfélagsins. Markmið keppninnar er að auka flóru myndefnis sem birt er í skýrslum, fréttum og öðru á vegum Húnaþings vestra. Frestur til að senda inn er til 28. febrúar 2025 og er því um að gera að fara yfir bæði gamlar og nýjar myndir eða taka upp myndavélina og byrja að mynda strax í dag. 
Meira