V-Húnavatnssýsla

Mataruppskriftir sem gera gott laugardagskvöld enn betra!

Matgæðingar í tbl 38 2020 eru þau Viktor Guðmundsson og Ragna Fanney Gunnarsdóttir. Þau eru búsett á Sauðárkróki og eiga þrjú börn. Viktor er matreiðslumaður á Málmey Sk 1 og sér einnig um eldamennskuna þegar hann er í landi. Ragna er leik- og grunnskólakennari og vinnur í Árskóla. Hún hefur meira gaman af því að gera eftirréttina og sósurnar og reynir að komast af með sem minnsta eldamennsku þegar Viktor er á sjónum.
Meira

Samstaða og bjartsýni í Húnaþingi vestra - Áskorandi Guðmundur Haukur Sigurðsson Hvammstanga

Í upphafi nýs árs þá tíðkast gjarnan að líta um öxl og eins að horfa aðeins fram á veginn. Við hér í Húnaþingi vestra höfum tvö síðustu ár þurft að fást við ýmiss krefjandi verkefni sem reynt hafa á íbúana og þeir sýnt hvers þeir eru megnugir. Rifjum upp þrennt sem mér finnst standa upp úr.
Meira

Ert þú með nikkelóþol?

Ef þú færð húðertingu undan skartgripum sem eru óekta þá eru ágætar líkur á því að þú sért einnig með óþol fyrir nikkelríkri fæðu. Já þú last rétt... það leynist nikkel í mörgum fæðutegundum sem við neytum á hverjum degi og fyrir þann sem er að taka til í mataræðinu sínu með að borða hollari fæðutegundir getur þetta óþol ruglað marga í rýminu því það leynist nikkel í mörgu sem er hollt.
Meira

Sterkir innviðir – góð búsetuskilyrði

Í starfi mínu í bæjarstjórn Vesturbyggðar er mér tíðrætt um innviði og uppbyggingu þeirra. Hvers vegna? Segja má að umræða um mál tengd innviðum sé algeng í mínu nærumhverfi þar sem hnignun hafði verið viðvarandi um nokkurt skeið í sveitarfélaginu. Það sem gerist við slíkar aðstæður er að innviðir fúna.
Meira

MS gert að greiða 480 milljónir í ríkissjóð

Í gær kvað Hæstiréttur upp dóm í máli Mjólkursamsölunnar ehf. gegn Samkeppniseftirlitinu og íslenska ríkinu þar sem deilt var um hvort MS hefði misnotað markaðsráðandi stöðu sína með því að selja hrámjólk til vinnslu mjólkurafurða á hærra verði til keppinauta en til eigin framleiðsludeildar og tengdra aðila. Á heimasíðu réttarins segir að í dómnum hafi verið talið að MS hefði verið í markaðsráðandi stöðu á viðkomandi markaði og var Samkeppniseftirlitið sýknað af kröfum Mjólkursamsölunnar ehf.
Meira

Mette og Skálmöld frá Þúfum tóku fjórganginn

Fyrsta mót ársins í Meistaradeild KS fór fram í Reiðhöllinni Svaðastöðum í gærkvöldi þar sem keppt var í fjórgangi. Mette Mannseth og Skálmöld frá Þúfum stóðu uppi sem sigurvegarar, þriðja árið í röð.
Meira

Forræðishyggja fortíðarinnar – Leiðari Feykis

Eftir marga magra Covid-mánuði í leikhúsum á Norðurlandi vestra setti Nemendafélag Fjölbrautaskólans loks upp sýningu í Bifröst, sem tókst í alla staði vel. Sagan er nokkuð klisjukennd en varð fræg í bíómynd frá árinu 1984 og kallast Footloose upp á enskuna. Ég veit svosem ekki hvort eða hvernig myndin hefur verið þýdd á okkar ásthýra mál en mér dettur í hug Fótafimi eða Lappalausung eða kannski bara í anda þess tíma Dansandi grallaraspóar.
Meira

Öflug samvinna um farsæld barna

Þessa dagana er til umfjöllunar í velferðarnefnd frumvarp frá Ásmundi Einari Daðasyni félags- og barnamálaráðherra um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Með fylgir frumvarp um stofnun Barna- og fjölskyldustofu og frumvarp um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála.
Meira

Fjölgar kórónuveirufaraldurinn störfum á landsbyggðinni?

Á undanförnum vikum hefur færst í vöxt að stofnanir auglýsi störf sem ekki eru bundin við starfsstöðvar á höfuðborgarsvæðinu. Persónuvernd auglýsti tvö störf á Húsavík, Ferðamálastofa auglýsti sömuleiðis tvö störf án staðsetningar nýverið og Samband íslenskra sveitarfélaga er þegar þetta er skrifað með þrjú störf í umsóknaferli sem öll eru án staðsetningar.
Meira

Nýtt riðutilfelli í Húnaþingi

Riðuveiki hefur verið staðfest í Húnaþingi vestra í Vatnsneshólfi en síðast greindist riða í hólfinu árið 2015. Matvælastofnun vinnur nú að öflun upplýsinga og undirbúningi aðgerða. Á heimasíðu Matvælastofnunar kemur fram að riðan hafi greinst í sýni úr kind frá bænum Vatnshóli en á bænum eru nú um 925 fjár. Bóndinn hafði samband við Matvælastofnun sem tók sýni úr kindinni og sendi á Tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum þar sem riðuveiki var staðfest.
Meira