V-Húnavatnssýsla

Forkynning deiliskipulagstillögu fyrir hluta jarðarinnar Flatnefsstaðir á Vatnsnesi

Selasetur Íslands hefur látið vinna deiliskipulagstillögu fyrir nýjan sela- og náttúruskoðunarstað á Flatnefsstöðum og er skipulagssvæðið um 90 ha að flatarmáli. Skipulagsgögnin samanstanda af tveimur skipulagsuppdráttum og greinargerð frá Landslagi ehf. ásamt fornleifaskýrslu.
Meira

Segja ástand Vatnsnesvegar jaðri við barnaverndarmál

Fundur íbúa við þjóðveg 711, Vatnsnes og Vesturhóp í Húnaþingi vestra, var haldinn 10. október 2018 að Hótel Hvítserk í Vesturhópi. Tildrög fundarins var afleitt ástand á vegi 711 og mættu íbúar frá flestum bæjum við veginn og þess má geta að margt var af ungu fólki sem býr á svæðinu. Miklar umræður urðu á fundinum og eru helstu niðurstöður þessar:
Meira

Vöðvasullur í sauðfé

Vöðvasullur hefur greinst í fé frá nokkrum bæjum við heilbrigðiseftirlit á sláturhúsum. Þessi sullur er ekki hættulegur fólki en veldur tjóni vegna skemmda á kjöti. Um er að ræða blöðrur í vöðvum sem innihalda lirfustig bandorms sem lifir í hundum. Brýnt er fyrir hundaeigendum að láta ormahreinsa hunda sína.
Meira

Sláturbasar til styrktar starfi Krabbameinsfélagins

Sláturbasar Krabbameinsfélags Hvammstangalæknishéraðs verður haldinn á morgun, þann 13. október. Basarinn verður haldinn í Félagsheimilinu á Hvammstanga og hefst hann klukkan 13:00.
Meira

Selur dagatöl til að fjármagna dráttarvélakaup

Það er alþekkt að sauðfjárbændur þurfa að hafa allar klær úti til að reka bú sín og fjármagna tækjakaup. Einn slíkur hefur útbúið skemmtilegt dagatal sem er í senn fallegt, skemmtilegt og fróðlegt og afraksturinn fer upp í dráttarvélarkaup.
Meira

Haustþing leikskóla á Norðurlandi vestra

Föstudaginn 5. október sl. var haustþing leikskóla á Norðurlandi vestra haldið í Húnavallaskóla. Þingið sóttu 110 starfsmenn leikskólanna og var boðið upp á fyrirlestra og málstofur. Aðalfyrirlestur dagsins var „Hvernig sköpum við sterka liðsheild“ og voru það þau Anna Steinsen og Jón Halldórsson frá KVAN sem fluttu hann.
Meira

Háskólinn á Hólum með brautskráningu að hausti

Föstudaginn 5, október sl. hlutu tíu manns diplómugráðu frá Háskólanum á Hólum, af þremur mismunandi námsleiðum. Frá Ferðamáladeild brautskráðust fjórir með diplómu í viðburðastjórnun og tveir með diplómu í ferðamálafræði. Fjórir bættust í hóp diplómuhafa í fiskeldisfræði, frá Fiskeldis- og fiskalíffræðideild.
Meira

Íslenskur landbúnaður í Laugardalshöll

Stórsýningin Íslenskur landbúnaður 2018 verður haldin í Laugardalshöll 12. til 14. október næstkomandi. Seinasta stóra stóra landbúnaðarsýning var haldin í Höllinni 1968 eða fyrir 50 árum. Sú sýning var einstaklega vel sótt af borgarbúum og bændum.
Meira

Lokað hjá Sýslumanni á föstudaginn

Skrifstofur sýslumannsins á Norðurlandi vestra á Blönduósi og á Sauðárkróki verða lokaðar föstudaginn 12. október vegna námskeiðs hjá starfsfólki.
Meira

Gestafjöldi í sundlaugum svipaður í ár og á síðasta ári

Þrátt fyrir að veðrið hafi ekki beinlínis leikið við okkur hér á vestanverðu Norðurlandi síðasta sumar virðiðst aðsókn í sundlaugar svæðisins vera síst lakari en á síðasta ári. Feykir hafði samband við forstöðumenn íþróttamiðstöðva á svæðinu og forvitnaðist um aðsóknartölur fyrir sumarið.
Meira