V-Húnavatnssýsla

Komu ferðamönnum til aðstoðar á Vatnsnesi

Björgunarsveitin Húnar á Hvammstanga brugðust við aðstoðarbeiðni frá lögreglu seinni partinn í gær við að aðstoða ferðamenn sem lentu í hremmingum við Geitafelli á Vatnsnesi. Á Facebook síðu Húna segir að ferðamennirnir, sem voru á bílaleigubíl, höfðu lent utan vegar og gott að ekki fór verr.
Meira

Stemningsmyndir frá stóðréttum í Víðidal

Um helgina var mikil stemning í einni stærstu stóðrétt landsins, í Víðidal í Húnaþingi vestra. Á föstudeginum kom stóðið af Víðidalstunguheiði og því smalað til byggða þar sem mikill fjöldi fólks sem fylgir því jafnan síðasta spölinn til réttar.
Meira

Vilja göng undir þjóðveg 1

Á fundi landbúnaðarráðs Húnaþings vestra þann 1. október sl. var rætt um nauðsyn þess að Vegagerðin láti gera undirgöng undir þjóðveg 1, þar sem umferð hefur aukist gríðarlega.
Meira

Menningarkvöld NFNV á föstudaginn

Hið árlega Menningarkvöld NFNV verður haldið föstudaginn 9. október í Íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Kynnir kvöldsins er Jóhannes Haukur, á dagskrá kvöldsins er body paint, dragshow, BMX bros og tónlistar atriði.
Meira

Stóðréttir í Víðidalstungurétt á morgun

Stóðréttir fara fram í Víðidalstungurétt á morgun, laugardaginn 3. október, og er það mikið tilhlökkunarefni fyrir þá sem sækja ár hvert. Réttarstörf hefjast kl. 10:00.
Meira

Það var kannski ekkert að þessu sumri?

Á nýjum vef Feykis gefst lesendum kostur að taka þátt í netkönnunum – í það minnsta svona annað veifið. Kannanirnar eru fyrst og fremst hugsaðar sem skemmtiefni á vefnum, enda ekki verulega áreiðanlegar til að komast að lýðræðislegri niðurstöðu. Í fyrstu könnuninni vildum við komast að því hvað lesendum hefði fundist um sumarið sem var að líða.
Meira

Af gefnu tilefni

Þar sem Feykir er til umræðu á öðrum stað í blaðinu vil ég koma á framfæri nokkrum atriðum og svara gagnrýni sem fram kemur í aðsendri grein Arnar Ragnarssonar framkvæmdastóra lækninga hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands.
Meira

Komu kvígu til aðstoðar

Björgunarsveitin Húnar á Hvammstanga aðstoðuðu við að draga kýr sem hafði fallið í haughús. „Það er ekki hægt að vera með neinn pempíuskap þegar belja fellur í haughús,“ segir á vef Landsbjargar.
Meira

Opið hús í Farskólanum við Faxatorg – leiðrétt dagsetning

Á morgun, föstudaginn 2. október, býður Farskólinn gesti velkomna á milli kl. 17:00-18:00 til að kynna sér námskeið og námsleiðir, raunfærnimat, náms- og starfsráðgjöf, fræðslusjóði stéttarfélaga og fleira. Fram kemur í Sjónhorninu í dag að opið hús sé 29. september, það mun ekki vera rétt og leiðréttist það hér með.
Meira

Sextán sóttu um stöðu framkvæmdastjóra SSNV

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) auglýstu í upphafi mánaðarins eftir framkvæmdastjóra og rann umsóknarfrestur út þann 21. september. Samkvæmt fréttatilkynningu sóttu 16 um starfið og eru þeir eftirfarandi:
Meira