V-Húnavatnssýsla

Húnaþing vestra aðili að samkomulagi við Klappir Development

Á sveitarstjórnarfundi Húnaþings vestra samþykkti á sveitarstjórn að gerast aðili að samkomulagi sveitarfélaganna í Austur-Húnavatnssýslu og Klappa Development ehf. Jafnframt var á fundinum lögð fram bókun um atvinnuuppbyggingu á Norðurlandi vestra.
Meira

„Mikið framfaraár hjá lögreglunni“

Um áramót gengu í gildi einar umfangsmestu breytingar í sögu lögreglunnar þegar fullur aðskilnaður varð á milli sýslumanna og lögreglunnar. Lögreglan á Blönduósi og Sauðárkróki voru sameinaðar í Lögregluna á Norðurlandi vestra með aðalaðsetur á Sauðárkróki. Páll Björnsson var skipaður í embætti lögreglustjóra en hann á langan starfsferil að baki sem sýslumaður á Höfn í Hornafirði.
Meira

Fundir um vegamál á Norðurlandi

Markaðsstofa Norðurlands er nú orðinn tengiliður ferðaþjónustunnar á Norðurlandi við Vegagerðina. Samkvæmt fréttatilkynningu frá Markaðsstofunni gefur þetta samkomulag, sem gert var við Vegagerðina, ferðaþjónustunni tækifæri á að koma á framfæri sínum áherslum varðandi þjónustu, viðhald og uppbyggingu vegakerfisins.
Meira

Réttir helgarinnar

Framundan er enn einn réttarhelgin, þar sem réttað verður í nokkrum fjár- og stóðréttum á Norðurlandi vestra. Stóðréttir í Skrapatungurétt verða á sunnudaginn, 20. september, og fjárréttir í Hvalsárrétt í Hrútafirði á laugadaginn kemur, 19. september.
Meira

Beinar rútuferðir milli Keflavíkurflugvallar og Akureyrar næsta vor

Ferðaþjónustufyrirtækið Gray Line hefur ákveðið að hefja beinar áætlunarferðir milli Akureyrar og Keflavíkurflugvallar næsta vor. Í apríl og maí verður ekið þrisvar í viku en daglega yfir sumarið fram í miðjan september.
Meira

Hver er þín uppáhalds hreyfing? – Hreyfivika í næstu viku

Hreyfivika UMFÍ fer fram dagana 21.-27.september næstkomandi. Hreyfivikan er hluti af stóru lýðheilsuverkefni sem fram fer um gjörvalla Evrópu á sama tíma. Markmiðið er að fá hundrað milljónir fleiri Evrópubúa til að hreyfa sig reglulega fyrir árið 2020.
Meira

Spánverjavíg og skólabúðakennsla

Á fésbókarsíðu Byggðasafns Húnvetninga og Strandamanna á Reykjum í Hrútafirði er vakin athygli á því að í sumar var sett upp sýning í anddyri safnsins í samvinnu við Baskavinafélagið á Íslandi. Sýningin fjallar um Spánverjavígin sem framin voru á Vestfjörðum fyrir 400 árum. „Baskarnir stunduðu hvalveiðar og sagan tengist Ströndunum sem eru á okkar safnasvæði,“ segir á fésbókarsíðu safnsins.
Meira

Víðidalstungurétt og Hamarsrétt í myndum

Blíðskaparveður var síðastliðinn laugardag þegar réttað var víða um landshlutann. Meðfylgjandi myndir tók Anna Scheving í Víðidalstungurétt og Hamarsrétt á Vatnsnesi í Húnaþingi vestra, eins og myndirnar bera með sér var bjart yfir mönnum og skepnum þennan fallega dag.
Meira

Tónleikar í Hvammstanga- og Blönduóskirkju

Tónleikar á vegum Soroptimistaklúbbsins við Húnaflóa verða haldnir fimmtudagskvöldið 17. september í Hvammstangakirkju og föstudagskvöldið 18. september í Blönduóskirkju. Tónleikarnir hefjast kl. 20:00.
Meira

Nýr vefur Feykis.is í loftið

Velkominn á nýjan vef Feykis.is. Undanfarna mánuði hefur verið unnið að endurhönnun á vefmiðlinum til að vera takti við nútímann og hefur afraksturinn litið dagsins ljós. Helsta breytingin felst í liprari framsetningu efnis á vefnum en áður og er Feykir.is nú aðgengilegri í snjallsímum og spjaldtölvum.
Meira