Fréttir

Sýslu- og sóknalýsingar Húnavatnssýslu

Húnahornið segir frá því að Sögufélag gefur út endurskoðaða útgáfu sýslu- og sóknalýsinga Húnavatnssýslu, skráðar 1839 og næstu ár þar á eftir. Það eru þeir Jón Torfason og Svavar Sigmundsson sem sáu um útgáfuna.
Meira

Varað við hálku á fjallvegum norðanlands

Bíll fór út af og valt í morgun á Öxnadalsheiði en þar er nú flughált. Ökumaðurinn var samkvæmt upplýsingum einn í bílnum og hlaut ekki alvarleg meiðsl. Það er haustbragur á veðrinu þessa dagana enda komið fram yfir miðjan september svo það kemur ekki á óvart. Á vef Vegagerðarinnar má sjá að nú í morgun er varað við hálku á fjallvegum.
Meira

„Ef leikurinn tapast verður veturinn þungur og erfiður“

Það er leikur á föstudaginn. Neinei, ekki körfuboltaleikur. Það er sjaldgæfur undanúrslitaleikur og alvöru grannaslagur í Fótbolti.net bikarnum. Ef þessi leikur væri frímerki þá væru allir safnararnir óðir og uppvægir í að komast yfir hann. Við erum að tala um aðra innbyrðisviðureign Tindastóls og Kormáks/Hvatar í sögunni. Slagurinn um montréttinn á Norðurlandi vestra. Feykir tók púlsinn á varafyrirliða Kormáks/Hvatar, Sigurði Pétri Stefánssyni, og spurði meðal annars hvað hann gæti sagt okkur fallegt um lið Tindastóls...
Meira

Stjörnumenn heimsækja Síkið í kvöld

Mögulega eru ennþá einhverjir með óbragð í munninum eftir síðustu heimsókn Stjörnumanna í Síkið en það hefur aldrei skilað nokkrum einasta árangri að dvelja við það sem liðið er og í kvöld ætla Garðbæingarnir að heimsækja okkur og spila æfingaleik við meistaraflokk Tindastóls. Hefjast leikar eins og vant er 19:15 og þið þekkið þetta borgarar verða á grillinu og Indriði til aðstoðar fyrir árskortshafa.
Meira

Inga Valdís Tómasdóttir látin

Ein af drottningum Sauðárkróks, Inga Valdís Tómasdóttir, lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands vestra á Sauðárkróki þann 9. september síðastliðinn, þá nýorðin 88 ára gömul. Inga Valdís var gift Helga Rafni Traustasyni sem var kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga þegar hann lést árið 1981, langt fyrir aldur fram. Útför Ingu fer fram frá Sauðárkrókskirkju mánudaginn 6. október og hefst klukkan 13.
Meira

Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra auglýsir eftir umsóknum

Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna ársins 2026. Hægt er að sækja um atvinnuþróunar- og nýsköpunarstyrki, verkefnastyrki á menningarsviði og stofn- og rekstrarstyrki á menningarsviði.
Meira

Miðasalan hafin á Jólin heima

Nú fyrir stundu hófst miðasalan á jólatónleikana Jólin heima hér hjá okkur á  feykir.is. Í fyrra seldist upp svo nú er um að gera að tryggja sér miða og missa ekki af þessari tónlistarveislu. 
Meira

Væri til í að syngja Shallow með Bubba Morthens | RAGNHILDUR SIGURLAUG

Nú er það stúlkan sem söng fyrir hönd Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra í Söngkeppni framhaldsskólanna nú í vor sem svarar Tón-lystinni. Ragnhildur Sigurlaug Guttormsdóttir frá Grænumýri í Blönduhlíð er fædd snemma árs 2007 og þar bjó hún alveg þar til hún fór í framhaldsskóla. „En svo býr kærastinn minn, Elvar Már, í Vatnsdal í Húnavatnssýslunni og þar bý ég allavega núna í sumar,“ segir Ragnhildur Sigurlaug.
Meira

Þekja Ásgarðs steypt

Feykir sagði frá því á mánudag að framkvæmdir við Ásgarð í Skagastrandarhöfn gangi vel. Í gær var síðan enn eitt skrefið stígið í endurbyggingunni þegar hafist var handa við að steypa planið.
Meira

Oft lent harðar en þetta

Eins og sagt hefur verið frá varð flugslys á Blönduósflugvelli nú á mánudag og voru þeir fjórir sem um borð voru færðir á sjúkrahúsið á Blönduósi til skoðunar. Í frétt á Húnahorninu segir að allir fjórir hafi gengið frá borði óstuddir og enginn þurft að leggjast á sjúkrabörur. Það var sjálfur sagnameistarinn Magnús Ólafsson á Sveinsstöðum sem flaug vélinni en með honum voru þrír bændur sem voru að leita að fé.
Meira