List fyrir alla auglýsir eftir umsóknum
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Fréttir
14.02.2024
kl. 13.42
Á vef SSNV segir frá að List fyrir alla auglýsir eftir umsóknum um listviðburði eða verkefni á sviði barnamenningar fyrir grunnskólabörn. Starfandi listafólk, stofnanir og aðrir lögaðilar er sinna barnamenningu á einhvern hátt geta sótt um. Umsóknarfrestur er til 17. mars 2024. Valnefnd fer yfir umsóknir. List fyrir alla hefur samtal við þau verkefni sem valnefnd velur. Í framhaldi af því verður útbúinn samningur um greiðsluþætti sem List fyrir alla sér um, svo sem ferðakostnað, laun og uppihald.
Meira
