A-Húnavatnssýsla

Veður versnar í kvöld og færð gæti spillst

Gul veðurviðvörun tekur gildi á Norðurlandi vestra og Ströndum nú kl. 18:00 en Veðurstofan gerir ráð fyrir norðan 13-20 m/s á svæðinu með snjókomu og skafrenning, einkum til fjalla. Búast má við lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám. Viðvörunin stendur til kl. 14:00 á morgun, mánudag.
Meira

Skandall sigraði Söngkeppni framhaldsskólanna fyrir hönd MA

Söngkeppni framhaldsskólanna fór fram í kvöld í Háskólabíói í Reykjavík. Í fyrra var það Emelíana Lillý sem söng til sigurs fyrir FNV en hljóðneminn góði fór ekki langt því stúlknabandið Skandall, sem er hálfhúnvetnskt og keppti fyrir hönd MA, gerði sér lítið fyrir og sigraði með lagið Gervi ástin mín sem MUSE gerðu vinsælt undir nafninu Plug In Baby. Til hamingju Skandall!
Meira

„Hann skildi fá peysu í jólagjöf þó það væri ekki nema partar af henni“

Ása Björg Ingimarsdóttir er hornóttur Skagfirðingur og býr á Sauðárkróki ásamt kærasta og barnsföður sínum honum Grétari Þór Þorsteinssyni, hreinræktuðum Skagfirðingi langt aftur (ef hann væri hross fengist örugglega mikið fyrir hann, segir Ása), ásamt kærleikskraftaverkunum þeirri þremur og tíkinni Þoku. Ása er kvikmyndagerðarmaður frá Kvikmyndaskóla Íslands, ferðamálafræðingur og viðburðastjórnandi frá Háskólanum á Hólum. Þau fjölskyldan fluttu aftur heim á Sauðárkrók seint á Covid-árinu 2020, eftir margra ára búsetu í Reykjavík og Keflavík.
Meira

Tekist á um Húnavelli í sveitarstjórn Húnabyggðar

Húnahornið segir frá því að eignir Húnabyggðar á Húnavöllum séu ennþá til sölu og hafa áhugasamir aðilar verið að sýna þeim mikinn áhuga og tilboð hafa borist. Þetta hefur miðillinn upp úr fundargerð sveitarstjórnar frá fundi hennar sl. þriðjudag. Fram kemur að ekki hafi þó náðst að gera endanlegt samkomulag og því hefur verið ákveðið að leigja eignirnar tímabundið.
Meira

Ragnhildur Sigurlaug og Skandall taka þátt í Söngkeppni framhaldsskólanna

Söngkeppni framhaldsskólanna fer fram á morgun, laugardaginn 12. apríl, í Háskólabíó. Keppnin verður í beinni útsendinu í Sjónvarpinu og verður mikill metnaður lagður í keppnina í ár. Allt stefnir í glæsilega hátíð framhaldsskólanema en í það minnsta tvö atriði eru rösklega tengd Norðurlandi vestra. Fulltrúi Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra er Blöndhlíðingurinn Ragnhildur Sigurlaug Guttormsdóttir og síðan er það hljómsveitin Skandall sem keppir fyrir hönd MA en hún er að hálfu leyti skipuð húnvetnskum stúlkum.
Meira

LNV og Sýslumaður hlutu Byggðagleraugun 2025

Á ársþingi SSNV sem fór fram í Gránu á Sauðárkróki síðastliðinn miðvikudag voru Byggðagleraugun 2025 afhent. Að þessu sinni kom viðurkenningin í hlut tveggja skildra aðila; Lögreglunnar á Norðurlandi vestra og Sýslumannsembættisins á Norðurlandi vestra. Björn Hrafnkelsson staðgengill sýslumanns, Ásdís Ýr Arnardóttir sérfræðingur og Pétur Björnsson yfirlögregluþjónn tóku við viðurkenningunni fyrir hönd embættanna.
Meira

Vel heppnað ársþing SSNV fór fram í Gránu í gær

33. ársþing SSNV var haldið í gær í Gránu á Sauðárkróki og tókst vel til. Í frétt á vef SSNV segir að góð mæting hafi verið á þingið en á meðal gesta voru kjörnir fulltrúar á Norðurlandi vestra og fjöldi annarra góðra gesta.
Meira

Húsfyllir á opnum fundi með Hönnu Katrínu og Bændasamtökunum

Húsfyllir var í Félagsheimilinu á Blönduósi í gær á opnum fundi atvinnuvegaráðherra og Bændasamtakanna, sem ber heitið Frá áskorunum til lausna. Húnahornið segir frá því að Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra og Bændasamtök Íslands hafi hafið fundaröð um landið sl. mánudag en tilgangurinn er að bjóða bændum til samtals um áskoranir og lausnir í landbúnaði. Alls verða fundirnir sjö á landsbyggðinni.
Meira

Skandall í Sauðárkrókskirkju

Það er óhætt að segja að hefð sé orðin fyrir því að tónleikar séu haldnir að kvöldi skírdags í Sauðárkrókskirkju og verður ekki breyting á því í ár.
Meira

Stökkmót Smára verður laugardaginn 12. apríl

Þau leiðu mistök urðu við uppsetningu á Sjónhorni vikunnar að vitlaus dagsetning var í auglýsingu frá Ungmenna- og Íþróttafélaginu Smára. Hér kemur rétta auglýsingin en þau ætla að halda Stökkmót Smára í öldungaflokkum kvenna og karla innanhúss í Íþróttahúsinu í Varmahlíð laugardaginn 12. apríl 2025, kl. 11.
Meira