A-Húnavatnssýsla

Sex sóttu um embætti skólameistara Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra

Mennta- og barnamálaráðuneytinu bárust sex umsóknir um embætti skólameistara,  Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki.
Meira

Búvörulögin samkvæmt lögum að mati Hæstaréttar

Mbl.is segir frá því að Hæstirétt­ur sýknaði í dag ís­lenska ríkið af kröf­um Innn­es og sneri þannig dómi Héraðsdóms Reykja­vík­ur við í máli sem kennt hef­ur verið við bú­vöru­lög­in. Sam­kvæmt samþykktu frum­varpi til bú­vöru­laga í mars 2024 voru kjötaf­urðastöðvar undanþegn­ar sam­keppn­is­lög­um. Var lögunum breytt þar sem meirihluti þingmanna taldi einsýnt að nauðsynlegt væri að afurðastöðvum yrði gert kleift að ráðast í hagræðingu.
Meira

Varað við bikblæðingum á þjóðvegi 1

Sólin skín og það er hlýtt og notalegt á landinu. Flestir gleðjast yfir þessu og hafa verið glaðir í talsverðan tíma en það er ekki víst að ökumenn sú kátir. Lögreglan á Norðurlandi vestra vekur athygli á umtalsverðum bikblæðingum víðsvegar um umdæmið, sér í lagi í nágrenni Víðigerðis og Hvammstanga.
Meira

Áfram Tindastóll !!

„Krókurinn er fárveikur þegar kemur að körfubolta og við viljum ekki hafa það neitt öðruvísi,“ sagði Benedikt Guðmundsson þjálfari Tindastóls eftir síðasta heimaleik í viðtali við karfan.is. Heimaleikjarétturinn gefur okkur oddaleikinn í Síkinu í kvöld og nú er það stóra spurningin hvort verður það Tindastóll eða Stjarnan sem verður Íslandsmeistari í meistaraflokki karla í körfubolta þetta árið.
Meira

Vatnsfótbolti, VÆB-bræður og veltibíll meðal atriða á Hetjum hafsins

Það styttist í sjómannadaginn en venju samkvæmt ber hann upp á fyrsta sunnudegi í júní og í ár er það fyrsti dagur mánaðarins. Sumstaðar er svindlað pínu á þessu og haldið upp á sjómannadaginn á laugardegi og þá mögulega af praktískum ástæðum. Á Skagaströnd hefur sjómannadagurinn aftur á móti verið tekinn til kostanna og stendur hátíðin Hetjur hafsins yfir í fjóra daga, 29. maí til 1. júní, dagskráin þétt og nú er búið að kynna hana.
Meira

Húnabyggð styrkir nemendur í framhaldsnámi

Námsstyrkur er veittur ungmennum sem eiga lögheimili í Húnabyggð og voru í viðurkenndu framhaldsnámi vorönn 2025. Fram kemur í tilkynningu á haimasíðu Húnabyggðar að upphæð námsstyrs er 60.000kr. pr. önn og er styrkurinn greiddur út eftir hverja önn að staðfestri skólavist.
Meira

Sigurður Björgvinsson er skákmeistari Skagastrandar

Á vef Skagastrandar er sagt frá því að nýlega lauk Skákmóti Skagastrandar árið 2025 en keppendur vori átta talsins. Skákmeistari Skagastrandar var Sigurður Björgvinsson með 6 vinninga. Í öðru og þriðja sæti voru Halldór G. Ólafsson og Jens Jakob Sigurðarson með 5 vinninga.
Meira

Elvar Logi og Alli 5 ára !

Elvar Logi og Alli 5 ára, er heiti viðburðar sem blaðamaður rakst á á Facebook og gæti allt eins verið boð í afmæli hjá litlum fimm ára snáðum en svo er ekki. Þetta eru þeir Alli sóknarnefndarformaður Blönduóskirkju og Elvar Logi tónlistarkennari og hestamaður með meiru sem ætla að halda saman tónleika í Blöndóskirkju klukkan 17:00 á morgun, miðvikudag 21. maí, tónleikana halda þeir með Eyþóri organista kirkjunnar.
Meira

Hversu lítill fiskur yrðum við? | Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið tækju möguleikar okkar Íslendinga á að hafa áhrif á ákvarðanatöku innan þess einkum mið af íbúafjölda landsins. Þannig virkar einfaldlega kerfið innan sambandsins og hefur gert í vaxandi mæli til þessa. Þannig myndum við hafa sex þingmenn á þingi Evrópusambandsins af yfir 700 sem væri á við hálfan þingmann á Alþingi. Staðan yrði enn verri í ráðherraráðinu, valdamestu stofnun þess. Þar yrði vægi Íslands allajafna einungis á við 5% hlutdeild í alþingismanni.
Meira

Hitabylgja og heiðskýr himinn yljar landsmönnum

Það hefur verið einmunatíð upp á síðkastið og aldrei þessu vant hafa allir landsmenn geta glaðst saman því góðviðrið hefur ekki skilið neinn útundan í þetta skiptið. Hlýjast var fyrir austan en þar var slegið hitamet í maí, ábyrgur mælir sýndi 26,8 gráðu hita nú fyrir helgi og sennilega hafa aðrir mælar sýnt miklu meiri hita.
Meira