A-Húnavatnssýsla

Réttir á Norðurlandi vestra haustið 2025

Nú er að nálgast ansi hratt sá árstími að búfénaður fer að koma heim úr sumardvölinni á fjöllum, göngur og í framhaldi réttir alveg að bresta á. Blaðamaður Feykis tók saman réttir í sýslum fjórðungsins en það eru Austur Húnvetningar sem ríða á vaðið en fyrstu réttir verða hjá þeim næstkomandi laugardag 31.ágúst, þegar réttað verður í Hvammsrétt og Rugludalsrétt og strax í Beinakeldurétt daginn eftir.
Meira

Startup Landið – tækifæri fyrir frumkvöðla á Norðurlandi vestra

Það þarf ekki stórt skrifborð eða flókið umhverfi til að hugmynd fæðist – stundum dugar eldhúsborðið. En hvernig breytir maður hugmynd í raunverulegan rekstur? Í haust fá frumkvöðlar á Norðurlandi vestra og víðar tækifæri til að taka fyrsta skrefið í nýju verkefni sem nefnist Startup Landið – viðskiptahraðall landshlutasamtakanna. Umsóknarfrestur stendur til 31. ágúst. Nánar á www.startuplandid.is
Meira

Sinfó í sundi

Sinfóníuhljómsveit Íslands á 75 ára afmæli í ár og hefur í tilefni af afmælinu boðið upp á fjölmarga viðburði það sem af er ári. Næst á dagskrá hjá sveitinni eru tónleikarnir Klassíkin okkar. Tónleikunum verður ekki aðeins sjónvarpað í beinni útsendingu heldur verða þeir einnig í boði í fjölmörgum sundlaugum landsins undir heitinu Sinfó í sundi.
Meira

Eyjólfur á Krúttinu í Kvöld

Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra boðar til opinna íbúafunda í ágúst í öllum landshlutum til að eiga samráð um málaflokka ráðuneytisins undir yfirskriftinni Fjárfest í innviðum til framtíðar.
Meira

Jafnt í Garðinum þegar Húnvetningar heimsóttu Víðismenn

Lið Kormáks/Hvatar mætti Víði í hvassviðrinu í Garði í gærdag í 19. umferð 2. deildar karla í knattspyrnu. Heimamenn þurftu á sigri að halda til að halda sér fjarri fallsæti í deildinni en með sigri hefðu gestirnir komið sér rækilega fyrir í baráttunni um sæti í Lengjudeildinni að ári. Það fór svo að liðin skildu jöfn, lokatölur 1-1.
Meira

„Til eru lausnir ef takast má að taka þeim vágesti móti“

Fréttir af eldislaxi þar sem hann er ekki velkominn hafa verið mikið í fréttum síðustu daga. Vágesturinn hefur gert vart við sig í húnvetnskum ám og víðar og brugðu landeigendur í Miðfirði á það ráð að gera grjótgarð yfir Miðfjarðará sem er jú ein mesta og besta laxveiðiá landsins. Þá hafa norskir kafarar verið fengnir til að svipast um eftir eldislaxi í ám hér norðanlands og hefur mátt sjá myndir af þeim marandi í hálfu kafi úti í miðjum ám.
Meira

Undir bláhimni

Sumarið 2025 heldur áfram að gefa. Í dag er stilltt og hlýtt á Norðurlandi vestra og þátttakendur í Sumarkjóla- og búbbluhlaupi á Króknum hafa vonandi slett á sig sólarvörn til að tryggja traust tan og minnka hættu á brunaskemmdum. Það er áfram spáð hlýju veðri en í nótt og á morgun fáum við nokkrar rigningarskúrir til að vökva gróðurinn og halda grasinu grænu.
Meira

Laxveiði í Blöndu stefnir í sögulegt met í leiðindum

Huni.is segir frá: „Nú er farið að síga á seinni hlutann í laxveiðinni þetta sumarið. Eins og margoft hefur komið fram í fréttum Húnahornsins hefur laxveiði í helstu laxveiðiám Húnavatnssýslna verið léleg eða um 60% minni en í fyrra
Meira

Beint flug lykilatriði í ákvörðun um ferð um Norðurland

Þegar tekin var ákvörðun um að fljúga beint til Akureyrar með easyJet, Edelweiss eða ferðaskrifstofunum Voigt Travel og Kontiki skipti það sköpum að flogið var beint á áfangastaðinn. Stærsti áhrifaþátturinn í ákvörðuninni var náttúra landsins eða tiltekin náttúrufyrirbæri, en strax á eftir er möguleikinn á beinu flugi.
Meira

Ævisaga Guðrúnar frá Lundi á 80 ára útgáfuafmæli Dalalífs

Ævisaga skáldkonunnar Guðrúnar frá Lundi, rituð af þeim Kristínu Sigurrós Einarsdóttur og Marín Guðrúnu Hrafnsdóttur, verður gefin út hjá bókaforlaginu Tindi á næsta ári. Þá verða liðin áttatíu ár frá því að fyrsta bindi skáldsögunnar Dalaífs, sem enn er meðal mest lesnu bóka landsins, kom út.
Meira