A-Húnavatnssýsla

Ein planta sem uppfyllir allar þarfir mannkyns?

Iðnaðarhampur er afar fjölhæf planta sem hefur oft verið umdeild. Algengt er að fólk hafi illan bifur á henni vegna þess að henni er oft ruglað saman við hamp sem ræktaður í þeim tilgangi að framleiða vímuefni. Báðar þessar hampplöntur tilheyra sömu fjölskyldu en iðnaðarhampinn er ekki hægt að nota til vímuefnaframleiðslu af neinu tagi. Iðnaðarhampur var hagnýttur um aldaraðir í ýmsum tilgangi en féll í ónáð sökum þessarar tengingar. Nú er fólk að enduruppgötva þessa fjölhæfu plöntu og fyrstu skref gefa væntingar um spennandi framhald.
Meira

Jólalag dagsins – Saga úr Reykjavík

Lagið Saga úr Reykjavík er þýðing Braga Valdimars Skúlasonar á einu vinsælasta jólalagi síðari tíma Fairytale of New York með bresk-írsku keltnesku pönkhljómsveitinni The Pogues. Lagið er samið af Jem Finer og Shane MacGowan og kom upphaflega út á smáskífu 23. nóvember 1987 og síðar á plötu Pogues frá 1988 Ef ég ætti að falla frá náð með Guði.
Meira

Birna Ágústsdóttir skipuð í embætti sýslumanns á Norðurlandi vestra

Dómsmálaráðherra hefur skipað Birnu Ágústsdóttur í embætti sýslumanns á Norðurlandi vestra frá 1. janúar næstkomandi.
Meira

Byggðastofnun kortleggur húsnæði fyrir störf án staðsetningar

Byggðastofnun hefur tekið saman upplýsingar um mögulegt húsnæði fyrir störf án staðsetningar. Var upplýsingum safnað saman með aðstoð landshlutasamtaka sveitarfélaga og eru þær upplýsingar settar fram á korti sem finna má hér. Sagt er frá þessu í frétt á vef Byggðastofnunar.
Meira

Notkun á bóluefni Pfizer heimiluð hér á landi

Lyfjastofnun hefur veitt bóluefninu Comirnaty frá BioNTech/Pfizer skilyrt íslenskt markaðsleyfi. Bóluefnið ver einstaklinga gegn COVID-19 og er ætlað til notkunar hjá einstaklingum 16 ára og eldri. Þar með geta bólusetningar gegn COVID-19 hafist hér á landi þegar bóluefnið verður tiltækt. Þetta kemur fram í frétt á vef Lyfjastofnunar.
Meira

Jólalag dagsins – Jólaklukkur

Það er nú varla hægt að vera með jólalög án þess að fá Hauk Morthens til að syngja eins og eitt lag. Jólalag dagsins heitir Jólaklukkur upp á okkar ylhýra mál og er að finna á jólaplötunni Hátíð í bæ sem kom út hjá Hljóðfæraverslun Sigríðar Helgadóttur fyrir jólin 1964. Á frummálinu heitir lagið Jingle Bells og er eitt þekktasta ameríska lag í heimi samið af James Lord Pierpont (1822–1893).
Meira

Húnavatnshreppur vill úttekt á rekstri Brunavarna Austur-Húnvetninga

Húnahornið segir frá því að sveitarstjórn Húnavatnshrepps vilji að hlutlaus aðili taki út rekstur og þörf á Brunavörnum Austur-Húnvetninga (BAH) í núverandi mynd og að þeirri úttekt verði lokið fyrir 15. febrúar næstkomandi. Á fundi stjórnar BAH 9. desember síðastliðinn var samþykkt fjárhagsáætlun fyrir árið 2021 og nema framlög sveitarfélaganna tveggja sem standa að samlaginu samtals 52,6 milljónum króna.
Meira

Vetrarsólstöður í dag

Vetrarsólstöður eru í dag á norðurhveli jarðar en frá þeim tíma tekur sól að hækka á lofti á ný. Á suðurhvelinu eru hins vegar sumarsólstöður.
Meira

Tillaga um að hafna lögfestingu íbúalágmarks sveitarfélaga felld

Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga var haldið síðastliðinn föstudag og var það í fyrsta sinn sem landsþing fór fram í fjarfundi. Í frétt á vef sambandsins segir að ráðherra sveitarstjórnarmála, Sigurður Ingi Jóhannsson, hafi ávarpað landsþingið og svarað spurningum landsþingsfulltrúa ásamt fjármála- og efnahagsráðherra. Áherslur sveitarstjórnarmanna voru sérstaklega á frumvarp sveitarstjórnarráðherra um breytingu á sveitarstjórnarlögum þar sem meðal annars er kveðið á um lágmarksíbúafjölda og um mikilvægi þess að tryggja sveitarfélögum fjármagn til að halda úti lögbundinni þjónustu þar sem tekjur sveitarfélaga hafa skerst verulega í kjörfar covid-19.
Meira

Formaður ungra Framsóknarmanna stefnir á þing.

Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, formaður Sambands ungra Framsóknarmanna gefur kost á sér í 3. sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar 2021. Lilja hefur verið formaður Sambands ungra Framsóknarmanna síðan 2018 og er varaþingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi.
Meira