A-Húnavatnssýsla

Auðlindarentan heim í hérað | Arna Lára Jónsdóttir skrifar

Nú á dögunum úthlutaði stjórn Fiskeldissjóðs rúmlega 465 milljónum króna til 15 verkefna í sjö fiskeldissveitarfélögum. Sjóðnum er ætlað að veita sveitarfélögum styrki til uppbyggingar innviða þar sem fiskeldi í sjókvíum er stundað, og styrkja þar með samfélög og stoðir atvinnulífs á þeim svæðum.
Meira

Skólum slitið um allan fjórðung

Nú hefur skólum fjórðungsins verið slitið einum af öðrum og þeir útskrifað nemendur sem hafa nú lokið sínum bekk og sumir jafnvel að ljúka grunnskólagöngunni og við taka ævintýri sumarsins með tilheyrandi skort á rútínu og vonandi góðu veðri.
Meira

Eyfirðingarnir tóku öll stigin með sér frá Blönduósi

Fimm leikir voru spilaðir í 2. deild karla í knattspyrnu í gærkvöldi. Á Blönduósvelli tóku leikmenn Kormáks/Hvatar á móti grönnum sínum í Dalvík/Reyni sem löngum hafa reynst ansi seigir. Gestirnir komust yfir snemma leiks og heimamenn, sem með sigri hefðu komið sér laglega fyrir í toppbaráttu deildarinnar, náðu ekki að koma boltanum í mark Eyfirðinga og máttu því þola súrt tap á heimavelli. Lokatölur 0-1.
Meira

Það á að birta til á morgun

Heldur hefur lengst í gulu veðurviðvöruninn sem Veðurstofan skellti á Norðurland vestra í byrjun vikunnar. Fyrst átti hún að standa í um sólarhring, frá mánudegi til þriðjudags en nú þegar fimmtudagurinn rennur upp rennblautur og norðanbarinn þá er enn gul viðvörun og ekki útlit fyrir að henni verði aflétt fyrr en aðfaranótt föstudags.
Meira

Kindurnar í Hvammshlíð vita sínu viti

Snjórinn hefur víða gert bændum skráveifu síðustu daga líkt og Feykir hefur greint frá. Karólína í Hvammshlíð sendi okkur línu nú síðdegis og sagði stöðuna hjá sér þannig að hitinn væri rétt um frostmark og úrkoman sem til stóð að félli sem rigning, samkvæmt veðurspánni, er 100% snjór. Hún segist þó vera í góðum málum sem betur fer.
Meira

Varað við skriðuföllum og ofanflóðum á Siglufjarðarleið

Það er enn rok og rigning í boði á Norðurlandi vestra en spár Veðurstofunnar gera ráð fyrir því að heldur dragi úr vætu og vindi þegar líður á daginn. Eitthvað örlítið hafa hitatölur þokast upp á við og því fellur úrkoman að mestu sem rigning en ekki snjór. Þó veðrið sé heldur að ganga niður gera spár ráð fyrir norðanátt og kulda svo langt sem spáin nær en þó er líklegt að við fáum svolitla sólargeisla á föstudaginn.
Meira

Samvera, traust og gleði í Höfðaskóla á Skagaströnd

Skólaslit voru við Höfðaskóla á Skagaströnd sl. miðvikudag og við sama tækifæri voru nemendur 10. bekkjar útskrifaðir úr skólanum. „Við óskum ykkur öllum góðs sumarfrís og minnum á muna að vera dugleg að spyrja eftir bekkjarfélögum, leika saman, taka alla með í hópinn og vera góð og kurteis við alla,“ segir í færslu á vef skólans um leið og nemendum og forsjáraðilum er þakkað fyrir góða samveru á skólaárinu.
Meira

Ástand á Hæli

Óveðrið kemur víða við í dag. Hjá Jóni Kristófer bónda á Hæli á Ásum í A-Hún. leitaði þessi góða kind skjóls undir rababarabeði.
Meira

Veður með versta móti og gleðiganga Árskóla slegin af

Það er leiðindaveður á Norðurlandi vestra en þó sennilega sýnu verst í Skagafirði þar sem norðanáttin nær sér vel á strik og það hellirignir. Reikna má með svipuðu veðri fram eftir degi og dregur varla úr úrkomu og vindi fyrr en líða fer á miðvikudaginn. Allir vegir eru færir en snjór og krap var á heiðum í morgun sem og í Langadalnum og Hrútafirði.
Meira

Schengen er sannarlega vandamálið | Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Fullyrt var í grein Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur, dómsmálaráðherra og þingmanns Viðreisnar, í Morgunblaðinu á dögunum að aðild Íslands að Schengen-svæðinu ætti ekki sök á því ófremdarástandi sem verið hefur viðvarandi á landamærum landsins að öðrum aðildarríkjum svæðisins. Sú fullyrðing stenzt hins vegar enga skoðun. Til að mynda er engin tilviljun að vandamálin í þeim efnum eru svo gott sem eingöngu gagnvart Schengen-svæðinu en ekki ríkjum utan þess.
Meira