Húnabyggð leiðandi sveitarfélag í félagsþjónustu
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Lokað efni
30.09.2025
kl. 15.38
Byggðasamlagi Félags- og skólaþjónustu A- Hún. hefur verið slitið og Húnabyggð tekið við leiðandi hlutverki í félagsþjónustu fyrir íbúa Húnabyggðar og Skagastrandar. Í frétt á síðu Húnabyggðar segir að í kjölfar samþykkta sveitarstjórna Húnabyggðar og Skagastrandar og staðfestingar félags- og húsnæðismálaráðuneytisins hefur byggðasamlagi Félags- og skólaþjónustu A-Hún. verið formlega slitið. Samhliða því hefur verið undirritaður samningur þar sem Húnabyggð tekur við hlutverki leiðandi sveitarfélags í félagsþjónustu fyrir íbúa beggja sveitarfélaga.
Meira
