A-Húnavatnssýsla

Hinir miklu lýðræðissinnar | Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Fyrr á árinu skrifaði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar, undir samkomulag við Evrópusambandið sem meðal annars felur í sér að Ísland aðlagi sig að utanríkisstefnu sambandsins. Þar segir með skýrum hætti: „Aðlögun að utanríkisstefnu ESB […] aðlögun EFTA/EES-ríkjanna að ákvörðunum, yfirlýsingum og refsiaðgerðum ESB.“ Þorgerður hefur þvertekið fyrir þetta þrátt fyrir að það standi beinlínis í skjalinu sem hún undirritaði.
Meira

Hrafney Lea valin í æfingahóp U15 landsliðsins

Margrét Magnúsdóttir, landsliðsþjálfari U15 kvenna í knattspyrnu, hefur valið hóp 34 stúlkna sem mun koma saman til æfinga dagana 20. og 21. ágúst. Um er að ræða leikmenn fædda árið 2011. Tindastóll á einn fulltrúa í hópnum en það er Hrafney Lea Árnadóttir.
Meira

Húnvetningar sóttu sigur á Dalvík og komnir í toppbaráttu

Það er allt í loft upp í 2. deildinni í knattspyrnu eftir leiki gærkvöldsins. Húnvetningar töpuðu dýrmætum stigum á heimavelli um liðna helgi og þurftu að sækja stig á Dalvík í gær til að koma sér fyrir í þéttum pakka sem berst um sæti í Lengjudeildinni. Það var að sjálfsögðu það sem lið Kormáks/Hvatar gerði. Lokatölur 0-1.
Meira

Afurðaverð endurspeglar ekki væntingar bænda

Í frétt á Húnahorninu er sagt frá því að bændur hafi orðið fyrir vonbrigðum með afurðaverð sem kynnt hafa verið fyrir komandi sauðfjársláturtíð. „Í verðskrám Kjarnafæðis Norðlenska, Kaupfélags Skagfirðinga og Sláturhúss KVH á Hvammstanga er vegin hækkun frá síðasta árið 1,6%, samkvæmt útreikningi Bændasamtaka Íslands. Í grein á vef Bændablaðsins segir Eyjólfur Ingvi Bjarnason, formaður stjórnar sauðfjárbænda hjá Bændasamtökunum að verðin endurspegli ekki þær væntingar sem uppi hafi verið um áframhaldandi bætta afkomu og rekstraröryggi til framtíðar,“ segir í fréttinni.
Meira

Frumkvöðlar á landsbyggðinni fá sviðsljósið: Startup Landið fer af stað

Hugmynd sem fæddist við eldhúsborðið gæti orðið næsta stóra fyrirtæki. En hvernig fer maður af stað? Það er spurning sem margir sem ganga með hugmynd í maganum hafa líklega spurt sig – og svarið gæti nú leynst í nýju verkefni sem fer af stað í haust: Startup Landið, viðskiptahraðall sérstaklega ætlaður frumkvöðlum utan höfuðborgarsvæðisins.
Meira

Gæðingar nutu sín í Sviss

Heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Sviss lauk á sunnudaginn. Er mál manna að vel hafi tekist til og Svisslendingar staðið fagmannlega að mótshaldinu. Heimsmeistaramótum er skipt í tvo hluta, íþróttakeppni og kynbótasýningar.
Meira

Ólafsvíkingar kvittuðu fyrir sig á Blönduósi

Lið Kormáks/Hvatar spilaði í dag við Víking Ólafsvík og fór leikurinn fram á Blönduósi. Húnvetningar höfðu fyrir leik unnið síðustu fjóra leiki sína í 2. deildinni og með sigri í dag hefði lið þeirra verið komið í bullandi baráttu um sæti í Lengjudeildinni, hvorki meira né minna. Ólafsvíkingar voru sæti neðar en K/H fyrir leik en þeir gerðu sér lítið fyrir og lögðu gestgjafa sína í gras. Lokatölur 0-2.
Meira

Hrun í laxveiði í Húnavatnssýslum

Það stefnir í eitt lélegasta laxveiði sumar í Húnavatnssýslum í langan tíma. Laxveiði sem af er sumri er 55-79% minni í helstu laxveiðiám sýslnanna miðað við sama tíma í fyrra. Almennt minnkar veiði milli vikna. Skást er laxveiðin í Miðfjarðará en þar hefur 571 lax veiðst, sem er 55% minni veiði en í fyrra.
Meira

Norð-vestur slagur í fotbolti.net bikarkeppninni

Dregið var í Fotbolti.net bikarnum rétt í þessu og fór það svo að nágranna liðin Tindastóll og Kormákur/Hvöt drógust saman.
Meira

Íslendingum gengur vel á HM í Sviss

Okkar fólki í landsliði Íslands gengur allt í haginn. Þórgunnur Þórarinsdóttir sem fór til Sviss með það markmið að landa sigri í samanlögðum fimmgangs greinum er enn með í baráttunni.
Meira