A-Húnavatnssýsla

Íslendingum gengur vel á HM í Sviss

Okkar fólki í landsliði Íslands gengur allt í haginn. Þórgunnur Þórarinsdóttir sem fór til Sviss með það markmið að landa sigri í samanlögðum fimmgangs greinum er enn með í baráttunni.
Meira

Norðlenskir sigrar í Fotbolti.net bikar

Það gekk allt í haginn hjá Tindastóli og Kormáki/Hvöt í Fotbolti.net bikarkeppninni í gærkvöldi í 8 liða úrslitum. Tindastóll tók á móti KFG úr Garðabænum. Er skemmst frá að segja að Stólarnir unnu nokkuð þægilegan sigur, 4–1. Heimamenn vörðust vel og sóttu af krafti og uppskeran því góð.
Meira

Flemming Jessen púttar á Hvammstanga

Flemming–pútt 2025 fór fram föstudaginn 25. júlí. Að þessu sinni fór mótið fram í blíðskapar veðri, sól og góður hiti, sem sagt við bestu aðstæður. Góð þátttaka var, alls um 40 þátttakendur frá hinum ýmsu stöðum s. s. Hvammstanga, Borgarbyggð, Akranesi, Mosfellsbæ, Reykjavík, Kópavogi og Garðabæ. Að venju var boðið upp á veitingar s. s. kaffi, gulrætur, ídýfur og konfekt. Þetta er í fimmtánda sinn sem Flemming stendur að púttmóti á Hvammstanga, fyrsta mótið fór fram 2011.
Meira

Norðan liðin spila í fotbolti.net bikarnum í kvöld.

Bikarslagur neðri deilda heldur áfram í kvöld. Tindastól fær lið KFG í heimsókn á Krókinn en Kormákur/Hvöt leikur við lið Ýmis á Blönduósi. Nú mæta allir og hvetja sína menn.
Meira

Væri ekki hlaupið út aftur

Aðsend Grein: Draga má þá ályktun af viðræðum brezkra stjórnvalda við Evrópusambandsins um útgöngu Bretlands úr því að erfitt yrði fyrir fámennt ríki eins og Ísland að endurheimta fullveldi sitt kæmi til inngöngu landsins í sambandið ef íslenzku þjóðinni myndi snúast hugur síðar meir. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í drögum að skýrslu um Ísland og Evrópusambandið sem Gunnar Pálsson, fyrrverandi sendiherra Íslands í Brussel, setti saman árið 2018.
Meira

Norð-vestlensku liðin áttu góðan dag í gær

Kormákur/Hvöt skruppu á Akranes og spiluðu við Kára í 2. deildinni og gerðu sér lítið fyrir og unnu 2 – 3. K/H komst í 2-0 með mörkum frá Abdelhadi Khalok El Bouzarrari og Goran Potkozarac. Börkur Bernharð Sigmundsson minkaði muninn fyrir Kára en Abdelhadi Khalok El Bouzarrari kom K/H í 3-1. Sigurjón Logi Bergþórsson klóraði aðeins í bakkann í restina en leikurinn endaði því 2-3 fyrir Kormák/Hvöt og sitja þeir núna í 6. sæti í deildinni.
Meira

Kormákur/Hvöt með fjórða sigurinn í röð

Það var hátíðarbragur á liði Kormáks Hvatar í gær enda tilefni til þegar það atti kappi við topplið 2. deildar, Ægi frá Þorlákshöfn. Leikurinn fór fram á Hvammstanga þar sem bæjarhátíðin Eldur í Húnaþingi fer fram. Kormákur Hvöt gerði sér lítið fyrir og sigraði toppliðið í skemmtilegum leik 3-2. Moussa Ismael Sidibe Brou skoraði fyrstu tvö mörkin fyrir Kormák Hvöt en Ægir minnkaði muninn áður en flautað var til hálfleiks.
Meira

Bríet frábær í Gránu

Tónlistarkonan góðkunna Bríet hélt tónleika á Króknum í gærkvöldi ásamt meðspilurum sínum þeim Magnúsi Jóhanni og Bergi Einari. Heimamaðurinn Atli Dagur hitaði upp.
Meira

Loks mátti lið Akureyringa lúta í gras á Króknum

Það urðu talsvert tíðindi í kvöld þegar lið Tindastóls tók á móti vinum okkar í Þór/KA í Bestu deildinni í knattspyrnu. Stólastúlkur höfðu aldrei borið sigurorð af grönnum sínum í leik á Íslandsmóti en á því varð kærkomin breyting og þetta var enginn heppnissigur. Heimaliðið skapaði sér betri færi í leiknum með góðri pressu og snöggum og hnitmiðuðum skyndisóknum á meðan að gestirnir voru meira með boltann en sköpuðu fá ef einhver færi. Lokatölur 2-0 og þrjú góð stig í sarpinn.
Meira

Opið hús hjá Nes listamiðstöð á sunnudag

Öllum er velkomið að kíkja við í kaffi í Nes listamiðstöð á Skagaströnd nú á sunnudaginn en opið hús verður þar frá kl. 16-18. Níu listamenn dvelja nú á Skagaströnd og þróa og stunda list sína sem er af margvíslegum toga. teikningar, málun, vaxþol litun (rōzome), pin-holuljósmyndun, textagerð, ljóðlist, kvikmyndagerð og skúlptúr ásamt öðrum miðlum.
Meira