A-Húnavatnssýsla

Pétur Jóhann mætir á Blönduós

Nú er Pétur Jóhann Sigfússon að koma í Húnavatnssýsluna með uppistand. Hann þarf nú sennilega ekki  að kynna fyrir fólki og alveg óhætt að fullyrða að um einn allra fyndnasta mann landsins er að ræða. 
Meira

Fermingar-Feykir kominn út

Fermingar-Feykir fer í dreifingu í dag. Blaðið er 28 síður og má segja að efnistök séu sígild; rætt er við væntanleg fermingarbörn og nokkra sem fermdust fyrir einhverjum árum síðan og síðan má finna í blaðinu viðtöl og umfjallanir. Sumt tengist fermingum en annað ekki.
Meira

Ungir Skagstrendingar í fjársjóðsleit

Það segir frá því á vef Höfðaskóla á Skagaströnd að í dag tóku nemendur þátt í skemmtilegu útinámi þar sem þeir æfðu kortalæsi, upplýsingalestur og leiðsögn. Verkefnið fór fram á tjaldsvæðinu og var unnið í fimm hópum.
Meira

Ríkisstjórnin samþykkir stuðning til bænda vegna kuldatíðar síðasta sumar

Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögu Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra um að verja allt að 725 milljónum króna til stuðnings við bændur sem urðu fyrir tjóni vegna óvanalegs og erfiðs tíðarfars á landinu sumarið 2024. Í frétt á Húnahorninu segir að síðasta sumar hafi verið óvenju kalt eða það kaldasta á landsvísu síðan árið 1998 samkvæmt Veðurstofunni.
Meira

Hinrik Már í sumarafleysingarnar

Feykir auglýsti eftir afleysingamanni til starfa í sumar og sýndu nokkrir aðilar starfinu áhuga. Það fór svo að Hinrik Már Jónsson, ábúandi á Syðstu-Grund í Blönduhlíð, var ráðinn og hefur væntanlega störf um mánaðamótin maí/júní.
Meira

Nú fer hver að verða síðastur að sjá Ferðin á heimsenda

Nú fer hver að verða síðastur að skella sér í leikhús á Blönduósi og sjá Ferðin á Heimsenda eftir Olgu Guðrúnu Árnadóttur í leikstjórn Sigurðar Líndal. Síðasta sýningin verður á morgun þriðjudaginn 8. apríl og hefst hún kl.17:00 í Félagsheimilinu á Blönduósi. 
Meira

Skagaströnd tryggð fjarskipti um gervihnattasamband

Míla hefur komið á varasambandi um lágsporbrautargervihnattasamband á Skagaströnd til að tryggja að neyðarsímtöl geti borist af svæðinu ef ljósleiðaraslit á sér stað. Skagaströnd er eitt þeirra sveitarfélaga á Íslandi sem eru eintengd með einum ljósleiðarastreng. Ef tengingin slitnaði, eins og hefur gerst nýlega tvisvar sinnum í vondu veðri, var samfélagið nánast skilið frá nútímanum og sett aftur um hundrað ár í tímann hvað varðar samskipti. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Skagaströnd.
Meira

Styrkir til eflingar hjólaferðaþjónustu á Norðurlandi vestra

Á vef SSNV segir að þetta styrkjakerfi SUB er hannað til að styðja við lítil og meðalstór fyrirtæki (SME), sem sinna hjólaferðaþjónustu og hjálpa þeim að styrkja starfsemi sína og auka viðskipti sín. Hver styrkur, nemur allt að € 5,000, - (ISK 725.000,-) og má notast fyrir virðisaukandi þjónustu eins og að ráða utanaðkomandi aðstoð við markaðsherferð, þróa viðskiptamódel eða styrkja vörumerki o.s.frv. Að auki getur styrkurinn gert fyrirtækjum kleift að gera þjónustu sína meira aðlaðandi fyrir hjólreiðafólk og hjólaferðamenn.
Meira

Vortónleikar Kórs eldri borgara í Húnaþingi vestra á morgun

Kór eldri borgara í Húnaþingi vestra heldur árlega vortónleika sína í Hvammstangakirkju þriðjudaginn 8. apríl kl. 20:00 og er aðgangseyrir 3.000 kr. Kórinn flytur nokkur velvalin lög í Hvammstangakirkju undir stjórn og við undirleik nýs stjórnanda Daníels Arasonar. Að loknum tónleikum verða kaffiveitingar í safnaðarheimilinu.
Meira

UMFÍ með sínar fyrstu sumarbúðir á Reykjum í sumar

Í sumar ætlar UMFÍ að halda sínar fyrstu sumarbúðir og verða þær staðsettar á Reykjum í Hrútafirði. Sumarbúðirnar eru ætlaðar krökkum sem eru fædd frá  2011-2013, segir á heimasíðu UMFÍ. Nú spyr ég... hafa ekki allir krakkar gott af því að prufa að fara í sumarbúðir og kynnast nýjum krökkum og hafa gaman? Þetta getur ekki klikkað! 
Meira