A-Húnavatnssýsla

Vinnustofur á netinu heppnuðust vel

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands, stóðu fyrir vinnustofum á netinu í síðustu viku. Efni vinnustofanna var hvernig auka má sölu í gegnum netið og voru þær hluti af verkefninu Digi2Market sem fjármagnað er að hluta til af Norðurslóðaáætlun. Vinnustofurnar fóru fram í gegnum fjarfundaforrit og var streymt á Youtube síðu samtakanna.
Meira

Þrettán náð bata af covid 19 á Norðurlandi vestra

Samkvæmt tölum frá aðgerðastjórn almannavarna Norðurlands vestra sæta nú 23 einstaklingar einangrun á svæðinu, flestir á Hvammstanga eða tólf manns, sex í dreifbýli Húnaþings vestra, þrír á Sauðárkróki og tveir í Hrútafirði. Alls eru 60 manns í sóttkví en 408 sem hafa lokið henni. Þrettán manns hafa náð bata á Norðurlandi vestra.
Meira

Gefa út góð ráð til foreldra á COVID-19 tímum

Félagsmálaráðuneytið, heilbrigðisráðuneytið og embætti landlæknis hafa tekið höndum saman við útgáfu góðra ráða til foreldra á tímum COVID-19 faraldursins. Eru ráðleggingarnar meðal annars unnar í samstarfi við Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina (WHO) og UNICEF.
Meira

Hnitbjörgum á Blönduósi færð spjaldtölva að gjöf

Hollvinasamtök Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi færðu nýverið Hnitbjörgum að gjöf spjaldtölvu og heyrnartól fyrir íbúa. Í frétt frá félagsmálastjóra A-Hún. á fréttavefnum huni.is segir að það sé von Hollvinasamtakanna að búnaðurinn komi að góðum notum fyrir heimilisfólkið svo það geti haft samband við ættingja og vini með myndsamtölum, sér í lagi á meðan heimsfaraldur Covid-19 gengur yfir.
Meira

Kirkjuklukkur hljóma til stuðnings heilbrigðisstarfsfólki

Biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, hefur óskað eftir því við samstarfsfólk sitt í kirkjum landsins að kirkjuklukkum í sóknum þeirra verði hringt kl. 14.00 á mánudögum í tvær mínútur til að lýsa yfir stuðningi við heilbrigðisstarfsfólk og önnur þau er koma að málum sem lúta að kórónuveirunni, covid-19.
Meira

Óvenjulegur pálmasunnudagur

Það er pálmasunnudagur í dag og alla jafna væru allir veislusalir víðast hvar á landinu nú fullir af uppáklæddu fólki að háma í sig hnallþórur eða sötrandi súpur og knúsa sælleg fermingabörn. En það fermist ekkert barn í dag, enda hefur öllum fermingum verið slegið á frest vegna samkomubanns í tilefni af COVID-19.
Meira

Rafbækur í rólegheitum: Átta fríar rafbækur frá Þorgrími Þráinssyni

Nú er tími sem aldrei fyrr til að lesa og hefur þjóðin fengið að gjöf átta rafbækur eftir Þorgrím Þráinsson sem er frjálst að sækja og lesa eins og hvern listir. Í tilkynningu segir að bækurnar átta höfði til breiðs hóps lesenda allt frá 1. til 10. bekkjar og jafnvel til þeirra eldri sem vilja rifja upp góðar lestrarstundir.
Meira

Appelsínugul viðvörun um land allt

Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula veðurviðvörun um land allt í dag og á morgun. Reiknað er með að veðrið verði verst á sunnanverðu landinu í dag en gangi í norðaustan storm eða rok með hríð eða stórhríð á öllu landinu í nótt og fyrramálið. Ekkert ferðaveður verður á landinu meðan veðrið gengur yfir og er fólki bent á að fylgjast með færð á vef Vegagerðarinnar.
Meira

Grænmetisfiskréttur og eplakaka

Matgæðingar Feykis í 14. tbl. ársins 2018 voru Árný Björk Brynjólfsdóttir og Agnar Logi Eiríksson. Þau eru búsett á Blönduósi ásamt sonum sínum tveim þar sem Árný starfar á leikskólanum Barnabæ og Agnar er rafvirki hjá Tengli. Þau deildu með lesendum uppskrift að grænmetis-fiskrétti og ljúffengri eplaköku.
Meira

Samkomubann framlengt til 4. maí

Ákveðið hefur verið að framlengja þær takmarkanir á samkomum og skólahaldi sem áttu að falla úr gildi 13. apríl næstkomandi til 4. maí. Sú ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra er í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis. Á vef heilbrigðisráðuneytisins segir að þótt vel hafi gengið að halda útbreiðslu smita í skefjum veldur áhyggjum hve alvarlega veikum einstaklingum sem þurfa á gjörgæslu að halda hefur fjölgað hratt.
Meira