A-Húnavatnssýsla

Forsala hefst á morgun

Þann 23. október sl. hefði Stefán R. Gíslason tónlistarkennari, kórstjóri og organisti í Varmahlíð orðið sjötugur. Þann sama dag sagði sr. Gísli Gunnarsson á Hólum frá því á Facebook síðu sinni að hann hefði ákveðið, í samráði við fjölskyldu Stefáns, að stofna minningarsjóð í hans nafni.  Nú hefur verið ákveðið að halda tónleika í fjáröflunarskyni fyrir sjóðinn.
Meira

Myndi bjóða Steinda Jr. í veisluna

Aron Logi Svavarsson býr á Skagaströnd og verður fermdur í Hólaneskirkju þann 8. júní. Sr. Guðni Þór fermir drenginn og eru foreldrar hans Fjóla Dögg Björnsdóttir og Svavar Björnsson.
Meira

Gleðilega páska!

Feykir óskar landsmönnum nær og fjær gleðilegra páska.
Meira

Nemó FNV fer með Rocky Horror í Hof

Nemendur Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra eru heldur betur stórhuga þetta vorið. Nemendafélagið setti upp frábæra sýningu, hryllingssöngleikinn Rocky Horror í leikstjórn Eysteins Guðbrandssonar, nú eftir áramótin og sýndi í Bifröst við góðar undirtektir eða ellefu uppseldar sýningar. Nú hefur verið ákveðið að setja upp sýninguna í Hofi á Akureyri og sýna dagana 9.-10. maí næstkomandi.
Meira

Langar í Pug-hund í fermingargjöf

Rebekka Kristín Danielsdóttir Blöndal verður fermd þann 26. apríl í Blönduóskirkju. Rebekka Kristín býr á Melabrautinni á Blönduósi og eru foreldrar hennar Gígja Bl. Benediktsdóttir og Daniel Kristjánsson. Hún sagði Feyki frá undirbúningi fermingarinnar og ýmsu öðru tengt deginum.
Meira

Væri til í að vera með krapvél í veislunni

Bjarni Bragi Bessason verður fermdur af sr. Guðna Þór í Hólaneskirkju þann 8. júní. Bjarni Bragi býr á Skagaströnd og eru foreldrar hans Jóhanna Guðrún Karlsdóttir og Þráinn Bessi Gunnarsson. Hann sagði frá undirbúningi fermingarinnar í Fermingar-Feyki.
Meira

„Það voru auðvitað alls konar svindlmiðar hér og þar“

Hugrún Sif Hallgrímsdóttir ólst upp á Blönduósi en nefnir líka Sólheima í Svínadal og Kringlu í Torfalækjahreppi ef hún þarf að fara aftar í upprunann. Hugrún hefur búið á Skagaströnd í tæp tuttugu ár, er gift, á börn, barnabarn og hund. Hugrún vinnur í Tónlistarskóla Austur -Húnavatnssýslu, í Hólaneskirkju og einnig hér og þar við að flytja tónlist. Hún sagði Feyki aðeins frá fermingardeginum sínum.
Meira

Tónleikar með Karlakór Eyjafjarðar í Blönduóskirkju þann 3. maí

Það verða glæsilegir tónleikar í Blönduóskirkju laugardaginn 3. maí kl. 15:00 en þá mæta félagarnir úr Karlakór Eyjafjarðar á svæðið. Þeir ætla að flytja alls konar lög úr öllum áttum fyrir gesti og verður dagskráin bæði fjölbreytt og skemmtileg.
Meira

Samstaða og samhugur er mikill í samfélaginu

Í gær var haldin samverustund á sal bóknámshúss Fjölbrautaskólans í tilefni af bílslysinu við Hofsós sl. föstudag. Settur skólameistari, Þorkell V. Þorsetinsson, flutti stutt ávarp og greindi frá fréttum af hinum slösuðu. Þar kom fram að þrír hinna slösuðu eru komnir af gjörgæslu og tveir þeirra hafa verið útskrifaðir af barnadeild Landsspítalans en ljóst er að mislangt bataferli er framundan hjá þeim öllum.
Meira

Hvað á að gera þegar komið er að slysi?

„Dásamlegu krakkarnir okkar sem komu að slysinu gerðu allt rétt,“ segir Ásdís Ýr Arnardóttir, sérfræðingur hjá Lögreglunni á Norðurlandi vestra, þegar Feykir leitaði eftir upplýsingum hjá henni um hvað beri að gera þegar komið er að slysi, líkt og varð við Hofsós sl. föstudag. Þá slösuðust fjórir piltar á aldrinum 17-18 ára alvarlega í bílslysi en um 30 ungmenni voru á leið í veislu á Hofsósi og voru á vettvangi þegar viðbragðsaðilar komu að. Mörgum þykir ónotaleg sú tilhugsun að koma að slysi og efast kannski um að þeir viti hvernig bregðast á við. En hvað á að gera þegar komið er að slysi?
Meira