Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir að flugvél hlekktist á
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
15.09.2025
kl. 18.33
Í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi vestra segir að LNV hafi verið látin vita fyrr í dag um að einshreyfils flugvél hafi hlekkst á í lendingu á Blönduósflugvelli. Um borð í vélinni voru flugmaður og þrír farþegar. Þeir voru fluttir til skoðunar á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi. Meiðsl þeirra eru ekki talin alvarleg á þessari stundu.
Meira
