A-Húnavatnssýsla

Króksamóti frestað um hálfan mánuð

Til stóð að Króksamótið í körfubolta færi fram á Sauðárkróki á morgun en þar sem færð er ekki upp á marga fiska og veðurspáin ekki sérlega aðlaðandi fyrir morgundaginn þá hefur verið ákveðið að færa mótið aftur um hálfan mánuð. Það er því stefnt að því að krakkar í 1.-6. ekk geti skemmt sér saman í körfu á Króknum þann 25. janúar nk.
Meira

Kaup og sala greiðslumarks í sauðfé

Innlausn greiðslumarks í sauðfé og úthlutun til þeirra framleiðenda sem óskuðu eftir kaupum hefur farið fram og segir á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins að framkvæmdin sé í samræmi við breytingar sem gerðar voru á sauðfjársamningi við endurskoðun hans sl. vetur og tóku gildi þann 19. nóvember sl.
Meira

Umhleypingasamt og ofankoma og ekkert þar á milli

Þriðjudaginn 7. janúar komu saman til fundar 14 félagar í Veðurklúbbnum á Dalbæ. Farið var yfir spágildi síðasta mánaðar og voru allir sammála um það að „skotið“ sem spámenn áttu von á var öflugra og hraustara en við var búist. „Engu líkara en það væri „heimahlaðið skot,““ eins og einum félaga varð að orði en því miður gekk síðasta spá ekki eftir.
Meira

Enn vonskuveður og ófærð

Enn er vonskuveður víða á landinu, appelsínugul eða gular viðvaranir í gildi í nokkrum landshlutum og hefur Veðurstofan gefið út gult ástand fyrir Strandir og Norðurland vestra. Þar er nú suðvestan hríð með vindhraða á bilinu 18 til 23 m/s, hvassast á Ströndum. Búast má við éljagangi með skafrenningi og er lélegt skyggni, einkum í éljum, og áfram slæm akstursskilyrði. Afmarkaðar samgöngutruflanir og lokanir á vegum eru líklegar. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með færð á vegum, segir á Veður.is.
Meira

Fleiri dýralæknar á bakvakt á Norðurlandi vestra

Dýralæknum á bakvakt á Norðurlandi vestra hefur verið fjölgað um óákveðinn tíma úr einum í tvo af Matvælastofnun en reynslan sýnir að vaktsvæðið sé of víðfeðmt og illfært á veturna til að einn dýralæknir geti sinnt öllum útköllum, einkum þegar illa viðrar. Tilefnið var gul viðvörun vegna óveðurs.
Meira

Launafulltrúi óskast á skrifstofu Blönduósbæjar

Blönduósbær óskar eftir að ráða starfsmann í starf launafulltrúa á skrifstofu sveitarfélagsins. Um er að ræða 100 % starf, eða eftir nánara samkomulagi, og er vinnutími frá 8:00 – 16:00. Launafulltrúi sér um launavinnslu sveitarfélagsins ásamt öðrum almennum skrifstofustörfum.
Meira

Bílum fylgt yfir Holtavörðuheiði til klukkan átta í kvöld

Bílum verður fylgt yfir Holtavörðuheiði til klukkan 20 í kvöld, eftir því sem fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Eftir það verður lokað í kvöld og nótt og staðan endurmetin í fyrramálið.
Meira

Kynningarfundur um hugmyndavinnu arkitektanema

Þessa vikuna vinna átta nemendur úr arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands hörðum höndum að hugmyndavinnu fyrir notkun og húsakost Kvennaskólans á Blönduósi og þeirri starfsemi sem þar er til húsa. Verkefnið er unnið undir leiðsögn Birtu Fróðadóttur arkitekts og kennara við arkitektúrdeild LHÍ.
Meira

Garnaveiki staðfest á bæ í Húnavatnshreppi

Garnaveiki var staðfest á bænum Reykjum í Húnavatnshreppi skömmu fyrir jól. Í tilkynningu frá Matvælastofnun kemur fram að sjúkdómurinn hefur greinst í sauðfé á tveimur öðrum bæjum í Húna- og Skagahólfi síðastliðin tíu ár. Garnaveiki er ólæknandi smitsjúkdómur í jórturdýrum en hægt er að verja sauðfé og geitur fyrir sjúkdómnum með bólusetningu og halda smitálagi í lágmarki. Á bæjum þeim sem garnaveiki greinist á gilda ýmsar takmarkanir sem lúta að því að hindra smitdreifingu.
Meira

Öxin - Agnes og Friðrik í Landnámssetrinu í Borgarnesi

Sagnamaðurinn Magnús Ólafsson frá Sveinsstöðum verður með þrjár sögustundir á Landnámssetrinu í Borgarnesi í janúarmánuði sem bera heitið Öxin - Agnes og Friðrik. Þar mun Magnús segja frá einum dramatískasta atburði Íslandssögunnar – síðustu aftökunni á Íslandi sem fram fór við Þrístapa í Vatnsdalshólum þann 12. janúar árið 1830 kl 14 þegar þau Friðrik Sigurðsson og Agnes Magnúsdóttir voru líflátin.
Meira