A-Húnavatnssýsla

Greta Clough ráðin markaðs- og viðburðarstjórnand Prjónagleði 2020

Greta Clough hefur verið ráðin sem markaðs- og viðburðarstjórnanda Prjónagleðinnar 2020 sem haldin verður á Blönduósi dagana 12.-14. júní næstkomandi en Textílmiðstöð Íslands hlaut á dögunum styrk frá Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra til ráðningarinnar. Greta tók til starfa þann 17. febrúar síðastliðinn að því er segir á Facebooksíðunni Textílmiðstöð Íslands - þekkingarsetur á Blönduósi.
Meira

Læknamiðill - Magnús Ólafsson skrifar

Öll þráum við að vera laus við að sjúkdómar herji á okkur, en stundum lendum við í slysum eða veikindum. Þá þarf að takast á við þá raun. Oftast getum við fengið góða hjálp frá okkar öfluga heilbrigðiskerfi, stundum næst ekki sá árangur, sem við vildum.
Meira

Vel tókst til með borun á Reykjum

Borun er lokið á fjórðu vinnsluholunni á Reykjum við Húnavelli vegna viðbótarvatnsöflunar fyrir hitaveitu Blönduóss og Skagastrandar. Verði árangur fullnægjandi mun það auka rekstraröryggi veitunnar til framtíðar, segir á heimasíðu RARIK.
Meira

Námskeið í stafrænum vefnaði í Textílmiðstöðinni

Um síðustu helgi, dagana 14.-16. febrúar, var haldið námskeið í stafrænum vefnaði í TC2 vefstól í Textílmiðstöð Íslands á Blönduósi. Námskeiðið er hluti af rannsóknar- og þróunarverkefni Textílmiðstöðvarinnar sem nefnist Bridging Textiles to the Digital Future. Var það styrkt af Tækniþróunarsjóði Rannís og er haldið til að kynna þessa stafrænu tækni fyrir textíllistamönnum og hönnuðum á Íslandi.
Meira

Kært til fortíðar, kulda og myrkurs

Á liðnum áratugum hafa réttarbætur fært almenningi og öðrum þeim er andspænis stjórnvöldum standa, aukinn rétt. Það verður að teljast trúlegt að stjórnmálamenn hafi á sínum tíma álitið að farið yrði gætilega með þennan rétt. Á síðustu árum hefur æ betur komið í ljós hvernig þessi aukni réttur hefur verið misnotaður eða mögulegar afleiðingar þessarar réttarbótar hafa ekki verið hugsaðar til enda. Er nú svo komið að mikilvæg innviðaverkefni sem tryggja eiga jafnræði meðal þegna landsins hafa tafist mjög og sum um áratugaskeið. Einstaklingar og félagasamtök hafa í sumum tilfellum bundist samtökum um kærumál í skipulagsmálum gegn ýmsum framkvæmdum. Sérkennilegt er að oftar en ekki koma þessar athugasemdir og kærur mjög seint fram í skipulagsferlinu. Steininn tekur þó úr þegar öll kærumál virðast afgreidd, er gripið í hálmstrá sem einungis er ætlað að tefja framkvæmdir enn frekar.
Meira

Marín Guðrún nýr forstöðumaður Hljóðbókasafns Íslands

Húnvetningurinn Marín Guðrún Hrafnsdóttir mun taka við embætti forstöðumanns Hljóðbókasafns Íslands en hlutverk safnsins er að sjá þeim sem ekki geta fært sér venjulegt prentað letur í nyt fyrir bókasafnsþjónustu með miðlun á fjölbreyttu safnefni, þar á meðal námsgögnum, í sem bestu samræmi við óskir og þarfir notenda.
Meira

Sextíu og fimm milljónir til 76 verkefna

Alls bárust 113 umsóknir í Uppbyggingasjóð Norðurlands vestra þar sem óskað var eftir 170 milljónum króna í styrki en aðeins sjötíu og sex verkefni, 60 aðila, náðu í gegn en úthlutun fór fram sl. fimmtudag í félagsheimilinu á Hvammstanga. Samtals var úthlutað 65 milljónum króna en hæsta styrkinn hlaut Þekkingarsetrið á Blönduósi, 5.162.000.
Meira

Loftslagsráð Sjálfstæðisflokksins skipað

Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins hefur sett á stofn Loftslagsráð Sjálfstæðisflokksins að tillögu Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, Jóns Gunnarssonar og Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur.
Meira

Sex teymi þreyttu áskorun Byggðastofnunar á hakkaþoni háskólanemanna

Um liðna helgi fór fram í Háskóla Íslands hakkaþon háskólanema þar sem Byggðastofnun lagði fram áskorun úr stefnumótandi byggðaáætlun og byggði áskorunin á lið B.7, störf án staðsetningar, og var meginmarkmið hennar að komast að því hvernig hægt væri að búa svo um að það yrði ákjósanlegt fyrir ungt og menntað fólk að búa og starfa á landsbyggðinni.
Meira

Vegur lokaður vegna umferðarslyss við Stóru-Giljá

Fyrir skömmu varð umferðarslys við bæinn Stóru-Giljá í Austur-Húnavatnssýslu er tveir bílar er komu úr gagnstæðum áttum rákust saman. Ekki var vitað um líðan farþega er Feykir hafði samband við Neyðarlínuna.
Meira