A-Húnavatnssýsla

Mamma Mía í uppsetningu leikhóps NFNV á YouTube

Nemendafélag Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra sýndi tók þráðinn upp á ný og bætti við fjórum aukasýningum í lok janúar á leikritinu Mamma Mía en frumsýnt var 22. nóvember sl. Nú er leiknum lokið en þó kannski ekki alveg þar sem hægt er að nálgast upptöku á YouTube.
Meira

112 dagurinn í Húnaþingi vestra og á Blönduósi

Viðbragðsaðilar í Húnaþingi vestra ætla að efna til hópaksturs um Hvammstanga í tilefni 112 dagsins sem haldinn er á morgun, þann 11.2. Á Blönduósi verður einnig farið í hópakstur en þar verður lagt upp frá lögreglustöðinni.
Meira

Þæfingsfærð á Norðurlandi og gul veðurviðvörun

Gul viðvörun vegna veðurs er í gildi fyrir Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra og Norðurland eystra. Norðan hvassviðri (13-20 m/s) er á þessum stöðum með snjókomu eða skafrenningi og slæmu skyggni, einkum á Ströndum. Versnandi akstursskilyrði og eru ferðalangar hvattir til að sýna varkárni.
Meira

Svar við bréfi Helgu er minnisstæð

Stefanía Anna Garðarsdóttir svaraði spurningum Bók-haldsins í Feyki í 5. tölublaði ársins 20019. Hún er starfsmaður Stéttarfélagsins Samstöðu á Blönduósi, er alæta á bækur að eigin sögn og er fastagestur á Héraðsbókasafni A- Húnvetninga á Blönduósi. Undanfarið hefur hún verið nokkuð upptekin af lestri spennu- og glæpasagna þó vissulega grípi hún alltaf í annars konar bókmenntir.
Meira

Blæðir úr slitlagi á þjóðvegi 1

Á vef Vega­gerðinnar er var­að við slit­lags­blæðing­um á þjóðvegi 1 frá Holta­vörðuheiði að Öxna­dal. Þar lentu ­marg­ir öku­menn í vand­ræðum í gær­kvöldi þegar hjólbarðar fylltust af tjöru.
Meira

Landsbyggðarleikarnir :: Áskorendapenni - Valgerður Ágústsdóttir frá Geitaskarði

Lífið er ríkt af alls konar tilviljunum og hendingum. Ég er ánægð með þá niðurstöðu að hafa fæðst á Íslandi. Og tilheyra þessari sérkennilegu, stoltu, duglegu og úrræðagóðu þjóð, sem er þó líklega óvenju þrætugjörn, ef horft er til hlutfallslegs fjölda mála sem enda fyrir dómstólum hér á landi í samanburði við nágrannalönd okkar.
Meira

Innbakaðar grísakótilettur

Freyja Ólafsdóttir og Einar Kolbeinsson voru matgæðingar Feykis í sjötta tbl. 2018. Þau búa í Bólstaðarhlíð í Austur-Húnavatnssýslu þar sem Einar er fæddur og uppalinn en Freyja er Skagfirðingur. Freyja er matreiðslumeistari og kennari við Húnavallaskóla en Einar er viðskiptafræðingur og ferðabóndi ásamt fleiru. „Hér á bæ snýst lífið að stórum hluta um margvíslegan matartilbúning. Afurðir sauðkinda, hrossakjét og villibráð eru þar næstum allsráðandi en tilbreyting jafnan fagnaðarefni. Svo er því sannarlega farið með eftirfandi rétt,“ segja matgæðingarnir Freyja og Einar.
Meira

Sofandi skipsstjórar algeng orsök skipsstranda

Frá árinu 2000 má rekja 43 skipsströnd við Ísland til þess að stjórnandi þess sofnaði, samkvæmt niðurstöðum Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Meðalvökutími skipsstjórnenda í þessum tilfellum var um 24 klukkustundir en fór allt upp í 40 klukkustundir. Þetta kemur fram í niðurstöðum Rannsóknanefndar samgönguslysa sem sagt er frá í Morgunblaðinu í dag.
Meira

Margar tilnefningar um framúrskarandi verkefni á Norðurlandi vestra

Í janúarmánuði auglýstu Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra eftir tilnefningum til framúrskarandi verkefna á Norðurlandi vestra árið 2019, annars vegar um verkefni á sviði menningar og hins vegar á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar. Frestur til tilnefninga rann út þann 2. febrúar síðastliðinn.
Meira

Læsisstefna Austur Húnavatnssýslu, Húnaþings vestra og leikskóla Strandabyggðar

Undanfarin ár hafa Leik- og grunnskólar í Austur Húnavatnssýslu, Húnaþingi vestra og leikskóli Strandabyggðar unnið að gerð sameiginlegrar læsisstefnu skólanna með það að markmiði að samræma kennsluhætti og námsmat og efla læsi. Nú hefur verið gefinn út bæklingur með helstu áherslum úr stefnunni.
Meira