A-Húnavatnssýsla

Kosning hafin á manni ársins á Norðurlandi vestra

Eins og undanfarin ár stendur Feykir fyrir kjöri á manni ársins. Gefst íbúum á svæðinu og öðrum lesendum Feykis kostur á að velja úr hópi þeirra sem tilnefndir voru af lesendum. Í þetta skiptið bárust sex tilnefningar sem teknar voru til greina. Hægt verður að greiða atkvæði hér á vefnum Feyki.is eða senda atkvæði í pósti á Feykir, Borgarflöt 1, 550 Sauðárkróki. Kosningin er þegar hafin og stendur til kl. 12 á hádegi á nýársdag, 1. janúar.
Meira

Forðist matarsýkingar um jólin

Háannatíminn í eldhúsum margra landsmanna er nú framundan og er þá að ýmsu að hyggja. Matvælastofnun hvetur landsmenn til að huga vel að hreinlæti, og tileinka sér rétta meðhöndlun og kælingu matvæla í eldhúsinu svo koma megi í veg fyrir að matarbornir sjúkdómar spilli gleðinni á hátíðinni sem framundan er.
Meira

Viltu taka þátt í að velja þema næstu Prjónagleði?

Prjónagleðin - Iceland Knit Fest verður haldin í fimmta sinn, dagana 12. – 14. júní 2020. Undirbúningur fyrir hátíðina er hafinn og stefnt er að því að opna fyrir pantanir á heimasíðu Textílmiðstöðvarinnar, www.textilmidstod.is í byrjun næsta árs.
Meira

Öxnadalsheiði lokuð

Þjóðvegi 1 um Öxnardalsheiði hefur verið lokað fyrir umferð vegna versnandi veðurs, að því er kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi vestra. Einnig hefur Siglufjarðarvegi utan Fljóta verið lokað.
Meira

Björgunarsveitirnar styrktar

Blönduósbær og Sveitarfélagið Skagafjörður hafa tekið ákvörðun um að styrkja björgunarsveitirnar á sínum svæðum um eina milljón króna hverja en auk þess styrkir Sveitarfélagið Skagafjörður Skagfirðingasveit um hálfa milljón króna vegna umfangs stjórnstöðvar. Er þetta gert í kjölfar þess mikla óveðurs sem gekk yfir norðanvert landið í síðustu viku og skapaði mikið álag á björgunarsveitir á svæðinu.
Meira

Verðmætasköpun í fiski innanlands!

Atvinnuveganefnd hefur í góðri samstöðu fjallað um stóraukinn útflutning á óunnum fiski sem hefur margvísleg áhrif á atvinnu, efnahag, nýsköpun og rekstrargrundvöll fiskmarkaða, minni útgerða og fiskvinnsla í landinu. Við sammæltumst um að senda gagnrýnin álitaefni til fimm ráðuneyta og köllum eftir skýrum svörum og rökstuddum viðbrögðum. Sjávarútvegurinn hefur verið bitbein stjórnmálamanna í marga áratugi. Það er því sérstakt fagnaðarefni þegar þingmenn allra flokka á Alþingi koma sér saman um mál honum tengdum.
Meira

Afgreiðslutímar á hjá Sýslumanninum á Norðurlandi vestra um jól og áramót

Embætti Sýslumannsins á Norðurlandi vestra vill vekja athygli á því að skrifstofur embættisins á Blönduósi og á Sauðárkróki verða lokaðar á Þorláksmessu, aðfangadag og gamlársdag auk hefðbundinna lokana yfir hátíðirnar.
Meira

Allt getur nú skeð - Gamansögur af tónlistarmönnum

Í bókinni „Hann hefur engu gleymt ... nema textunum“ er að finna bráðsnjallar gamansögur af íslenskum tónlistarmönnum. Höfundur bókarinnar er Guðjón Ingi Eiríksson og hefur hann kallað marga fram á sviðið, „lifandi og látna!“, svo sem Bjögga Halldórs, Ragga Bjarna, Magga Kjartans, Greifana, Skriðjöklana, Ingimar Eydal og hljómsveitarmeðlimi hans, Álftagerðisbræður og eru þá sárafáir nefndir. Í Jólafeyki gat að líta nokkrar sögur úr bókinni og bætum við nokkrum við hér á Feyki.is.
Meira

Furða sig á málflutningi framkvæmdastjóra Neyðarlínunnar

Viðbragðsaðilar á Norðurlandi vestra hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna málflutnings Þórhalls Ólafssonar, framkvæmdastjóra Neyðarlínunnar, í Kastljósi RÚV þann 16. desember sl. í kjölfar óveðursins sem reið yfir í síðustu viku. Telja þeir það vera forgangsmál allra aðila að tryggja að Tetra-kerfið á landinu öllu virki sem skyldi á ögurstundu.
Meira

Körfuboltamót á Blönduósi á laugardaginn

Körfuboltaskóli Norðurlands vestra stendur fyrir körfuboltamóti á Blönduósi laugardaginn 21. desember. Mótið er fyrir alla krakka á aldrinum 8-16 ára en það verður með því sniði að skipt verður í lið og verður spilað í þremur aldursflokkum; 8-9 ára, 10-12 ára og 13 ára og eldri. Feykir hafði samband við Helga Margeirsson hjá KNV og spurði hann út í mótið og körfuboltaáhugann í Húnavatnssýslum.
Meira