A-Húnavatnssýsla

Kaflaskiptur marsmánuður - Veðurspá Veðurklúbbsins á Dalbæ

Í var haldinn fundur í Veðurklúbbi Dalbæjar og mættu þrettán félagar stundvíslega kl 14. Farið var yfir síðasta spágildi og voru félagar nokkuð sáttir með hvernig úr rættist. Samkvæmt spánni verður marsmánuður kaflaskiptur en vonast er til að hann verði mildari en febrúar.
Meira

Engin smit milli manna hér á landi

Tölur um fjölda smitaðra af kórónaveirunni breytist nú dag frá degi. Á vef Landlæknis er greint frá því að fjórtán einstaklingar á fimmtugs og sextugsaldri hafi verið greindir hér á landi með kórónaveiruna, sem veldur COVID-19 sjúkdómi, en á Mbl.is í morgun eru þeir sagðir 16. Í öllum tilfellum eru tilfellin staðsett á Höfuðborgarsvæðinu og yfir þrjúhundruð einstaklingar eru í sóttkví. Engin merki eru um það að kórónuveiran hafi borist milli manna hér á landi en flest smitin eru rakin til Ítalíu, sem er eitt þeirra landa sem skilgreint er með mikla smitáhættu.
Meira

REKO afhendingar á fimmtudag

Næstkomandi fimmtudag, þann 5. mars, verða REKO afhendingar á Blönduósi og Sauðákróki. Með REKO afhendingu er átt við að neytendur geta átt milliliðalaus viðskipti við framleiðendur á svæðinu en hugmyndafræðin bak við REKO á rætur sínar að rekja til Finnlands og stendur skammstöfunin fyrir „vistvæna og heiðarlega viðskiptahætti“.
Meira

Landsnet boðar til aukafundar á morgun vegna Blöndulínu 3

Landsnet hélt opinn kynningar- og vinnustofufund um fyrirhugaða lagningu Blöndulínu 3 þann 13. febrúar á Sauðárkróki. Fín mæting var á fundinn samkvæmt tilkynningu frá Landsneti og góð þátttaka í vinnustofu en ábendingar hafa borist um að fólk sem hafði áhuga hafi ekki komist á fundinn vegna veðurs. Því er boðað til aukafundar á morgun 4. mars til að gefa sem flestum tækifæri til að taka þátt í umræðu og vinnu við valkostagreiningu vegna lagningar línunnar.
Meira

Vel sóttur stofnfundur Pírata í Norðvesturkjördæmi

Stofnfundur PíNK - Pírata í Norðvesturkjördæmi var haldinn á veitingastaðnum Grand-Inn á Sauðárkróki sl. laugardag og var fundurinn vel sóttur eftir því sem kemur fram á heimasíðu Pírata. Ljóst þykir að mikill áhugi er á starfi og stefnu Pírata sem fara vaxandi í kjördæminu. Halldóra Mogensen þingmaður Pírata stýrði fundi og eftir formlega stofnun var ráðist í kosningar.
Meira

Skattaskil til 10. mars

Opnað hefur verið fyrir skil á skattframtali einstaklinga vegna tekna síðasta árs á þjónustuvef Skattsins. Frestur til að skila er til 10. mars nk. en hægt verður að sækja um viðbótarfrest til 13. mars. Einfaldar framtalsleiðbeiningar á ensku og pólsku.
Meira

Sigrún Stella með eitt vinsælasta lag dagsins

Vestur-Íslendingurinn Sigrún Stella Bessason er að gera það gott með lag sitt Sideways, eitt það vinsælasta á Íslandi í dag, en það situr ofarlega á vinsældalistum bæði hjá Rás 2 og Bylgjunni. Þrátt fyrir að söngkonan hafi alist að hluta til upp á Akureyri náum við að sjálfsögðu að tengja hana vestur yfir Öxnadalsheiðina bæði í Skagafjörðinn og Austur-Húnavatnssýsluna.
Meira

Landbúnaðarstefna verður mótuð fyrir Ísland

Mótuð verður Landbúnaðarstefna fyrir Ísland um sameiginlega sýn og skýrar áherslur til framtíðar. Verkefnið verður í forgangi í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu og mun fyrsti þáttur verkefnisins hefjast á næstu vikum, meðal annars með opnum fundum um allt land. Þetta kom fram í ávarpi Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, við setningu Búnaðarþings í dag.
Meira

Skellur á snjóhvítu gervigrasinu

Tindastóll og Þróttur Vogum mættust í hríðinni á laugardag og var leikið á gervigrasinu á Króknum. Tindastólsmenn voru ansi fáliðaðir og varð þjálfari liðsins, James Alexander McDonough að reima á sig takkaskóna. Það dugði þó ekki til því piltarnir úr Vogunum unnu öruggan 1-5 sigur.
Meira

Námskeið um loftslagsvænan landbúnað

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins stendur nú fyrir heilsdags námskeiðum um loftslagsvænan landbúnað víða um landið. Á fundunum gefst bændum og öðrum landeigendum kostur á að efla þekkingu sína á loftslagsmálum. Farið verður yfir aðgerðir til að draga úr kolefnisspori landbúnaðarins með breyttri landnýtingu, ræktun, áburðarnotkun og fóðrun, auk kolefnisbindingar. Kennarar á námskeiðinu koma frá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, Landgræðslunni og Skógræktinni.
Meira