Viðbúnaðarstig komið í appelsínugult ástand fyrir Strandir og Norðurland vestra
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
08.01.2020
kl. 08.49
Enn er vonskuveður um mestallt land og vegir víða ýmist ófærir eða lokaðir. Holtavörðuheiðin er ófær sem og fjallvegir á Norðurlandi, Siglufjarðarvegur og Ólafsfjarðarmúli. Veðurstofan gerir ráð fyrir suðvestan hríðarveðri áfram, vindi víða 20-28 m/s, éljagangi og skafrenningi með lélegu skyggni. Víðtækar samgöngutruflanir líklegar, lokanir á vegum og ekkert ferðaveður á meðan viðvörunin er í gildi. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám.
Meira