A-Húnavatnssýsla

Skjaldborg er handhafi Eyrarrósarinnar 2020

Eyrarrósin, viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni utan höfuðborgarsvæðisins, var veitt í sextánda sinn í dag, við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Frú Eliza Reid, forsetafrú og verndari Eyrarrósarinnar afhenti verðlaunin og var það Skjaldborg – Hátíð íslenskra heimildarmynda á Patreksfirði sem hlaut viðurkenninguna að þessu sinni. Kakalaskáli í Skagafirði komst einnig í lokatilnefninguna ásamt Menningarstarfi í Alþýðuhúsinu á Siglufirði en hvort verkefnið um sig fær í sinn hlut verðlaunafé að upphæð 500.000 kr.
Meira

Gæti orðið bið eftir Sjónhorni og Feyki

Vegna bilunar í heftimaskínu í röðunarvél á Nýprenti má reikna með að dreifing á Sjónhorni og Feyki tefjist eitthvað og er beðist velvirðingar á því. Starfsfólk hefur af þessu tilefni þurft að dusta rykið af gömlu góðu verkfærunum og er blöðum dagsins handraðað.
Meira

50 ára afmæli Húnavallaskóla fagnað í sumar

Húnavallaskóli á 50 ára afmæli á þessu ári og verður af því tilefni efnt til afmælishátíðar í sumar. Fyrrum nemendum, starfsfólki og velunnurum skólans er boðið til fagnaðarins sem halda á laugardaginn 6. júní nk.
Meira

Vel heppnaðir afmælistónleikar Sóldísar

Fullt var út úr dyrum í Menningarhúsinu Miðgarði í Skagafirði í gær á 10 ára afmælistónleikum Kvennakórsins Sóldísar. Á þeim degi er markar upphaf góunnar, konudegi, hefur kórinn, allt frá stofnun, staðið á sviði Miðgarðs og sungið á tónleikum sem ávallt hafa verið vel sótti.
Meira

BioPol á Skagaströnd og Háskólinn á Akureyri endurnýja samstarfssamning

Sjávarlíftæknisetrið BioPol á Skagaströnd og Háskólinn á Akureyri undirrituðu nýlega samning um endurnýjun samstarfs milli stofnananna til næstu fimm ára en þær hafa átt samstarf frá stofnun BioPol árið 2007.
Meira

Bolludagsbollur

Nú er bolluvertíðin í hámarki, bolludagur á mánudaginn og landsmenn munu væntanlega hesthúsa fjölmargar bollur um helgina. Það er kannski að bera í bakkafullan lækinn að birta bolluuppskriftir þar sem alnetið er stútfullt af slíkum þessa dagana. Tilbrigðin eru ótalmörg og í sjálfu sér eru því kannski lítil takmörk sett með hverju fylla má bollurnar, bara nota það sem bragðlaukunum líkar og láta hugmyndaflugið ráða.
Meira

Er vinnustaður bara hugarástand? - Vefráðstefna SSNV

Næstkomandi fimmtudag, 27. febrúar klukkan 10:00, stendur SSNV fyrir vefráðstefnu um möguleika dreifðra byggða þegar kemur að svokölluðum skrifstofusetrum (e. coworking space). Vefráðstefna þessi er hluti af verkefninu Digi2Market sem styrkt er af Norðurslóðaáætlun.
Meira

Skimun getur bjargað lífi – hugaðu að heilsunni og pantaðu tíma

Krabbameinsfélagið býður upp á brjóstamyndatöku á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki daganna 24-27. febrúar og á Blönduósi daganna 2. - 3. mars. Konur um allt land fá sent boð í pósti þegar komið er að næstu krabbameinsleit hjá þeim.
Meira

Helena söng til sigurs í Söngkeppni NFNV

Helena Erla Árnadóttir sigraði í Söngkeppni NFNV sem fram fór í gærkvöldi með lagið Anyone eftir Demi Lovato. Í öðru sæti hafnaði Rannveig Sigrún Stefánsdóttir með lagið Bring Him Home eftir Colm Wilkinson og Ingi Sigþór Gunnarsson endaði í þriðja sæti með lagið Á sjó með Hljómsveit Ingimars Eydal.
Meira

Bein útsending frá Söngkeppni NFNV

Söngkeppni NFNV fer fram í kvöld í sal Fjölbrautaskólans þar sem boðið verður upp á tólf atriði. Keppni hefst núna klukkan 20 og er í beinni útsendingu. Á hverju ári er haldin undankeppni fyrir söngkeppni framhaldsskólanna þar sem nemendur skólans láta ljós sitt skína en í ár átti hún að fara fram á Valentínusardaginn 14. febrúar en var frestað vegna veðurs.
Meira