Skjaldborg er handhafi Eyrarrósarinnar 2020
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
26.02.2020
kl. 16.21
Eyrarrósin, viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni utan höfuðborgarsvæðisins, var veitt í sextánda sinn í dag, við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Frú Eliza Reid, forsetafrú og verndari Eyrarrósarinnar afhenti verðlaunin og var það Skjaldborg – Hátíð íslenskra heimildarmynda á Patreksfirði sem hlaut viðurkenninguna að þessu sinni. Kakalaskáli í Skagafirði komst einnig í lokatilnefninguna ásamt Menningarstarfi í Alþýðuhúsinu á Siglufirði en hvort verkefnið um sig fær í sinn hlut verðlaunafé að upphæð 500.000 kr.
Meira
