Tæpar 300 þúsund krónur til styrktar Björgunarfélaginu Blöndu
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
27.12.2019
kl. 11.10
Skömmu fyrir jól var haldinn kökubasar á Blönduósi til styrktar Björgunarfélaginu Blöndu en sem kunnugt er hefur mikið mætt á félagsmönnum undanfarnar vikur. Það var Snjólaug María Jónsdóttir sem stóð að basarnum ásamt sveitungum sínum og lögðu fjölmargir sitt af mörkum. Á Þorláksmessu afhenti Snjólaug María afraksturinn, 268 þúsund krónur, til Hjálmars Björns Guðmundssonar, formanns Björgunarfélagsins Blöndu.
Meira