A-Húnavatnssýsla

Gleðilegt nýtt ár

Feykir óskar öllum landsmönnum, nær og fjær, gleðilegs nýs árs með þökk fyrir samfylgdina á því liðna. Megi nýtt ár verða ykkur öllum farsælt og gæfuríkt.
Meira

Gamla árið kvatt með brennum og flugeldasýningum

Nú eru áramótin rétt handan við hornið og að vanda verður það kvatt með brennum, skoteldum og almennum gleðskap. Flugeldasýningar og brennur í umsjón björgunarsveitanna verði haldnar á sjö stöðum á Norðurlandi vestra að þessu sinni, á Hvammstanga, Blönduósi, Skagaströnd, í Varmahlíð, á Sauðárkróki, Hólum og á Hofsósi.
Meira

Snjólaug og Jón skotíþróttafólk ársins hjá Markviss

Skotfélagið Markviss á Blönduósi valdi á dögunum skotíþróttafólk ársins en það voru þeir sem náðu bestum árangri á árinu sem er að líða. Fyrir valinu urðu þau Snjólaug M. Jónsdóttir, fyrir árangur í haglagreinum, og Jón B. Kristjánsson, fyrir árangur í kúlugreinum. Þá hafa þau bæði starfað ötullega fyrir Markviss og verið öflug í umhverfismálum sem og við uppbyggingu á æfingasvæði félagsins.
Meira

Fimm flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur eftir umferðarslys

Umferðarslys varð á Þjóðvegi 1 um Hrútafjarðarháls, upp úr klukkan 22 í kvöld, er þar valt bifreið á norðurleið en mikil hálka var á vettvangi er óhappið varð. Í bifreiðinni voru tveir fullorðnir og þrjú börn.
Meira

Ofsahræðsla dýra vegna flugelda

Matvælastofnun minnir dýraeigendur á að huga vel að dýrum sínum meðan á flugeldaskotum stendur um áramótin. Slíkar sprengingar kunna að valda dýrunum ofsahræðslu og geta þau valdið slysum á sjálfum sér og öðrum við slíkar aðstæður. Slys má fyrirbyggja með því að grípa til viðeigandi varúðarráðstafana fyrir gamlárskvöld og þrettándann.
Meira

Bændur fá meira fyrir mjólkina

Verðlagsnefnd búvara hefur tekið ákvörðun um að hækkun lágmarksverðs mjólkur til bænda og heildsöluverðs á mjólk og mjólkurafurðum sem nefndin verðleggur. Þann 1. janúar næstkomandi mun lágmarksverð mjólkur til bænda hækka um 2,5%, úr 90,48 kr. í 92,74 kr. og heildsöluverð mjólkur og mjólkurafurða sem nefndin verðleggur hækka um 2,5%.
Meira

Grænmetisréttir og sælgæti fyrir heimilishundinn

Kristján Birgisson og Angela Berthold voru matgæðingar vikunnar í 48. tbl. 2017. Þau hafa búið í Lækjardal síðan 1996 og finnst frábært að búa í sveitinni þó þau stundi ekki hefðbundinn búskap. Þau vinna bæði á Blönduósi en eiga sína reiðhesta og tvo hunda. „Mig langar að koma með tvær uppskriftir að grænmetisréttum, kannski eru fleiri sem vilja breyta aðeins til eftir hátíðirnar og sleppa kjötinu af og til,“ segir Angela. „Ég borða sjálf mikið af grænmeti en Kristján vill ekkert endilega láta bendla sig við svoleiðis. Fyrsta uppskriftin er af Falafel sem kemur frá Miðausturlöndunum og er borðað sem einskonar skyndifæði þar, sett inn í pítubrauð með salati, tómötum, jógúrt- og tahínsósu.“
Meira

Flugeldasala björgunarsveitanna á Norðurlandi vestra

Björgunarsveitirnar standa að vanda fyrir flugeldasölu fyrir áramótin og er hún í flestum tilfellum þeirra stærsta fjáröflunarleið. Vafalaust er mörgum í mun að styðja vel við bakið á sveitunum eftir fórnfúst starf þeirra í óveðrinu sem geisaði í fyrr í desember og er öllum í fersku minni. Það má gera með því að kaupa flugelda björgunarsveitanna en einnig er hægt að styrkja sveitirnar með beinum fjárframlögum hafi fólk ekki í hyggju að kaupa flugelda. Flugeldamarkaðirnir hér um slóðir opna flestir í dag og verða þeir opnir sem hér segir:
Meira

Skráning á Króksamótið í gangi

Þann 11. janúar 2020 verður blásið til körfuboltaveislu á Króknum, Króksamótsins, sem ætluð er körfuboltakrökkum í 1.–6. bekk. Það er Fisk Seafood sem er aðal stuðningsaðili mótsins og er þátttökugjaldið krónur núll – semsagt frítt. Opið er fyrir skráningu til 5. janúar og eru áhugasamir hvattir til að skrá sig sem fyrst svo það gleymist nú ekki.
Meira

Tvö tonn af kartöflum í skóinn hjá landsins börnum

Íslensku jólasveinarnir höfðu í nógu að snúast fyrir þessi jól líkt og vanalega og væntanlega þekkist viðlíka annríki meðal stéttarinnar hvergi annars staðar í heiminum. Meðan jólasveinar annarra landa þurfa aðeins að mæta í vinnuna eina nótt á ári þurfa þeir íslensku að gefa börnum í skó þrettán nætur og flækjast svo um á jólaböllum næstu dagana allt fram til þrettándans þegar þeir loksins hafa allir tínst til síns heima. Til allrar hamingju eru íslensku sveinarnir margir og deilist því erfiðið á margra herðar.
Meira