A-Húnavatnssýsla

Veiðileyfi í Blöndu og Svartá á veida.is

Sala veiðileyfa í Blöndu og Svartá fyrir komandi veiðitímabil eru nú komin í sölu á veiðileyfavefnum veiða.is. Nýr leigutaki, Starir, tók við svæðunum síðastliðið haust, og hafa ýmsar breytingar verið gerðar á veiðifyrirkomulaginu sem snúa að leyfilegu agni, kvóta og fjölda stanga og er þeim ætlað að stuðla að uppbyggingu svæðana til framtíðar.
Meira

Fyrsta beina flugið frá Hollandi til Norðurlands að vetrarlagi

Flugvél hollenska flugfélagsins Transavia lenti á Akureyrarflugvelli á laugardagsmorgun, með fyrstu farþegana sem koma til Norðurlands í vetur á vegum hollensku ferðaskrifstofunnar Voigt Travel. Þetta er í fyrsta sinn sem það félag býður upp á beint flug frá Hollandi til Norðurlands að vetrarlagi, en ferðaskrifstofan bauð upp á sumarferðir árið 2019 sem vöktu mikla lukku.
Meira

Skankar með tilbrigðum

Matgæðingar áttunda tölublaðs ársins 2018 voru Sigríður Hjaltadóttir og Skúli Þór Sigurbjartsson. „Við búum á Sólbakka í Víðidal. Þar rekum við kúabú auk þess að eiga nokkrar kindur og hross til að ná að nýta landið á sem fjölbreytastan hátt. Við höfum ræktað skjólbelti á jörðinni eins og tími hefur unnist til og nýtum þannig landsins gagn og nauðsynjar,“ segja þau hjón. „Við áttum í erfiðleikum með að velja uppskriftir því við erum einlægir aðdáendur íslenska dádýrsins, sem er auðvitað kindakjötið okkar. Mér skilst að það megi ekki nefna lambakjöt því það er svo vont erlendis, það sé betra að nota orðið kind. En okkur langaði líka til að skerpa á kunnáttu landans við að elda nautakjöt eða koma með uppskrift úr íslensku folaldi því það er ekki hægt að ofelda það. Fyrir valinu varð ungt kindakjöt úr íslenskum framparti (lambakjöt), grunnuppskriftin kemur frá Nigellu sem er okkur flestum kunn. Hún eldaði þennan rétt með baunum en við eldum hann með tilbrigðum.“
Meira

Vel heppnað Norðurlandsmót í júdó fór fram á Blönduósi

Norðurlandsmót í Júdó var haldið á Blönduósi þann 8. febrúar síðastliðinn en alls mættu 35 keppendur frá þremur júdófélögum á Norðurlandi: Tindastóli, Pardusi á Blönduósi og KA á Akureyri. Norðurlandsmót hafa verið haldin á Blönduósi frá árinu 2015 og er þetta fimmti veturinn í röð sem það er haldið.
Meira

Tjón á tveimur bæjum í Húnaþingi

Húni.is segir frá því að töluvert tjón hafi orðið í óveðri dagsins á tveimur bæjum í Vatnsdal og Víðidal. Í fréttinni segir að Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn á Norðurlandi vestra hafi í viðtali við Ríkisútvarpið í hádeginu greint frá því að mikið tjón hafi orðið í Vatnsdal þar sem útihús, vélar og íbúðarhús hafi skemmst. Gekk viðbragðsaðilum illa að komast á vettvang vegna veðurs.
Meira

Veður í hámarki á Norðurlandi vestra

Það hefur ekki farið framhjá mörgum að snælduvitlaust veður hefur verið víða á landinu og nú geisa miklar rokur á Norðurlandi. Í Blönduhlíðinni er stormur, yfir 30 metrar á sekúndu með miklum hviðum en fyrir hádegi mældist mesta gusan 47,7 m/s á veðurstöð við Miðsitju. Sömu sögu er að segja frá Blönduósi þar er vindhraðinn yfir 30 m/s og hviður yfir 49 m/s. Á Skagatá mældust hviður allt að 41 m/s en þar er vindhraðinn nú um 30 m/s.
Meira

Fjöldi nýrra og spennandi tækifæra á Blönduósi

Það er mikið um að vera á Blönduósi og vöntun á fólki í hinar ýmsu stöður svo nú er auglýst eftir fólki og tækifærin til staðar fyrir þá sem vilja flytja á staðinn. Húsnæðisskortur er ekki fyrir hendi þar sem fjölmargar eignir eru í boði á hagstæðu verði.
Meira

Góutunglið leggst vel í spámenn - Veðurspá Veðurklúbbsins á Dalbæ

Þann 4. febrúar komu saman til fundar ellefu félagar Veðurklúbbsins á Dalbæ og fóru yfir spágildi síðasta mánaðar. Fundarmenn voru nokkuð sáttir með þær hugmyndir sem þeir höfðu um veðrið síðastliðinn mánuð, þó var hann ögn harðari. Næsti mánuður verður áfram umhleypingasamur, þó kannski heldur mildari.
Meira

Allt skólahald fellur niður á morgun

Vegna verulega slæms veðurútlits í Skagafirði og Húnavatnssýslum og yfirstandandi óvissustigs almannavarna föstudaginn 14. febrúar, var á fundi Almannavarnarnefnda Skagafjarðar og Húnavatnssýslna fyrr í dag tekin ákvörðun um að fella niður allt skólahald í leik-, grunn- og tónlistarskólum á Norðurlandi vestra á morgun.
Meira

Appelsínugul viðvörun um land allt

Landsmenn búa sig nú undir ofsaveður sem ganga mun yfir landið í nótt og á morgun og hefur Veðurstofa Íslands gefið út appelsínugula viðvörun um land allt. Ört dýpkandi lægð nálgast nú landið og reiknað er með að í nótt hvessi mikið og gangi í austan rok eða ofsaveður með morgninum.
Meira