Opnað fyrir umsóknir um framlög vegna fjarvinnslustöðva
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
31.10.2019
kl. 11.11
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur opnað fyrir umsóknir um framlög sem veitt eru vegna fjarvinnslustöðva og er það í samræmi við aðgerð B.8 í stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2018-2024. Markmið verkefnisins eru annars vegar að koma opinberum gögnum á stafrænt form og hins vegar að fjölga atvinnutækifærum á landsbyggðinni. Alls verður úthlutað allt að 24 milljónum króna. Umsóknarfrestur er til miðnættis 25. nóvember 2019.
Meira