Völvuspá Feykis 2020
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
01.01.2020
kl. 07.14
Eins og undanfarin ár er rýnt inn í framtíðina og reynt að sjá fyrir óorðna hluti hér í Feyki. Í mörg ár hafa spákonurnar í Spákonuhofinu á Skagaströnd rýnt í spil og rúnir en að þessu sinni gátu þær ekki orðið við beiðni blaðsins. Var þá leitað á önnur mið og eftir mikla eftirgrennslan náðist samband og samkomulag við einstakling sem vill ekki láta kalla sig spámann eða völvu heldu seiðskratta. Aðspurður um þá nafngift sagði hann að það hæfði sér best enda bruggaður seiður við þennan gjörning. Ekki vildi viðkomandi koma fram undir nafni og munum við verða við því.
Meira
