Kynningarfundir um hrútakost
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
13.11.2019
kl. 11.10
Búnaðarsambönd landsins standa á næstunni fyrir kynningarfundum í kjölfar útgáfu á nýrri hrútaskrá í samstarfi við Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins. Aðalumfjöllunarefni fundanna er kynning á hrútakosti sæðingastöðvanna en auk þess eru fundirnir kjörinn vettvangur til að ræða ræktunarstarfið í sauðfjárræktinni að því er segir í frétt á vef Bændablaðsins, bbl.is. Haldnir verða fjórir fundir á svæði Búnaðarsambands Húnaþings og Stranda og Búnaðarsambands Skagfirðinga; í Sævangi í Steingrímsfirði, í Ásbyrgi á Laugarbakka, í sal BHS á Blönduósi og í Tjarnarbæ í Skagafirði.
Meira