A-Húnavatnssýsla

Kynningarfundir um hrútakost

Búnaðarsambönd landsins standa á næstunni fyrir kynningarfundum í kjölfar útgáfu á nýrri hrútaskrá í samstarfi við Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins. Aðalumfjöllunarefni fundanna er kynning á hrútakosti sæðingastöðvanna en auk þess eru fundirnir kjörinn vettvangur til að ræða ræktunarstarfið í sauðfjárræktinni að því er segir í frétt á vef Bændablaðsins, bbl.is. Haldnir verða fjórir fundir á svæði Búnaðarsambands Húnaþings og Stranda og Búnaðarsambands Skagfirðinga; í Sævangi í Steingrímsfirði, í Ásbyrgi á Laugarbakka, í sal BHS á Blönduósi og í Tjarnarbæ í Skagafirði.
Meira

Samningar um sóknaráætlanir undirritaðir í gær

Í gær voru undirritaðir nýir sóknaráætlanasamningar við átta landshlutasamtök sveitarfélaga. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra og fulltrúar landshlutasamtakanna, þar á meðal Unnur Valborg Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri SSNV, undirrituðu samningana við hátíðlega athöfn í Ráðherrabústaðnum. Grunnframlag ríkisins til samninganna árið 2020 nemur 716 milljónum króna en alls nema framlögin 929 milljónum króna með viðaukum og framlagi sveitarfélaga.
Meira

MAST í átaksverkefni vegna afnáms leyfisveitingakerfisins

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Jón Gíslason, forstjóri Matvælastofnunar (MAST), undirrituðu í dag samkomulag um átaksverkefni um aukið eftirlit í kjölfar afnáms leyfisveitingakerfis þann 1. janúar nk. vegna innflutnings á tilteknum landbúnaðarafurðum innan EES.
Meira

Stekkjardalur hlaut umhverfisverðlaun Húnavatnshrepps

Á fjölmennri íbúahátíð Húnavatnshrepps, sem fór fram þann 8. nóvember 2019 voru veitt umhverfisverðlaun Húnavatnshrepps fyrir árið 2019. Á heimasíðu sveitarfélagsins kemur fram að það hafi verið þau Gerður Ragna Garðarsdóttir og Ægir Sigurgeirsson, ábúendur í Stekkjardal, sem hlutu umhverfisverðlaun Húnavatnshrepps fyrir árið 2019.
Meira

Margir keyrðu framhjá slösuðum manni

Lögreglan á Norðurlandi vestra vakti athygli á erfiðum akstursskilyrðum í landshlutanum í kjölfar hlýnandi veðurs á föstudaginn síðasta en mikil hálka myndaðist víða á vegum. Nokkur umferðaróhöpp höfðu þá orðið vegna þess og brýndi lögreglan fyrir ökumönnum að haga akstri í samræmi við aðstæður hverju sinni.
Meira

Hey Iceland á Vísindi og graut

Lella Erludóttir, markaðsstjóri Ferðaþjónustu bænda, verður með fyrirlestur á Vísindi og grautur í Háskólanum á Hólum 20. nóvember klukkan 13: 00-14: 00 í herbergi 302. Lella mun segja frá Hey Iceland sem er margverðlaunuð ferðaskrifstofa með yfir 30 ára þekkingu á sérþekkingu í ferðalögum á landsbyggðinni.
Meira

Heilög hæna og snúðar á eftir

„Þegar mikið er að gera er gott að geta hent í fljótlegan og góðan rétt, nú eða þegar mann langar bara í eitthvað virkilega gott. Rétturinn er fljótlegur og einfaldur og alveg einstaklega djúsí og ekkert mál að græja hann á stuttum tíma. Eftirrétturinn er svo sykurbomba sem slær alls staðar í gegn,“ segir Inga Rut Hjartardóttir sem var matgæðingur í 43. tbl. Feykis 2017. Inga er Skagfirðingur, fædd og uppalin á Sauðárkróki en flutti til Akureyrar með fjölskyldu sinni fyrir nokkrum árum þar sem hún lauk námi í sjávarútvegsfræði og starfar nú sem sjávarútvegsfræðingur hjá Wise lausnum á Akureyri.
Meira

Frumvarp um breytingu á lögum um fæðingar- og foreldraorlof í samráðsgátt

Frumvarp um breytingu á lögum um fæðingar- og foreldraorlof hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda en umsagnafrestur er til 12. nóvember 2019. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að samanlagður réttur foreldra til fæðingarorlofs lengist úr níu mánuðum samkvæmt gildandi lögum í tólf mánuði og að lengingin komi til framkvæmda í tveimur áföngum. Annars vegar vegna barna sem fæðast, eru ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur á árinu 2020 og hins vegar vegna barna sem fæðast, eru ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur 1. janúar 2021 eða síðar.
Meira

Fyrirlestur um fuglana í garðinum

Þann 21. nóvember nk. mun Einar Þorleifsson, náttúrufræðingur hjá Náttúrustofu Norðurlands vestra og Selaseturs Íslands, halda opinn fyrirlestur um þá fugla sem finnast í görðum landsmanna. Fyrirlesturinn mun fara fram í Selasetri Íslands á Hvammstanga og hefst klukkan 20:00.
Meira

Ofankomur sem ekki þarf að æsa sig yfir

Spámenn Veðurklúbbsins á Dalbæ komu saman til fundar í gær og fóru yfir spágildi síðasta mánaðar. Fundur hófst kl 14 og voru allir fundarmenn, 13 talsins, mjög sáttir með hvernig spáin gekk eftir. Nýtt tungl sem kviknaði 28. október í norðaustri er mánudagstungl og verður ríkjandi fyrir nóvember. Nýtt tungl kviknar síðan 26. nóvember og hafa fundarmenn góða tilfinningu fyrir því.
Meira