A-Húnavatnssýsla

Þröstur og Þórhildur í stjórn Samtaka smáframleiðenda

Stofnfundur Samtaka smáframleiðenda var haldinn á Hótel Sögu í gær. Samtökin hafa það að markmiði að stuðla að öflugra samstarfi og auknum samtakamætti smáframleiðenda matvæla um land allt ásamt því að stuðla að kraftmikilli nýsköpun og fjölbreyttu úrvali hágæða matvæla, þar sem áhersla er á notkun innlendra hráefna, aukinn fjölbreytileika og verðmætasköpun, þróun nýrra og verðmætari vara og þjónustu úr vannýttum hráefnum, að draga úr kolefnisspori, auka sjálfbærni og fjölga atvinnutækifærum. Frá þessu var greint á vef Bændablaðsins í gær.
Meira

Menntasjóður í stað Lánasjóðs

Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra mælti í gær á Alþingi fyrir frumvarpi um Menntasjóð námsmanna sem mun koma í stað Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Frumvarpið felur í sér grundvallarbreytingu á stuðningskerfi ríkisins við námsmenn, þar sem lánþegar fá 30% niðurfærslu af höfuðstól námsláns ef þeir ljúka námi innan ákveðins tíma og námsmenn með börn á framfæri beinan stuðning í stað lána áður. Hvoru tveggja verður undanþegið lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda.
Meira

Ráðið í starf forstöðumanns þróunarsviðs hjá Byggðastofnun

Sigríður Elín Þórðardóttir hefur verið ráðin forstöðumaður þróunarsviðs Byggðastofnunar en alls bárust 24 umsóknir um starfið. Á vef Byggðastofnunar segir að Sigríður, sem lauk mastersnámi í félagsfræði frá Háskóla Íslands árið 2004, hafi yfir að ráða yfirgripsmikilli þekkingu og reynslu af starfi að byggðamálum og hafi starfað sem sérfræðingur á þróunarsviði Byggðastofnunar allt frá árinu 2000. Í starfi sínu á Byggðastofnun hefur Sigríður Elín unnið að fjölbreyttum verkefnum og stýrt stórum samstarfsverkefnum á verkefnasviði stofnunarinnar, jafnt innlendum sem erlendum.
Meira

Viðtalstímar vegna styrkumsókna í Uppbyggingarsjóð

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra fyrir árið 2020 og verða starfsmenn SSNV með vinnustofur/viðtalstíma á neðangreindum stöðum þar sem boðið verður upp á einstaklingsaðstoð við gerð umsókna, veittar upplýsingar um styrkmöguleika, auk almennrar aðstoðar í tengslum við atvinnu- og menningarstarfsemi.
Meira

Íbúum hefur fjölgað um 1,4%

Íbúum Norðurlands vestra hefur fjölgað um 98 eða um 1,4% frá 1. desember 2018 til 1. nóvember sl. samkvæmt nýjum tölum frá Þjóðskrá. Íbúum á landinu öllu hefur fjölgað um 6.722 manns eða 1,9% á þessu tímabili en þann 1. nóvember voru 363.393 með skráða búsetu á landinu.
Meira

Ráðskonan fékk nóg og kenndi henni að prjóna

Edda Brynleifsdóttir býr á Blönduósi þar sem hún rekur verslunina Hitt og þetta handverk og Vötnin Angling service. Þar má fá veiðivörur ýmiss konar ásamt góðu úrvali af handverki og er enginn svikinn af því að taka smá krók inn í gamla bæinn á Blönduósi og líta við hjá Eddu. Handverkið í versluninni kemur víða að en margt af því hefur Edda unnið sjálf enda situr hún ekki auðum höndum þegar kemur að handavinnu og er jafnan með nokkur stykki á prjónunum í einu. Edda féllst á að svara nokkrum spurningum varðandi handverk sitt.
Meira

Grænmetisréttur og frönsk súkkulaðikaka

Matgæðingurinn í 42. tbl. Feykis árið 2017 var Aldís Olga Jóhannsdóttir, Hvammstangabúi sem hefur leitað fyrir sér á ýmsum stöðum s.s. á höfðuborgarsvæðinu, á Bifröst og í Danmörku áður en hún sneri aftur til heimahaganna. Aldís er lögfræðingur að mennt og stafar sem innheimtustjóri og svæðisfulltrúi hjá HVE á Hvammstanga. „Mér finnst eilítið kómískt að vera að færa fram uppskriftir, því ég hef löngum verið talin mjög matvönd. Það er afar sjaldgæft að kjötmeti fari inn fyrir mínar varir, en matvönd er ég ekki á súkkulaði!“ segir Aldís sem reiðir fram tvær freistandi uppskriftir.
Meira

Rjúpnaveiðitímabilið hefst í dag

Í dag, 1. nóvember, hefst rjúpnaveiðitímabilið og stendur það út mánuðinn. Fyrirkomulag veiðanna er með breyttu sniði frá því sem verið hefur undangengin ár. Leyft er að skjóta rjúpu fimm daga vikunnar, þ.e. alla daga nema miðvikudaga og fimmtudaga en þetta árið var veiðidögum fjölgað úr 15 í 22.
Meira

Samið um sálfræðiþjónustu í skólum Austur-Húnavatnssýslu

Félags- og skólaþjónusta Austur-Húnavatnssýslu og Sensus slf. undirrituðu nýlega tveggja ára samning sem lýtur að sálfræðiþjónustu í leik- og grunnskólum sveitarfélaganna.
Meira

Evelyn Ýr hlýtur viðurkenningu frá Markaðsstofu Norðurlands

Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi var haldin í Hörgársveit og Dalvíkurbyggð í gær, miðvikudaginn 30. október. Tókst hátíðin í alla staði vel, að því er segir á vef Markaðsstofu Norðurlands. Venju samkvæmt voru veittar viðurkenningar til aðila sem vakið hafa eftirtekt í ferðaþjónustu í landshlutanum. Viðurkenningarnar eru þrjár; sproti ársins, fyrirtæki ársins og störf í þágu ferðaþjónustu á Norðurlandi.
Meira