Þröstur og Þórhildur í stjórn Samtaka smáframleiðenda
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
06.11.2019
kl. 09.28
Stofnfundur Samtaka smáframleiðenda var haldinn á Hótel Sögu í gær. Samtökin hafa það að markmiði að stuðla að öflugra samstarfi og auknum samtakamætti smáframleiðenda matvæla um land allt ásamt því að stuðla að kraftmikilli nýsköpun og fjölbreyttu úrvali hágæða matvæla, þar sem áhersla er á notkun innlendra hráefna, aukinn fjölbreytileika og verðmætasköpun, þróun nýrra og verðmætari vara og þjónustu úr vannýttum hráefnum, að draga úr kolefnisspori, auka sjálfbærni og fjölga atvinnutækifærum. Frá þessu var greint á vef Bændablaðsins í gær.
Meira