A-Húnavatnssýsla

Körfuboltamót á Blönduósi á laugardaginn

Körfuboltaskóli Norðurlands vestra stendur fyrir körfuboltamóti á Blönduósi laugardaginn 21. desember. Mótið er fyrir alla krakka á aldrinum 8-16 ára en það verður með því sniði að skipt verður í lið og verður spilað í þremur aldursflokkum; 8-9 ára, 10-12 ára og 13 ára og eldri. Feykir hafði samband við Helga Margeirsson hjá KNV og spurði hann út í mótið og körfuboltaáhugann í Húnavatnssýslum.
Meira

Af mannheimum og veðurguðum

Ekki eru öll kurl komin til grafar eftir fárviðrið sem skall á landinu í síðustu viku. Enn eru íbúar á Norðurlandi, hvar höggið var þyngst, að kljást við truflanir í raforkukerfinu, lagfæra skemmdir á munum og búnaði og bregðast við tjóni vegna rekstrarstöðvunar. Ljóst er að afleiðingarnar eru miklar og víðtækar. Raforkukerfið brást og aðrir innviðir, eins og fjarskiptakerfið, fóru í kjölfarið sömu leið. Það er staðreynd að mikil almannahætta skapaðist á stóru svæði hjá fjölda fólks um alltof langan tíma. Björgunarsveitir og aðrir viðbragðsaðilar unnu engu að síður magnað þrekvirki og það er þeim að þakka að ekki fór verr.
Meira

Opið hús í Nes listamiðstöð

Í dag, miðvikudaginn 18. desember, klukkan 19-21 munu listamenn desembermánaðar hjá Nesi listamiðstöð á Skagaströnd bjóða til opins húss. Þar verður gestum boðið upp á að skoða fallega hönnun, teikningar, prentanir og máluð verk. Einnig ætlar Adriene Jenik að bjóða upp á „loftslags framtíðarspá“ með ECOtarot spili. Klukkan 20:30-21:00 býður Julie Thomson gesti velkomna til þátttöku í Yoga Nidra. Þá verða teknar léttar teygjur og slökun til að hjálpa gestum að ná góðum nætursvefni.
Meira

Kaupa vatnsdælu í stað pakkaskipta

Nemendur og starfsfólk Höfðaskóla á Skagaströnd ætla að breyta út af vananum á litlu jólunum og sleppa pakkaskiptum. Í staðinn leggur hvert heimili til 1000 krónur í söfnun fyrir vatnsdælu hjá UNICEF.
Meira

Fákar og fólk – Svipmyndir úr hestamennsku í 30 ár

Eiríkur Jónsson sem hóf að mynda hesta fyrir alvöru sumarið 1979 varð fljótt iðinn við myndatökur á hestamótum og tók þá einkum ljósmyndir fyrir greinar sem hann skrifaði fyrir Vísi og síðar DV, en að auki ritaði hann greinar í ýmis sérblöð og ritstýrði öðrum.
Meira

Bjóða fram áfallahjálp í Húnavatnssýslum

Samráðshópur um áfallahjálp í Húnavatnssýslum kom saman til fundar sl. mánudag í kjölfar óveðurs og rafmagnsleysis í héraðinu. Í hópnum sitja fulltrúar RKÍ, þjóðkirkju, félagsþjónustu, heilsugæslu og lögreglu. Í yfirlýsingu frá samráðshópnum koma fram kærar þakkir til allra viðbragðsaðila fyrir vel unnin störf en ljóst þykir að þeir hafi unnið þrekvirki við afar erfiðar aðstæður. Einnig vill hópurinn þakka íbúum fyrir stuðning og hjálpsemi við náungann, sem einkenndist af samstöðu og samkennd.
Meira

Ástandið með öllu óboðlegt

Á fundi sveitarstjórnar Húnavatnshrepps sem haldinn var sl. föstudag, þann 13. desember, var lögð fram bókun þar sem lýst er yfir miklum áhyggjum af þeirri stöðu sem upp kom í Húnavatnssýslum og víðar á landinu í óveðrinu sem geisaði í síðustu viku.
Meira

Rafmagnslaust frá Hvammstanga að Torfustöðum og frá Reykjaskóla að Laugabakka

Í gærkvöldi og nótt voru truflanir á kerfi RARIK út frá Hrútatungu og Laxárvatni og er nú rafmagnslaust á svæðinu frá Hvammstanga að Torfustöðum og frá Reykjaskóla að Laugabakka. Bilanaleit hefur staðið yfir í alla nótt og stendur enn.
Meira

Tillögur um sameiningu prestakalla

Á Kirkjuþingi 2019 var fjallað um breytingar sem framundan eru á skipulagi þjóðkirkjunnar og snúa þær að sameiningu prestakalla eða flutningi þeirra milli prófastsdæma. Meðal þeirra breytinga sem fyrirhugaðar eru er að Breiðabólstaðar-, Melstaðar-, Skagastrandar- og Þingeyraklaustursprestakall í Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi sameinist í Húnavatnsprestakall. Önnur umræða um sameiningartillögurnar mun fara fram á framhaldsþingi Kirkjuþings í mars 2020.
Meira

Ótraustir innviðir og orka

Landsmenn allir hafa á nýliðnum dögum upplifað fátíðar afleiðingar vetrarveðurs. Óveðrið hefur opinberað gríðarlega veikleika í grunn innviðum landsins. Þúsundir íbúa hafa verið án án rafmagns og fjarskiptasamband verið í lamasessi og er ekki að fullu komið í eðlilegt horf enn þegar þetta er ritað. Yfir 800 björgunarsveitarmenn hafa sinnt um 1000 útköllum vítt og breitt um landið og sem fyrr staðið vaktina með miklum sóma, hafa unnið gott starf sem gerir hvern Íslending stoltan.
Meira