A-Húnavatnssýsla

Opið hús í Nes listamiðstöð

Í dag, sunnudaginn 27. október, er opið hús í Nes listamiðstöð á Skagaströnd þar sem listamenn mánaðarins munu sýna margvíslega vinnu sína.
Meira

Hægeldaður hryggur og uppáhaldsnammikaka

„Við heitum Þóra Margrét Lúthersdóttir og Einar Árni Sigurðsson. Við búum á bænum Forsæludal í Vatnsdal, þar rekum við sauðfjárbú ásamt því að eiga nokkur hross, hænur og hund,“ sögðu matgæðingar 41. tbl. Feykis árið 2017. Þóra og Einar tóku við búinu í Forsæludal árið 2014. Einar starfar sem vélstjóri hjá Samskipum en Þóra sér um börn og bú en börnin eru fjögur á aldrinum fjögurra til átta ára. Þau gáfu lesendum uppskriftir að þriggja rétta máltíð.
Meira

Einu sinni var :: Áskorandinn Kristín Guðjónsdóttir Blönduósi

Fyrir allmörgum árum síðan, eftir miðja síðustu öld, var sú sem þetta skrifar lítil stelpa að alast upp á Blönduósi. Nánar tiltekið þar sem nú er kallað „gamli bærinn“. Þá bjó maður annað hvort innfrá eða útfrá, það er að segja ég bjó innfrá og var iddi en þeir sem bjuggu utan ár, hinu megin við Blöndu voru úddar. Þessi skilgreining er held ég lítið notuð í dag eða ekkert.
Meira

Heimskautarefur truflaði ökumann

Afspyrnuslæmt veður var á Norðurlandi vestra í gær, blint og mikill skafrenningur að því er segir á Facebooksíðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra. Bifreið fór út af veginum í Langadal í gærkvöldi þegar ökumanni fipaðist aksturinn og gaf hann þá skýringu að „arctic fox“ hefði hlaupið fyrir bílinn.
Meira

Listaverk sýnd á bakhlið Kvennaskólans

Verk listakonunnar Josefin Tingvall eru nú til sýnis á útivegg Kvennaskólans á Blönduósi og verða til næsta sunnudags, 27. október. Hér er um að ræða myndband sem varpað er á bakhlíð hússins, alltaf á milli klukkan 17: 30 og 22:00. Veggurinn sést vel frá göngustígnum meðfram Blöndu og gamla bænum.
Meira

Stefán Vagn og Bjarni Jóns ræða um vegabætur á Alþingi

Stefán Vagn Stefánsson hefur lagt fram þingsályktunartillögu um Tröllaskagagöng milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar. Lagt er til að samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra láti hefja vinnu við rannsóknir og frumhönnun og mat á hagkvæmni á gerð jarðganga á Tröllaskaga.
Meira

Húnavatnshreppur auglýsir styrki vegna viðburða og verkefna

Húnavatnshreppur ætlar að gefa félagasamtökum, fyrirtækjum og einstaklingum tækifæri til að sækja um styrki vegna viðburða eða verkefna. Þurfa verkefnin að samræmast hlutverki sveitarfélagsins eða vera í samræmi við stefnu þess og áherslur, vegna fjárhagsársins 2020, að því er segir í tilkynningu á vef sveitarfélagsins.
Meira

Skipað í verðlagsnefnd búvara

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur í samræmi við ákvæði búvörulaga skipað verðlagsnefnd búvara en hún er skipuð sjö einstaklingum. Samkvæmt búvörulögum skulu tveir fulltrúar vera tilnefndir af samtökum launþega, tveir af Bændasamtökum Íslands, tveir af Samtökum afurðastöðva í mjólkurframleiðslu auk þess sem ráðherra landbúnaðarmála skipar formann nefndarinnar.
Meira

Húsnæðisáætlun Blönduósbæjar gefin út

Undanfarna mánuði hefur verið unnið að gerð húsnæðisáætlunar fyrir Blönduósbæ sem hefur það að markmiði að skapa yfirsýn yfir húsnæðismál, meta þarfir ólíkra hópa og gera áætlun um uppbyggingu íbúða til næstu átta ára. Er hún unnin í samræmi við reglugerð um húsnæðisáætlanir sveitarfélaga sem tók gildi í desember á síðasta ári þar sem kveðið er á um að öll sveitarfélög skuli gera húsnæðisáætlun til fjögurra ára í senn sem skuli uppfærðar árlega með tilliti til breytinga og þróunar sem orðið hafa á forsendum hennar milli ára.
Meira

Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra auglýsir eftir umsóknum

Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra auglýsir eftir umsóknum um styrki fyrir árið 2020. Veittir eru styrkir til atvinnuþróunar og nýsköpunar, verkefnastyrkir til menningarstarfs og stofn- og rekstrarstyrkir til menningarstarfs. Umsóknarfrestur rennur út miðvikudaginn 20. nóvember klukkan 16:00.
Meira