Íbúum Skagabyggðar fjölgar hlutfallslega mest
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
05.06.2019
kl. 14.48
Íbúum Norðurlands vestra hefur fjölgað um 17 einstaklinga frá 1. desember til 1. júní sl. samkvæmt tölum Þjóðskrár. Mesta fjölgunin í landshlutanum á þessu tímabili var í Sveitarfélaginu Skagafirði þar sem fjölgaði um níu manns en hlutfallslega varð mest fjölgun í Skagabyggð þar sem átta nýir íbúar bættust við og nemur það 8% fjölgun. Það er jafnframt mesta hlutfallslega fjölgunin á landsvísu yfir tímabilið.
Meira
