A-Húnavatnssýsla

Dýrmætt stig hjá Kormáki/Hvöt í 4. deildinni

Á Hvítasunnudag fór fram einn leikur í 4.deild karla, þegar Snæfell fékk Kormák/Hvöt(K/H) í heimsókn á Stykkishólmsvelli. Fyrir leikinn voru Snæfell með níu stig í öðru sæti og ekki tapað leik, en Kormákur/Hvöt í því þriðja með sex stig eftir tvo góða sigra í seinustu tveim leikjum.
Meira

Ökumaður undir áhrifum fíkniefna með barn á leikskólaaldri í bílnum

Talsverður erill hefur verið hjá Lögreglunni á Norðurlandi vestra undanfarna viku, en á Facebook síðu hennar kemur fram að í vikunni hefði verið farið í eina húsleit þar sem lögregla lagði hald á kannabisefni og stera. Tveir aðilar handteknir vegna málsins.
Meira

Margmenni á golfdegi í blíðskaparveðri

Um 60 manns heimsóttu Vatnahverfisvöll við Blönduós á golfdegi PGA í gær, mánudaginn 10. júní, og nutu leiðsagnar fjögurra kennara í PGA golfkennaranámi. Golfdagur PGA var haldinn á fjórum stöðum á landinu að þessu sinni.
Meira

Torskilin bæjarnöfn - Gottorp í Vesturhópi

Í Árbókum Espólíns er bæjarins getið á þessa leið: „Árið 1692 fjell sandur yfir Ásbjarnarnes í Vesturhópi, þar Barði Guðmundarson bjó fyrrum, ok tók bæinn allan ok túnið. Þann sand allan dreif úr Þingeyrasandi í norðanveðri, en á tanga af jörðunni var síðan settr annar bær ok kallaðr Gottrúp. Þar var l0 hundraða Ieiga.“ (Árb. Esp. VIII. bls. 35.)
Meira

Gleðilega hvítasunnu

„Á hvítasunnudag tóku postularnir á móti heilögum anda. Þeir töluðu tungum -- það er mæltu þannig að hver og einn nærstaddur skildi þá líkt og þeir töluðu á hans móðurmáli, en þar voru menn af mörgum þjóðernum. 3000 manns létust skírast til kristni þann daginn. Þessi þrjú þúsund voru fyrsti kristni söfnuðurinn,“ segir á Vísindavefnum.
Meira

Laufskála-Lasagna og snúðakaka

Matgæðingaþátturinn sem hér fer á eftir birtist áður í 21. tbl.. Feykis 2017: Mikael Þór Björnsson og Sólrún Guðfinna Rafnsdóttir búa á Hvammstanga ásamt þremur börnum og tveimur köttum í gömlu huggulegu húsi sem heitir Laufskáli. Mikael vinnur sem sjúkraþjálfari og Sólrún er kennari. Þau gefa okkur tvær girnilegar uppskriftir. „Við erum ennþá heilaþvegin af áramótaskaupinu og erum á móti matarsóun... þess vegna erum við með svona „taka til í ísskápnum“ rétt en lasagna er algjörlega uppáhalds hjá öllum í fjölskyldunni,“ segja þau.
Meira

Síðasta útskrift Farskólans þetta vorið

Í gær lauk formlega námskeiðum vetrarins í Farskólanum, miðstöðvar símenntunar á Norðurlandi vestra, með útskrift úr Námi og þjálfun í almennum bóklegum greinum og úr matarsmiðjunni Beint frá býli. Brugðið var út af venjunni í þetta sinn og fór útskriftin fram í Eyvindarstofu á Blönduósi.
Meira

Helgihald og sumartónleikar í Hóladómkirkju sumarið 2019

Það verður nóg um að vera í Hóladómkirkju í allt sumar, þar verður helgihald og sumartónleikar á vegum Guðbrandsstofnunar og Hóladómkirkju. Nafnið Guðbrandsstofnun er kennd við Guðbrand Þorláksson sem var einn helsti Biskup sem setur hefur á Hólastað.
Meira

Prjónagleði í fjórða sinn - Fjölbreytt dagskrá með fróðleik og skemmtun

Hin árlega prjónahátíð, Prjónagleðin, verður haldin á Blönduósi um hvítasunnuhelgina eða dagana 7.-10. júní. Þetta er í fjórða skipti sem hátíðin er haldin en það er Textilmiðstöð Íslands sem að henni stendur. Á Prjónagleði kemur saman fólk sem hefur áhuga á prjónaskap og skiptir þá engu máli hvað mikil innistæða er í reynslubankanum. Þema hátíðarinnar að þessu sinni er „hafið“ en dagur hafsins er haldinn hátíðlegur þann 8. júní ár hvert.
Meira

Laxveiði hafin í Blöndu

Sagt er frá því á fréttavefnum huni.is í dag að laxveiði sé hafin í Blöndu. Það var veiðimaðurinn Brynjar Þór Hreggviðsson sem landaði fyrsta laxinum kl. 7:20 í morgun en það var 78 sentímetra löng hrygna, grálúsug. Var henni sleppt eftir átökin en veiðistaðurinn var Dammurinn að sunnanverðu.
Meira