Bíll lokar Holtavörðuheiði - Uppfært, búið að opna.
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
02.04.2019
kl. 08.52
Vegurinn yfir Holtavörðuheiði er lokaður sem stendur en þar er bíll sem lokar veginum. Á vef Vegagerðarinnar segir að unnið sé að því að losa bílinn en þó sé óvíst hvenær tekst að opna fyrir umferð aftur. Annars er snjóþekja, hálka eða hálkublettir víðast hvar á Norðurlandi en allir helstu vegir færir. Flughálka er þó í Blönduhlíð, þungfært í Almenningum en ófært er á Víkurskarði.
Meira