A-Húnavatnssýsla

Bjarki Már þjálfar Kormák/Hvöt

Bjarki Már Árnason hefur verið ráðinn þjálfari Kormáks/Hvatar sem leikur í 4. deild Íslandsmótsins í knattspyrnu. Bjarki Már mun einnig spila með liðinu en hann er margreyndur varnarjaxl með Tindastóli en einnig sem þjálfari.
Meira

GróLind heldur fundi í dag í Víðihlíð og Miðgarði

Þessa dagana eru starfsmenn Landgræðslunnar á ferð um landið og bjóða öllum áhugasömum til kynningar- og samráðsfunda um verkefnið GróLind – mat og vöktun á gróður og jarðvegsauðlindum Íslands. Næstu fundir verða á Norðurlandi vestra í dag - fimmtudaginn 21. mars. Sá fyrri hefst klukkan 14 og haldinn í Víðihlíð í V-Húnavatnssýslu en kl. 20 í Miðgarði í Skagafirði.
Meira

Elvar Logi sigursæll í Norðlensku mótaröðinni

Þriðja mótið í Norðlensku mótaröðinni fór fram sl. laugardag í Þytsheimum á Hvammstanga en keppt var í tölti, T4 og T7. Hér fyrir neðan má sjá úrslit mótsins en öll úrslit og tölur úr forkeppni eru einnig inn á LH kappa appinu. Fjórða mót Norðlensku mótaraðarinnar verður haldið laugardaginn 30.mars, kl 13:00 í reiðhöllinni á Sauðarkróki og stnedur skráning til miðnættis fimmdudagsins 28. mars en keppt verður í tölti T3, T7 og skeiði.
Meira

Domi endurnýjaði samning við Kormák/Hvöt

Juan Carlos Dominguez Requena, skrifaði í gær undir nýjan samning við Kormák/Hvöt en Domi kom til liðsins í fyrrasumar og var mikilvægur hlekkur í varnarleik liðsins. Á Facebooksíðu Knattspyrnudeildar Hvatar segir að stjórnin hlakki til áframhaldandi samstarfs við Domi. Við undirritun samningsins voru viðstödd Hámundur Örn og Lee Ann sem sitja í meistaraflokksráði Hvatar.
Meira

Ísmót á Svínavatni á sunnudaginn

Hestamannafélagið Neisti heldur ísmót á Svínavatni nk. sunnudag, 24. mars, og hefst það kl. 13:30. Mótið er hið þriðja í SAH mótaröðinni sem styrkt er af SAH Afurðum ehf.
Meira

26,5 milljónir í styrki á Norðurland vestra úr Húsafriðunarsjóði

Á dögunum var tilkynnt um úthlutun styrkja úr Húsafriðunarsjóði fyrir árið 2019. Alls bárust 267 umsóknir en 202 verkefnum voru veittir styrkir, alls 301.499.000 kr. en sótt var um tæplega einn milljarð króna. Heildarúthlutun fyrir Norðurland vestra, var 26,5 milljónir. Styrkirnir eru í nokkrum flokkum og skiptist þannig á Norðurlandi vestra í þúsundum króna: Friðlýstar kirkjur 9.500, friðlýst hús og mannvirki 1.200, friðuð hús og mannvirki 12.700, önnur hús og mannvirki 350, rannsóknir 0 og loks verndarsvæði í byggð 2.750.
Meira

Góður árangur nemenda FNV í Íslandsmóti iðn- og verkgreina

Helgina 14.-16. mars fór fram Íslandsmót iðn- og verkgreina ásamt framhaldsskólakynningu í Laugardalshöll. Fjöldi nemenda tók þátt en keppnisgreinar voru hátt í þrjátíu. Keppendur tókust á við krefjandi og raunveruleg verkefni sem reyndu á hæfni, skipulagshæfileika og fagmennsku. „Keppnin er liður í því að kynna iðn- og verknám fyrir grunnskólanemum og starfsmöguleikum í spennandi greinum. Gaman var að fylgjast með unga fólkinu sýna rétt handbrögð og tækni í sinni grein ásamt því að takast á við spennuna sem fylgir því að keppa,“ segir í tilkynningu frá FNV.
Meira

Hákarlinn í hávegum á fundaröð í Húnabúð

Byggðasafnsnefnd Húnvetningafélagsins í Reykjavík stendur fyrir fyrirlestraröð í Húnabúð í Reykjavík dagana 19., 21., og 28. mars og hefjast allir fundirnir klukkan 17. Allir tengjast fundirnir hákarli með einhverjum hætti. Vill Húnvetningafélagið með þeim reyna að breyta kuldalegu viðmóti Íslendinga til hákarlsins og vingast við hann og rétta hlut hans, að því er segir í tilkynningu á fréttavefnum Húna.is.
Meira

Júdókappar Norðurlands vestra stóðu sig vel á vormóti JSÍ

Vormót Júdósambands Íslands fyrir yngri flokka, frá 11 ára til 20 ára var haldið á Akureyri í gær og kepptu alls 84 keppendur frá tíu júdófélögum. Sex voru skráðir til leiks frá júdódeild Tindastóls en Steinn Gunnar Runólfsson neyddist til að hætta við vegna veikinda og því kepptu fimm fulltrúar deildarinnar á mótinu. Tveir kepptu fyrir hönd Pardusar á Blönduósi.
Meira

Vöktun og mat ástand gróður- og jarðvegsauðlinda landsins

Árið 2017 hófst samstarfsverkefni Landssamtaka sauðfjárbænda, Landgræðslunnar, Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og Bændasamtaka Íslands um að vakta og meta ástand gróður- og jarðvegsauðlinda landsins. Verkefnið fékk nafnið GróLind og er markmið þess að gera reglulega heildarmat á ástandi gróður- og jarðvegsauðlinda landsins og þróa sjálfbærnivísa fyrir nýtingu auðlindanna.
Meira