A-Húnavatnssýsla

Fíkniefnahundanámskeið hjá Lögreglunni á Norðurlandi vestra

Í síðustu viku hófst nám fyrir fíkniefnaleitarhunda og umsjónarmenn þeirra sem haldið er á vegum Lögreglustjórans á Norðurlandi vestra og Menntaseturs lögreglunnar. Námið fer fram í fjórum lotum og líkur því með bæði skriflegum og verklegum prófum í lok maí. Sjö hundateymi taka þátt að þessu sinni en þau koma frá lögreglunni, Fangelsismálastofnun og tollgæslunni.
Meira

Ók á tvær bifreiðar og stakk svo af

Lögreglan á Norðurlandi vestra greinir frá því á Facebooksíðu sinni að síðastliðinn laugardag hafi alvarlegt atvik átt sér stað í umdæminu þegar ökumaður bifreiðar ók á tvær aðrar bifreiðar og hvarf síðan af vettvangi. Ekki urðu slys á fólki en umtalsvert eignatjón.
Meira

Staða skólastjóra á Skagaströnd laus til umsóknar

Staða skólastjóra við Höfðaskóla á Skagaströnd hefur verið auglýst laus til umsóknar. Í auglýsingu sem birtist í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu um helgina segir að leitað sér að metnaðarfullum einstaklingi sem búi yfir þekkingu, hæfni og áhuga til að veita faglega forystu í skólastarfi. Mikið og gott starf hafi verið unnið í skólanum síðustu ár og þurfi nýr skólastjóri að hafa áhuga á því að halda þeirri vinnu áfram og þróa enn frekar. Skólinn notar spjaldtölvur í námi og kennslu með markvissum hætti og hafa kennarar sótt fjölmörg námskeið um notkun þessara tækja í skólastarfi.
Meira

Keilir með námskynningu á Sauðárkróki

Í kvöld verður Keilir með opinn kynningarfund um námsframboð skólans en lögð verður áhersla á létt spjall þar sem hver og einn getur fengið upplýsingar um ýmsar leiðir í staðnámi og fjarnámi. Fundurinn hefst kl. 20:00 í Farskólanum á Sauðárkróki.
Meira

Rækjur á salati, nautabuff og eplakaka frá mömmu

Matgæðingar vikunnar í 9. tbl. Feykis 2017 voru þau Bryndís Bjarnadóttir og Ágúst Jónsson á Ytra-Skörðugili. Þau buðu upp á rækjuforrétt með sterkri sósu, sinepskryddað nautabuff í aðalrétt og að lokum ljúffenga eplaköku í eftirrétt. „Ég er heimilisfræðikennari í Varmahlíðarskóla og hef áhuga á matseld en húsbóndinn sér um að grilla. Forrétturinn er mjög góður á hlaðborð og eplakakan er uppskrift frá móður minni og var mjög oft á sunnudögum á mínu æskuheimili. Hún er líka vinsæl á okkar heimili,“ segir Bryndís.
Meira

Verjum sérstöðu landsins

Nú hefur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra birt drög að frumvarpi til að bregðast við niðurstöðu EFTA-dómstólsins um innflutningstakmarkanir á fersku kjöti til landsins. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir heimildum til innflutnings á hráu ófrosnu kjöti og ógerilsneiddum eggjum. Frumvarpið hefur hvorki verið lagt fyrir ríkisstjórn eða stjórnarflokka. Það er enn í vinnslu hjá ráðuneyti en opnað hefur verið á samráð um frumvarpið í gegnum samráðsgátt stjórnvalda.
Meira

Brains for Europe :: Erasmus+ styrkur til Blönduskóla

Blönduskóli fékk styrk til þess að taka þátt í Erasmus+ verkefni sem heitir „Brains for Europe. Með Erasmus+ gefst menntastofnunum og aðilum sem sinna menntun á öllum skólastigum tækifæri til að auka alþjóðavæðingu í skólastarfi, miðla eigin reynslu og sækja þekkingu til annarra Evrópulanda. Markmið verkefnisins Brains for Europe er að kynna nám í taugavísindum í grunnskólum og með því að kenna börnum á aldrinum 12 og 16 ára hvernig heilinn virkar og hvernig þau geta nýtt sér þessa visku til þess að bæta sig í námi.
Meira

Fyrirhugað að auka urðun í Stekkjarvík

Byggðasamlagið Norðurá bs undirbýr nú mat á umhverfisáhrifum vegna fyrirhugaðrar aukningar á árlegu magni til urðunar á urðunarstaðnum í Stekkjarvík í landi Sölvabakka, utan við Blönduós. Norðurá leigir landið í Stekkjarvík af landeigendum Sölvabakka og gildir leigusamningurinn til ársins 2038. Urðað hefur verið á svæðinu síðan 2011.
Meira

Vel heppnað námskeið í viðburðastjórnun

Námskeið í viðburðastjórnun sem Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra stóðu fyrir og haldið var á Blönduósi sl. mánudag var prýðilega sótt, að því er segir á vef samtakanna. Námskeiðið var ætlað öllum þeim sem eru að skipuleggja og halda utan um stóra og smáa viðburði og langar til þess að sækja sér viðbót í verkfærakistuna sína.
Meira

Verðlaun fyrir skil á merktum hrognkelsum

BioPol ehf. á Skagaströnd hefur um langt árabil haft samstarf við Hafrannsóknastofnun um merkingar á hrognkelsum. Á síðasta ári voru fiskar merktir með tvennum hætti, annars vegar um 200 fiskar á hefðbundinni veiðislóð inni á Húnaflóa og hins vegar um 290 ungir fiskar í alþjóðlegum makrílleiðangri norður og suður af Íslandi og við austurströnd Grænlands.
Meira