A-Húnavatnssýsla

Orkuskot inn í daginn og besta ídýfan, auðveldur fiskréttur og baunaréttur

Sigfríður Eggertsdóttir og Guðjón Valgeir Guðjónsson á Hvammstanga voru matgæðingar Feykis í 10. tbl. 2017. Þau buðu upp á uppskriftir að orkuskoti inn í daginn og bestu ídýfunni, auðveldum fiskrétti og baunarétti. Það er Sigfríður sem hefur orðið: „Þó ég sé nú stolt bóndadóttir og meiri hluti fjölskyldunnar stundi fjárbúskap, elda ég sjaldan rautt kjöt núorðið. Það er þó ekki gert af ásettu ráði, heldur er nú bara smekkur mannanna misjafn. Fiskur, kjúklingur, grænmetis- og baunaréttir og súpur eru oftast í boði á minu heimili.
Meira

Fimmtíu árunum fagnað

Krabbameinsfélag Austur-Húnvetninga hélt veglega afmælisveislu í tilefni af 50 ára afmæli félagsins sl. sunnudag, þann 3. mars. Fjölmargir velunnarar félagsins mættu í Félagsheimilið á Blönduósi og samfögnuðu félaginu sem starfað hefur af miklum krafti í hálfa öld.
Meira

Nýir rekstraraðilar hjá Ömmukaffi

Nýir rekstraraðilar hafa tekið við rekstri veitingastaðarins Ömmukaffis á Blönduósi. Það eru þau Liya Behaga og Guðjón Ebbi Guðjónsson sem tóku við af þeim Bryndísi Sigurðardóttur og Birnu Sigfúsdóttur sem rekið hafa veitingahúsið undanfarin ár.
Meira

Helmingi hjólbarða ábótavant

Meira en helmingur allra bíla er með of lítinn, mikinn eða mismikinn loftþrýsting í dekkjum samkvæmt nýrri könnun sem VÍS gerði á ástandi dekkja um 100 tjónabíla. Þetta verður að teljast áhyggjuefni því loftþrýstingur hefur áhrif á stöðugleika, hemlunarvegalengd og þar af leiðandi almennt öryggi ökutækja.
Meira

Íbúafjöldi á Norðurlandi vestra breytist lítið

Þjóðskrá Íslands sendi frá sér tölur um íbúafjölda í byrjun marsmánaðar eins og vant er um mánaðamót. Þar kemur fram að Íslendingum hefur fjölgað um 0,4% frá 1. desember eða um 1.588 manns og eru þeir nú 358.259. Mest er fjölgunin í Reykjavík, 0,6%, en hlutfallsleg fjölgun er mest í Skorradal, 6,9%.
Meira

Keppni í dorgi á Vatnshlíðarvatni

Keppt verður í ísdorgi á Vatnshlíðarvatni á Vatnsskarði á sunnudaginn kemur, þann 10. mars, og hefst keppnin klukkan 11. Það er fyrirtækið Vötnin Angling Service sem að keppninni stendur.
Meira

Stefanía Inga ráðin gæðastjóri hjá Fisk Seafood

Stefanía Inga Sigurðardóttir hefur verið ráðin til starfa sem gæðastjóri hjá Fisk Seafood á Sauðárkróki. Í gæðateymi félagsins eru sérstakir gæðaeftirlitsmenn í ólíkum rekstrareiningum, s.s. landvinnslunni á Sauðárkróki, saltfiskvinnslu í Grundarfirði, seiðaeldi á Hólum, fiskeldi í Þorlákshöfn og frystitogaranum Arnari auk ferskfiskstogara Fisk Seafood.
Meira

Lýsa yfir vonbrigðum með lagafrumvarp

Á fundi sveitarstjórnar Húnavatnshrepps sem haldinn var í Blöndustöð þann 27. febrúar sl. var lögð fram bókun þar sem lýst er yfir vonbrigðum með framkomið frumvarp til laga um breytingu á lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, lögum um matvæli og lögum um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru. Matvælaöryggi og lýðheilsa eiga alltaf að vega þyngra en viðskiptahagsmunir, segir í bókuninni.
Meira

Grímutölt í SAH mótaröðinni

Hestamannaféalgið Neisti stendur fyrir töltmóti í Reiðhöllinni Arnargerði föstudagskvöldið 8. mars klukkan 19:30. Mótið er annað mót vetrarins í SAH – mótaröðinni sem styrkt er af SAH afurðum sem munu bjóða upp á pizzur að keppni lokinni.
Meira

Umhleypingasamt verður áfram

Þriðjudaginn 5. mars komu félagar í Veðurklúbbnum á Dalbæ saman til fundar kl 14 og voru fundarmenn alls þrettán talsins. Fundi lauk síðan kl. 14:30. Öskudagstunglið (Góutungl) kviknar í dag í suðvestri kl. 16:04. Veturinn er hvorki búinn á dagatali né veðurfarslega, segja spámenn Dalbæjar sem telja að umhleypingasamt verði áfram, áttir breytilegar og hafa þeir sterka tilfinningu fyrir því að snjó taki ekki upp áður en snjóar aftur meira. Hitastig verður eins og oft, breytilegt.
Meira