A-Húnavatnssýsla

Menning og saga Sýrlands

Vegna móttöku flóttafólks frá Sýrlandi býður Rauði krossinn í Húnavatnssýslu til fræðslufunda um menningu, sögu landsins og átökin þar undanfarin ár. Guðrún Margrét Guðmundsdóttir mannfræðingur og menningarmiðlari segir frá. Fyrri fundurinn verður mánudaginn 18 mars, kl. 20.00 í Félagsheimilinu á Blönduósi. Síðari fundurinn verður þriðjudaginn 19. mars, kl. 17.00 í Safnaðarheimilinu á Hvammstanga.
Meira

Byssusýning á Veiðisafninu Stokkseyri

Árleg byssusýning Veiðisafnsins á Stokkseyri, sem í ár verður í samvinnu við verslunina Hlað, verður haldin um helgina í húsakynnum Veiðisafnsins á Stokkseyri. Fjölbreytt úrval skotvopna verður til sýnis, haglabyssur, rifflar, skammbyssur, herrifflar ásamt ýmsu tengdu skotveiðum m.a úr einkasöfnum.
Meira

Súpa og fyrirlestur hjá Soroptimistaklúbbnum Við Húnaflóa í kvöld

Í kvöld, fimmtudaginn 14. mars kl 19:30 stendur Soroptimistaklúbburinn Við Húnaflóa fyrir súpu- og skemmtikvöldi í matsal Blönduskóla á Blönduósi. Boðið verður upp á ljúffenga súpu, brauð, kaffisopa og áhugaverðan fyrirlestur.
Meira

Ámundakinn kaupir fasteign Húnabókhalds

Nýlega var undirritaður kaupsamningur milli Húnabókhalds ehf. og Ámundakinnar ehf. um kaup þess síðarnefnda á húsnæði Húnabókhalds á Húnabraut 13, Blönduósi. Um er að ræða 167 fermetra skrifstofurými með tilheyrandi starfsmannaaðstöðu, sem var afhent nýjum eiganda þann 1. mars síðastliðinn. Þá tók jafnframt gildi leigusamningur, þar sem KPMG ehf. leigir þetta húsnæði til langs tíma af Ámundakinn.
Meira

Listería í laxa- og rækjusalati frá Sóma

Matvælastofnun hefur gefið út viðvörun við neyslu á einni lotu af laxa- og rækjusalati frá Sóma ehf. vegna listeríu (Listeria monocytogenes) sem greindist í reglulegu eftirliti fyrirtækisins. Sómi hefur ákveðið að innkalla salatið af markaði í samráði við Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis. Innköllunin á eingöngu við eftirfarandi framleiðslulotu:
Meira

Staðreyndir um mislinga á heimsvísu

Dauðsföllum af völdum mislinga á heimsvísu fækkaði um 80% milli áranna 2000 og 2017 vegna aukinnar áherslu á bólusetningu, segir á ​ vef heilbrigðisráðuneytisins en þar er staðreyndum um mislinga á heimsvísu komið á framfæri. Áætlað er að bólusetning fyrir mislingum hafi komið í veg fyrir 21,1 milljón dauðsfalla á þessu árabili. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur tekið saman staðreyndir um mislinga og bólusetningu við þeim og segir stofnunin bólusetningu við sjúkdómnum með ábatasömustu fjárfestingum til að efla lýðheilsu.
Meira

Tuttugu verkefni í gangi í Ræsingu á Norðurlandi vestra

Nýsköpunarmiðstöð Íslands, í samvinnu við sveitarfélög á Norðurlandi vestra, efndi í upphafi ársins til samkeppni um góðar viðskiptahugmyndir. Verkefnið ber nafnið Ræsing og var einstaklingum, hópum og fyrirtækjum boðið að sækja um þátttöku í verkefninu. Verkefnið er nú hálfnað og eru átta verkefni í gangi í Skagafirði og tólf í Húnavatnssýslum. Sagt er frá þessu á vef SSNV í dag.
Meira

Rúmlega átta og hálf milljón í söfn á Norðurlandi vestra

Á dögunum úthlutaði mennta- og menningarmálaráðherra, að fenginni umsögn safnaráðs alls 113.850.000 kr. úr safnasjóði. Þar af voru veittir 85 verkefnastyrkir alls 84.250.000 kr. auk þess sem 29.600.000 kr. var úthlutað í rekstrarstyrki til 37 viðurkenndra safna. Alls bárust 142 verkefnaumsóknir og voru veittir styrkir á bilinu frá 300.000 kr. til 2,5 milljónir króna. Rúmlega átta og hálf milljón kom í hlut safna á Norðurlandi vestra.
Meira

Textílmiðstöðin hlýtur styrk

Textílmiðstöð Íslands og Myndlistaskólinn í Reykjavík hlutu nýverið styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna. Styrknum, sem nemur 2,4 milljónum króna, er úthlutað vegna verkefnsins Nývinnsla í textílhönnun sem felur það í sér að núverandi og útskrifaðir nemendur úr textíldeild Myndlistaskólans, fjórir samtals, vinna saman að hönnun og rannsókn á textíl á Blönduósi sumarið 2019 og hanna úr því nýja vöru. Frá þessu er greint á vef Textílmiðstöðvarinnar.
Meira

Torskilin bæjarnöfn - Flaga í Vatnsdal

Engin tvímæli hafa leikið á því, að nafnið sje upprunalegt og óbrjálað. Þó finst ritað „Ftaugu“ í Auðunarmáldögum 1318 (DI, ll, 476. Þar eru Hvammskirkju „áskilin ítök í Flaugu í Vatnsdal“) og „Flagha“ í óvandaðri afskrift frá 1500. (DI. II. 330). Allstaðar annarsstaðar í fornbrjefum er ritað Flaga. (DI. IV. 7ll o. m. v. Sömuleiðis jarðabækurnar). Flögubæir eru 8 á landinu og hvergi hefir nafnið breyzt frá, uppruna. Flaga stendur að vestanverðu í Vatnsdal eins og menn vita. Landi þar er svo háttað, að fyrir utan og sunnan bæinn eru valllendisleiti með dældum á milli. Það eru auðsjáanlega uppgrónar skriður. Þessar öldumynduðu skriður eru hvað mestar yzt og syðst í túninu og liggja framundan allstórum giljum í hálsinum eða fellinu ofan við bæinn. Nokkuð sama má segja um Flögu í Hörgárdal.
Meira