A-Húnavatnssýsla

Etix Group eignast ráðandi hlut í Borealis Data Center

Vísir.is greindi frá því á dögunum að lúxemborgska hýsingar- og gagnavinnsluþjónustan Etix Group hefur fjárfest í Borealis Data Center sem rekur tvö gagnaver á Íslandi, annað á Blönduósi og hitt á Fitjum í Njarðvík. Þar með er Etix komið með ráðandi hlut í Borealis Data Center, eða um 55%, og hefur fyrirtækið nú formlega skipt um nafn og heitir framvegis Etix Everywhere Borealis.
Meira

Miðfjarðará í þriðja sætinu

Nú styttist í að laxveiðitímabili ársins ljúki og hefur ein af húnvetnsku ánum sem sitja á lista landssambands veiðifélaga yfir aflahæstu árnar birt lokatölur sínar. Talsverður munur er á aflamagni miðað við sama tíma í fyrra þegar 8.008 laxar höfðu veiðst en aðeins 5.644 núna sem er um 30% aflaminnkun.
Meira

Ein af sex þjónustuskrifstofum VÍS verður á Króknum

VÍS hefur í samræmi við nýja framtíðarsýn sína um að verða stafrænt þjónustufyrirtæki ákveðið að endurskipuleggja og einfalda fyrirkomulag þjónustu við viðskiptavini þannig að aukin áhersla verði lögð á stafrænar lausnir. Í kjölfarið verða þjónustuskrifstofur VÍS víðs vegar um landið sameinaðar í sex öflugar þjónustuskrifstofur á Selfossi, Egilsstöðum, Akureyri, Sauðárkróki, Ísafirði og Reykjavík. Breytingarnar taka gildi 1. október næstkomandi.
Meira

Húnabraut 4 öll í eigu Ámundakinnar

Ámundakinn ehf. og Búrfjöll ehf. undirrituðu síðastliðinn sunnudag samning um kaup Ámundakinnar á hlut Búrfjalla í húsinu að Húnabraut 4 á Blönduósi. Um er að ræða rúmlega 500 fermetra verslunar- og iðnaðarhúsnæði auk tæplega 300 fermetra skemmu. Einnig fylgir allstórt afgirt geymslusvæði og lóð. Þar með hefur Ámundakinn eignast allt húsnæðið að Húnabraut 4.
Meira

Yfirlýsing málefnahóps ÖBÍ um sjálfstætt líf vegna kröfu Sambands íslenskra sveitarfélaga um frestun gildistöku ákvæða um notendastýrða persónulega aðstoð

Með bréfi síðastliðinn föstudag fór Samband íslenskra sveitarfélaga þess á leit við félags- og jafnréttisráðherra að gildistöku laga sem taka eiga gildi þann 1. október verði frestað til áramóta. Þessum tillögum hafnar málefnahópur Öryrkjabandalagsins um sjálfstætt líf algerlega. Tími seinkana og mannréttindabrota er liðinn.
Meira

Biskup heimsækir Höskuldsstaðakirkju

Á miðvikudag í næstu viku, þann 26. september, mun biskup Íslands, frú Agnes Sigurðardóttir, heimsækja Höskuldsstaðakirkju. Þar verður haldin stutt helgistund sem hefst klukkan 10:30 en að henni lokinni mun biskup vígja sögutorg sem hlaðið var í sumar í elsta hluta kirkjugarðsins á Höskuldsstöðum.
Meira

Rigning, slydda eða snjókoma norðanlands

Gult ástand, samkvæmt skilgreiningu Veðurstofunnar, er í gildi vegna veðurs fyrir Vestfirði, Strandir, Norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi og Miðhálendi. Allhvöss norðanátt með slyddu eða snjókomu er víða til fjalla og þurfa vegfarendur að gera ráð fyrir hálku á Þverárfjalli og Möðrudalsöræfum. Hálkublettir eru á fjallvegum á Vestfjörðum og á norðanverðu landinu, Holtavörðuheiði og Bröttubrekku. Krapi er á Mývatnsöræfum og Fjarðarheiði.
Meira

Átta fíkniefnamál á Norðurlandi vestra

Átta fíkniefnamál hafa komið til kasta lögreglunnar á Norðurlandi vestra það sem af er september. Á Facebooksíðu embættisins kemur fram að aukin áhersla hefur verið lögð á fíkniefnamál og hefur lögreglan m.a. nýtt sér aðstoð fíkniefnaleitarhunda.
Meira

Blönduósbær sækir um þátttöku í tilraunaverkefni Íbúðalánasjóðs

Íbúðalánasjóður leitar nú eftir samstarfi við sveitarfélög á landsbyggðinni vegna tilraunaverkefnis á vegum sjóðsins með það að markmiði að leita leiða til þess að bregðast við þeim mikla húsnæðisvanda sem ríkir víðsvegar á landsbyggðinni, m.a. vegna óvirks íbúða- og leigumarkaðar og skorts á viðunandi íbúðarhúsnæði eins og segir á vef Íbúðalánasjóðs.
Meira

Ökum ekki syfjuð

Vátryggingafélag Íslands minnir ökumenn á það á vef sínum hve mikilvægt er að vera vel úthvíldur þegar sest er undir stýri. Þar segir að þreyta ökumanna sé þrisvar sinnum líklegri til að valda alvarlegum slysum en hraðakstur. Eru því ökumenn minntir á að taka sér stutt hlé á akstri og fá sér stuttan blund ef ekki eru aðrir farþegar með í bílnum til að skipta við ökumann.
Meira