A-Húnavatnssýsla

Ökum ekki syfjuð

Vátryggingafélag Íslands minnir ökumenn á það á vef sínum hve mikilvægt er að vera vel úthvíldur þegar sest er undir stýri. Þar segir að þreyta ökumanna sé þrisvar sinnum líklegri til að valda alvarlegum slysum en hraðakstur. Eru því ökumenn minntir á að taka sér stutt hlé á akstri og fá sér stuttan blund ef ekki eru aðrir farþegar með í bílnum til að skipta við ökumann.
Meira

Af fornum ferðaleiðum – dýrmætum menningararfi og hindrun af mannavöldum á Kjalvegi hinum forna

Fornar ferðaleiðir og vörður sem vegvísar eru merkur minnisvarði um ferðamáta og erfið lífsskilyrði fyrri kynslóða. Fornar alfaraleiðir, svonefndar þjóðleiðir, teljast nú með okkar dýrmætustu menningarminjum og heyra undir lög um minjavernd og óheimilt er að hindra för um þær. Benda má á Kjalveg hinn forna sem magnað dæmi en þar má enn sjá samfelldar og skýrar reiðgötur og þar standa geysimiklar vörður enn, hvorutveggja áhrifamiklir minnisvarðar um fyrri tíma - og rekja ferðaleiðina, nánast óslitið milli byggða, norðanlands og sunnan.
Meira

Stóðsmölun í Laxárdal - Myndir

Síðastliðinn laugardag var hátíð í Austur-Húnavatnssýslu en þá fór fram stóðsmölun á Laxárdal og réttir í Skrapatungurétt. Líkt og áður var fjölmennt í dalnum og góð stemning. Fjallkóngur var Skarphéðinn Einarsson, kórstjóri karlakórs Bólstaðarhlíðarhrepps með meiru, og sá hann um fararstjórn og leiðsögn ferðamanna í stóðsmöluninni.
Meira

Tap hjá Vinstri grænum

Vinstri Græn hafa skilað ársreikningi fyrir árið 2017 til Ríkisendurskoðunar en þar kemur fram að tap af rekstri flokksins nam 13,7 milljónum króna og var eigið fé neikvætt um 17,9 milljónir samkvæmt efnahagsreikningi.
Meira

Frjálsa kótelettufélagið fagnar fjögurra ára afmæli

Í Austur-Húnavatnssýslu starfar félagsskapurinn Frjálsa kótelettufélagið og mun það fagna fjögurra ára afmæli þann 26. september næstkomandi. Félagið hefur á þessum árum verið mjög öflugt og hefur haldið um 20 kótelettukvöld í Eyvindarstofu á Blönduósi við miklar vinsældir. Húni.is segir frá því að til standi að halda eitt slíkt laugardagskvöldið 29. september klukkan 19:30 og hafa margir skráð sig til þátttöku nú þegar.
Meira

Norðanáhlaup á miðvikudag

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun fyrir landið allt enda búist við norðan hvassviðri eða stormi með rigningu eða snjókomu norðan- og austanlands á miðvikudag. Snemma á miðvikudag gengur í norðan 15-23 m/s, hvassast austast á landinu.
Meira

Sjókvíaeldi – Náttúruógn eða vistvæn matvælaframleiðsla

Mikil umræða skapaðist á dögunum í kjölfar þess að allir landsliðsmenn íslenska kokkalandsliðsins drógu sig út úr liðinu eftir að Klúbbur matreiðslumanna hafði samið við Arnarlax um að fyrirtækið yrði bakhjarl liðsins en samningur þess efnis var undirritaður í Hörpu að viðstöddu fjölmenni. Með aðgerðum sínum vildu landliðskokkarnir mótmæla þeirri ákvörðun þar sem Arnarlax framleiðir lax í opnu sjókvíaeldi.
Meira

Fleiri gæðastundir – Áskorendapenninn Halldór Ólafsson, Skagaströnd

Árin færast yfir. Komin 46 ár í safnið en samt er bara einn afmælisdagur á ári. Það er bara eins og það sé alltaf að styttast á milli þessara daga. Margt gefur til kynna að ég verði að sætta mig við að vera orðinn miðaldra karlmaður. Aukinn hárvöxtur á hinum ýmsu líkamshlutum. Börnin allt í einu öll farin að stunda skólagöngu fjarri heimahögum. Tuttugu ár frá útskrift í Háskólanum á Akureyri aðra helgina í júní og beint í kjölfarið mjög svo ánægjulegir dagar á Akureyri þar sem að fagnað er tuttugu og fimm ára stúdentsafmæli frá M.A. Merkilegt hvernig tíminn getur læðst svona aftan að manni án þess að maður veiti því athygli. Ég er að sjálfsögðu bara tuttugu og fimm ára í huganum og ætla að vera það áfram þrátt fyrir öll áþreifanleg merki um annað.
Meira

Gómsætt fyrir gangnamenn - Ekta íslensk kjötsúpa og rúgbrauð

Á haustdögum þegar göngur og réttir eru í aðalhlutverki er fátt betra en sjóðheitar og saðsamar súpur. Þar er íslenska kjötsúpan í öndvegi. Feykir gerði óformlega og óvísindalega rannsókn á því hver væri hin eina sanna íslenska kjötsúpa. Skemmst er frá að segja að hún er vandfundin, enda er það með kjötsúpu eins og góða kjaftasögu að hún breytist í meðförum manna. Því var ákveðið að láta gilda uppskrift sem gerð er opinber á vefsíðunni lambakjöt.is.
Meira

Flottir ísjakar á Húnaflóa

Brot úr borgarísjaka hafa verið á floti á Húnaflóa í nokkurn tíma og var einn vel sjáanlegur frá Blönduósi í vikunni. Annað brot úr jakanum er við Vatnsnesið. Hafa jakarnir að vonum vakið mikla athygli og orðið myndefni margra enda glæsilegir í alla staði.
Meira