A-Húnavatnssýsla

Leitað að manni við Laugarbakka í nótt

Um klukkan eitt í nótt barst lögreglunni á Sauðárkróki tilkynning um að maður hafi látið sig hverfa úr gleðskap frá Hótel Laugarbakka og rokið út í myrkrið en óttast var um hann þar eð hann varilla klæddur. Á Mbl. segir að manninum hafi sinnast við fólk sem með honum var.
Meira

Lífhagkerfið í Skagafirði - Myndband

Á NordBio ráðstefnunni sem fram fór í Silfurbergi í Hörpu dagana 5.-6. október sl. var frumsýnt myndband framleitt af Skottufilm á Sauðárkróki um lífhagkerfið. Í þessu verkefni var Skagafjörður notaður sem dæmi um sterkt svæði í þeim skilningi. En lífhagkerfi er hagkerfi sem byggir á nýtingu lifandi auðlinda á landi og í sjó þar sem leitast er við að hámarka ávinning án þess að ganga á auðlindirnar.
Meira

Miklar áhyggjur vegna stöðu löggæslumála

Á félagsfundi Lögreglufélags Norðurlands vestra sem haldinn var á fimmtudaginn var samþykkt eftirfarandi ályktun:
Meira

Dr. James Randall í Verinu

Dr. James Randall, formaður framkvæmdanefndar Institute of Island við Háskóla Prince Edward Island í Kanada, verður með fyrirlestur um hátækni frumkvöðlastarf sem sniðin eru að litlum samfélögum.
Meira

Opinn borgarafundur með oddvitum framboða í NV kjördæmi

RÚV mun standa fyrir opnum borgarafundi með oddvitum framboða í NV kjördæmi í Menntaskólinn í Borgarnesi nk. miðvikudagskvöld. Fundurinn verður í beinni útsendingu á rás 2 og munu þau Anna Kristín Jónsdóttir og Valgeir Örn Ragnarsson stýra fundinum.
Meira

Bjóða 224 íslenskum stelpum á aldrinum 8 til 13 ára á forritunarnámskeið

Í tengslum við evrópsku forritunarvikuna Europe Code Week sem fram fer 15.–23. október næstkomandi hefur sjóðurinn Forritarar framtíðarinnar hlotið styrk frá Google til að kveikja áhuga á forritun hjá stelpum.
Meira

Orkusalan gefur hleðslustöðvar

Í morgun tilkynnti Orkusalan að fyrirtækið muni gefa öllum sveitarfélögum á landinu hleðslustöðvar fyrir rafmagnsbíla. Kostnaður við verkefnið gæti numið ríflega 200 milljónum króna. Með gjöfinni vill fyrirtækið ýta undir rafbílavæðingu í landinu og ýta við fyrirtækjum og stofnunum að setja upp slíkar stöðvar við bílastæði sín.
Meira

Flott dagskrá menningarkvölds

Menningarkvöld NFNV verður haldið á morgun, föstudaginn 7. október. Atburðurinn fer fram í íþróttahúsinu á Sauðárkróki og hefst kl: 20:00 en húsið opnar 19:30.
Meira

Nýtt nám í gestamóttöku og stjórnun við ferðamáladeild

Í tilefni af tuttugu ára starfsafmæli Ferðamáladeildar Háskólans á Hólum var mánudaginn 3. október haldin afmælisráðstefna undir yfirskriftinni „Menntun framtíðarleiðtoga í ferðaþjónustu“. Þar var tilkynnt að frá og með haustinu 2017 fyrirhugar deildin að bjóða upp á nám til BA gráðu í gestamóttöku og stjórnun (e. hospitality management). Með því er leitast við að mæta þörfum atvinnugreinarinnar fyrir menntað starfsfólk og stjórnendur á þessu sviði. Sem fyrr mun deildin bjóða það nám sem fyrir er þ.e. nám til BA gráðu í ferðamálum með áherslu á náttúru og menningu, diplómur í viðburðastjórnun og ferðamálafræði sem og rannsóknatengt meistaranám í ferðamálafræði.
Meira

Október verður mildur með suðlægum áttum og fremur hlýr

Þriðjudaginn 4. október 2016 komu félagar í Veðurklúbbnum á Dalbæ saman til fundar. Fundurinn hófst kl. 14:00. Fundarmenn voru 12 talsins. Fundinum lauk kl. 14:20. Fundurinn var óvenju stuttur þar sem félagar voru á einu máli um veðurfar og án nokkurrs vafa um veðurhorfur í mánuðinum. Að venju var farið yfir síðustu verðurspá og almenn ánægja með hversu vel hún hefði gengið eftir.
Meira