A-Húnavatnssýsla

Arnar Már Elíasson ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Byggðastofnunar

Fyrir skömmu var auglýst starf forstöðumanns fyrirtækjasviðs Byggðastofnunar. Alls bárust 20 umsóknir og hefur Arnar Már Elíasson verið ráðinn í starfið. Á vef Byggðastofnunar segir að Arnar Már hafi mikla reynslu af banka og útlánastarfsemi þar sem hann hafi starfað hjá Íslandsbanka og sem lánastjóri og fyrirtækjafulltrúi hjá SPRON.
Meira

Nýtt endurskinsmerki og tveir nýir bæklingar

Alþjóðlegur ADHD vitundarmánuður er nú nýhafinn en október er lagður undir vitundarvakningu ár hvert. ADHD samtökin taka virkan þátt í átakinu nú líkt og fyrr með margvíslegum hætti. Nýtt endurskinsmerki var kynnt í dgær, tveir nýir fræðslubæklingar voru gefnir út og árlegt málþing samtakanna var kynnt. Málþingið veðrur haldið í lok október og beinist athyglin að föngum og öðrum sem lenda í refsivörslukerfinu.
Meira

Öll börn í 6. og 7. bekk fá afhendar forritanlegar smátölvur

Átak til að efla forritunarkunnáttu íslenskra barna verður kynnt í dag en Mennta- og menningarmálaráðuneytið, Samtök iðnaðarins, Menntamálastofnun og RÚV hafa tekið höndum saman um verkefnið með það að markmiði að efla forritunarkunnáttu íslenskra barna, auka vitund um mikilvægi forritunar í daglegum störfum, efla rökhugsun og stuðla að auknum áhuga á tækni- og iðngreinum.
Meira

Ljósmyndasýningin - Náttúran í Austur Húnavatnssýslu

Mánudaginn 10. október nk. opnar ljósmyndasýningin, Náttúran í Austur-Húnavatnssýslu í íþróttahúsinu á Blönduósi. Þar ætlar áhugaljósmyndarinn Róbert Daníel Jónsson að sýna myndir sem teknar eru í Austur-Húnvatnssýslu. Aðal markmið sýningarinnar er að auka áhuga fólks á fallegri náttúru Austur- Húnavatnssýslu og er hún styrkt af Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra.
Meira

Sala beint frá býli er starfsleyfisskyld

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum og Feykir hefur fjallað um hefur afurðaverð til bænda verið mjög í umræðunni að undanförnu og í því samhengi hafa margir bent á að ef að fram fer sem horfir geti sauðfjárbændur ekki lengur greitt sjálfum sér laun. Margir hafa brugðið á það ráð að bjóða lambakjöt beint frá býli og eru auglýsingar um slíkt áberandi á samfélagsmiðlun.
Meira

Ráðstefnan um búsetuþróun til 2030 tókst vel

Síðast liðinn þriðjudag var haldin ráðstefna undir yfirskriftinni „Búsetuþróun til 2030“ þar sem Karl Friðriksson og Sævar Kristinsson, hjá Framtíðarsetri Íslands, kynntu niðurstöður sviðsmyndagreiningar um búsetuþróun á Íslandi til ársins 2030. Sviðsmyndagreiningin er liður í gerð byggðaáætlunar fyrir árin 2017-2023 sem nú stendur yfir. Ráðstefnan var vel sótt og gagnlegar umræður fóru fram.
Meira

Framboðslisti Vg samþykktur

Listi Vinstri Grænna í Norðvesturkjördæmi vegna alþingiskosninga 2016 var samþykktur á félagsfundi kjördæmisráðs sem haldinn var í gærkvöldi. Þrjú efstu úr forvalskosningunum halda sætum sínum en Lárus Ástmar Hannesson sem endaði í 4. sæti færist í það 14. og Rúnar Gíslason úr Borgarnesi tekur hans sæti. Rúnar endaði í því sjötta í kosningunum.
Meira

Lokað hjá Sýslumanni á morgun

Skrifstofur sýslumannsins á Norðurlandi vestra á Blönduósi og á Sauðárkróki verða lokaðar á morgun, föstudaginn 30. september vegna starfsdags. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem starfsdagur er haldinn eftir sameiningu skrifstofanna á stöðunum tveimur.
Meira

Áætlunarferðir milli Keflavíkurflugvallar og Akureyrar settar á ís

Síðasta beina áætlunarferðin á vegum Gray Line milli Keflavíkurflugvallar og Aureyrar verður farin á morgun, föstudaginn 30. september því ekki verður boðið upp á ferðirnar í vetur. Næstu mánuði verður metið hjá fyrirtækinu hvort grundvöllur finnist fyrir áframhaldandi ferðum næsta sumar.
Meira

Jöfnuð um allt land

Kjördæmisþing Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi hefur sent frá sér ályktun þar sem kemur m.a. fram að allir ættu að eiga rétt á gjaldfrjálsri úrvals heilbrigðisþjónustu óháð búsetu og efnahag. Einnig er vilji til að styrkja landbúnaðinn enn frekar þar sem byggðasjónarmið, gróðurverndarsjónarmið og hagkvæmni fara hvað mest saman.
Meira