A-Húnavatnssýsla

Áskorun vegna gáma og lélegra bygginga

Á heimasíðu Húnavatnshrepps var nýlega birt eftirfarandi áskorun til íbúa sveitarfélagsins, sem samþykkt hafði verið af skipulag-bygginga og umhverfisnefnd sveitarfélagsins.
Meira

Orsök fjárdauðans rakin til næringarsnauðra heyja

Matvælastofnun hefur sent frá sér eftirfarandi tilkynningu, í tilefni af fréttaflutningi í síðustu viku um að orsök sauðfjárdauðans árið 2015 sé óþekkt:
Meira

Fullskipaður listi Bjartrar framtíðar kynntur

Fyrsta sæti á lista Bjartrar framtíðar í Norðvesturkjördæmi skipar G. Valdimar Valdemarsson, framkvæmdastjóri. Hann tók þátt í að stofna Bjarta framtíð með þá von í brjósti að Björt framtíð gæti unnið öðruvísi. Annað sæti á lista Bjartrar framtíðar í Norðvesturkjördæmi skipar Kristín Sigurgeirsdóttir, skólaritari og MLM nemi og Ásthildur Ósk Ragnarsdóttir, skólaliði og handverkskona, skipar þriðja sæti en hún leggur áherslu á menntamálin.
Meira

Heiðrún Eiríksdóttir varði meistaraverkefni sitt við Auðlindadeild HA

Heiðrún Eiríksdóttir fyrrum starfsmaður BioPol ehf á Skagaströnd, og nemandi við Auðlindadeild Háskólans á Akureyri, varði meistaraverkefni sitt þriðjudaginn 11. október. Heiðrún er fyrsti meistaraneminn sem útskrifast í kjölfar samstarfs BioPol ehf og Háskólans á Akureyri.
Meira

Húrra fyrir starfsfólki HSN á Blönduósi!

Húrra fyrir starfsfólki Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi, fyrir frábært framtak í tilefni 60 ára afmælis sjúkrahússins. Fjölmennt var á fjáröflunarbingói sunnudaginn 2. október. Glæsilegir vinningar og ljúffengt vöfflukaffi á eftir. Markmiðið var að safna fyrir nýju sjúkrarúmi og það tókst. Gömlu rúmin eru varla boðleg lengur enda var eitt þeirra boðið upp á staðnum.
Meira

Athugið ég er í framboði

„Mér finnst rétt að skýra fjarveru mína í þætti á Stöð 2 með oddvitum lista sem bjóða fram til Alþingis 2016, í Norðvesturkjördæminu. Ástæðan er einföld - Fréttastofa Stöðvar 2 útilokaði mig frá því að taka þátt í þættinum,“ segir Sigurjón Þórðarson oddviti Dögunar í Norðvestur kjördæmi í aðsendri grein hér á Feyki.is.
Meira

Fundað um riðuveiki

Í tilkynningu frá Þórði Pálssyni, dýraeftirlitsmanni hjá Mast á Norðurlandi vestra, kemur fram að haldinn Haldinn verði kynningarfundur um riðuveiki í Miðgarði Varmahlíð á morgun, miðvikudaginn 12. október. Hefst fundurinn kl. 20:30.
Meira

Ljósleiðari á alla bæi

Lokið hefur verið við að plægja ljósleiðara í dreifbýli Blönduósbæjar og eru heimtaugar komnar inn fyrir vegg á alla bæi. Alls voru það 28 bæir sem fengu tengingar og er verið að ljúka við vinnu í brunnum og uppsetningu tengiboxa. Eftir er að draga stofnlagnir í símstöð innanbæjar á Blönduósi.
Meira

Fulltrúar flokkanna á fundi um ferðaþjónustuna í Norðvesturkjördæmi

Staða og framtíð ferðaþjónustunnar verða til umræðu á opnum fundi sem Samtök ferðaþjónustunnar halda með fulltrúum flokkanna í Norðvesturkjördæmi fimmtudaginn 13. október næstkomandi.
Meira

Húnavallaskóli 100 þúsund krónum ríkari

Húnavallaskóli er á meðal þriggja grunnskóla sem dregnir voru út í Norræna skólahlaupinu 2016. Hver þessara skóla fær 100.000 króna inneign í Altis, sem selur vörur til íþróttaiðkunar og munu vörurnar nýtast nemendum á skólalóðinni eða í íþróttahúsinu.
Meira