A-Húnavatnssýsla

Einar Sveinbjörnsson með námskeið um Veðurfræði og útivist

Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, verður með námskeið um Veðurfræði og útivist í Samstöðusalnum á Þverbraut 1 á Blönduósi miðvikudaginn 26. október kl 18:00 - 22:00. Kennd verða áhrif fjalla og landslags á veður, einkum vinda, úrkomu og skýjafars.
Meira

Ásgarður stækkaður um 230 fermetra

Á mánudaginn hóf Loftorka að reisa veggi viðbyggingar við Ásgarð, veiðihús Laxár á Ásum. Stefnt er að því að viðbyggingin verði orðin fokheld í byrjun desember. Unnið verður að uppsetningu innveggja og innréttinga á fyrri hluta næsta árs. Gert er ráð fyrir að viðbyggingin verði tilbúin vel fyrir næsta laxveiðitímabil sem hefst upp úr miðjum júní.
Meira

Hæsta fermetraverðið á Sauðárkróki

Í skýrslu Íslandsbanka um íbúðamarkaðinn, sem Íslandsbanki birti á mánudag, er fjallað um íbúðamarkaðinn í hverjum landhluta. Samkvæmt skýrslunni er íbúðaverð hæst Sveitarfélaginu Skagafirði, en þar hefur fermetraverðið verið að meðaltali 162 þúsund krónur fyrstu níu mánuði þessa árs. Þá eiga nærri 60% af íbúðaviðskiptum í landshlutanum sér stað í sveitarfélaginu.
Meira

Ekki heimild til að manna afleysingar

Byggðaráð Húnaþings vestra tók á fundi sínum í síðustu viku undir áhyggju lögreglumanna á landshlutanum af stöðu löggæslumála í umdæminu. Fram kom að samkvæmt upplýsingum frá Pétri Björnssyni, formanni Lögreglufélags Norðurlands vestra, eru framundan námskeið hjá lögreglumönnum sem haldin eru í Reykjavík. Vegna fjárhagsstöðu eru menn settir á námskeiðin á þeim tíma sem þeir eiga að vera að vinna svo ekki þurfi að greiða þeim yfirvinnu. Þar af leiðandi er látið vanta á vaktirnar á meðan.
Meira

Helgarnám í húsgagnasmíði

Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra mun bjóða upp á nám í húsasmíði og húsgagnasmíði með vinnu á vorönn 2017, ef næg þátttaka fæst. Námið tekur fjórar annir þar sem kennt er fimm helgar fyrstu þrjár annirnar og sex helgar þá fjórðu. Námið er ætlað nemendum 20 ára og eldri, sem hafa reynslu af byggingavinnu.
Meira

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hjá sýslumanni.

Athygli er vakin á því að í dag, fimmtudaginn 20. október og fimmtudaginn 27. október verður opið til kl. 19:00 á skrifstofum sýslumanns á Sauðárkróki og Blönduósi vegna utan kjörfundar atkvæðagreiðslu í alþingiskosningunum.
Meira

Svavar Knútur og Aðalsteinn Ásberg á menningarkvöldi

Söngvaskáldið Svavar Knútur og rithöfundurinn og söngvaskáldið Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson bjóða Blönduósingum og nærsveitungum til menningarkvölds í Blönduóskirkju með ljóðalestri, sögum og skemmtilegri tónlist, sunnudagskvöldið 23. október næstkomandi.
Meira

Mótmæla stórauknum áformum um sjókvíaeldi

Veiðifélag Vatnsdalsár leggst harðlega gegn stórauknum áformum um sjókvíaeldi á laxi á Vestfjörðum og víðar um land. Sérstaklega er lagst gegn því að eldi á norskum eldislaxi í sjókvíum verði leyft í Ísafjarðardjúpi. Þetta kom fram á fundi stjórnar félagsins sem haldinn var í Flóðvangi sl. mánudag.
Meira

Matarsmiðja hjá BioPol á Skagaströnd

BioPol ehf á Skagaströnd hefur nú auglýst eftir matvælafræðingi til þess að hafa umsjón með matarsmiðju sem mun rísa í tengslum við rannsóknastofu félagsins. Hlutverk matvælafræðingsins verður fyrst og fremst að veita nauðynlega sérfræðiráðgjöf og aðstoða frumvöðla við að þróa vörur sínar í markaðshæft form. Jafnframt mun viðkomandi aðili aðstoða við uppsetningu gæðahandbóka og veita nauðsynlega ráðgjöf er varðar kröfur hins opinbera varðandi matvælaframleiðslu.
Meira

Ársþing SSNV næsta föstudag

24. ársþing SSNV verður haldið á Hótel Mælifelli á Sauðárkróki föstudaginn 21. október nk. Karl Björnsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga og Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og fyrsti þingmaður Norðvesturkjördæmis, verða gestir þingsins.
Meira