A-Húnavatnssýsla

Blönduós í Samtök orkusveitarfélaga

Á aðalfundi Samtaka orkusveitarfélaga í liðinni viku var inntökubeiðni Blönduósbæjar í samtökin samþykkt og var Arnar Þór Sævarsson bæjarstjóri kjörinn varafulltrúi. Fyrir var eitt sveitarfélag á Norðurlandi vestra í samtökunum, Húnavatnshreppur. Samtök orkusveitarfélaga voru stofnuð árið 2011 og er markmið þeirra einkum að standa vörð um hagsmuni aðildarsveitarfélaga í öllum málum sem tengjast byggingu orkuvera og virkjana, orkunýtingu, fjárhagslegum hagsmunum í þessu sambandi og umhverfismálum.
Meira

Markaðstorg fyrir kjöt beint frá bónda

Á morgun opnar markaðstorg á netinu sem kallast Kjötborðið þar sem bændur og aðrir kjötframleiðendur geta með einfaldari hætti en áður selt framleiðslu sína beint til neytenda. Vignir Már Lýðsson framkvæmdastjóri Kjötborðsins segir viðbrögðin hafa verið vonum framar en nú þegar hafi hátt í þúsund manns skráð sig á póstlista Kjötborðsins sem áhugasamir kaupendur að kjöti beint frá býli.
Meira

Allir rafiðnaðarnemar fá spjaldtölvur

Fulltrúar frá Rafiðnaðarsambandi Íslands og SART, Samtökum rafverktaka komu færandi hendi í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra í gær og færðu nemendum rafiðna við skólann spjaldtölvur að gjöf. Allir nemar í rafiðngreinum á landinu, samtals um 800 manns, fá gefins spjaldtölvur í haust frá samtökunum tveimur fyrir hönd allra atvinnurekenda og launþega í rafiðnaði.
Meira

Tekin verði upp fyrirframgreiðsla námsstyrkja

Allsherjar- og menntamálanefnd hefur nú lokið afgreiðslu á máli um námslán og námsstyrki til annarar umræðu en í meðförum nefndarinnar hefur helst verið lögð til sú breyting að námsaðstoð verði fyrirframgreidd og greidd út mánaðarlega, sæki námsmenn um það.
Meira

Menntun framtíðarleiðtoga í ferðaþjónustu

Ferðamáladeild Háskólans á Hólum hefur boðað til ráðstefnu á Grand Hótel mánudaginn 3. október nk. þar sem umfjöllunarefnið verður menntun á háskólastigi í ferðamálafræði og gestamóttöku. Ráðstefnan er haldin í tilefni af 20 ár afmæli ferðamáladeildarinnar og henni er ætlað að vera innlegg í þá umræðu sem nú stendur yfir um menntun í ferðamálum.
Meira

Rýnt í framtíðarþróun byggðar á Íslandi

Gerð verður tilraun til að spá fyrir um framtíðina á ráðstefnu sem Byggðastofnun og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið standa fyrir á Grand Hótel í Reykjavík í dag kl. 13:00 til 17:00 „Búsetuþróun til 2030“. Bein útsending verður frá ráðstefnunni á Netinu.
Meira

Lambatungur þjóðlenda

Svæðisráð skotveiðimanna á Norðvesturlandi mótmælir ákvörðun Sjálfseignarstofnunar Grímstungu- og Haukagilsheiðar um að leigja út Lambatungur sem sé sannanlega þjóðlenda samkvæmt úrskurði þjóðlendunefndar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá svæðisráðinu og Húni.is greindi frá. Þar segir að það sé mat ráðsins að sjálfseignarstofnunin hafi eingöngu ákvörðunarvald um beitarrétt á svæðinu en ekki fuglaveiðar.
Meira

Lilja Rafney varði forystusæti sitt hjá VG

Á ellefta tímanum í gærkvöld lauk talningu í forvali Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í Norðvesturkjördæmi. Talið var í Leifsbúð í Búðardal en voru 859 atkvæði greidd og þar af reyndust 787 gild. Á kjörskrá voru 1102 og var því kjörsókn 78%.
Meira

Tilbúinn listi Sjálfstæðisflokks í NV-kjördæmi

Sjálfstæðismenn eru búnir að ákveða hvernig listi flokksins í Norðvesturkjördæmi muni líta út við kosningar til Alþingis sem fram fara laugardaginn 29. október nk. Undirrituð hafa samþykkt að taka sæti á framboðslista.
Meira

Forystufé eftir Ásgeir frá Gottorp er komin út

Bókin Forystufé eftir Ásgeir frá Gottorp er nú komin út í annarri útgáfu, með margskonar ítarefni og bókarauka. Bókin er í sama broti og frumútgáfan en 468 síður og prentuð í fjórlit. Bókaútgáfan Sæmundur á Selfossi gefur út.
Meira