Blönduós í Samtök orkusveitarfélaga
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
28.09.2016
kl. 16.10
Á aðalfundi Samtaka orkusveitarfélaga í liðinni viku var inntökubeiðni Blönduósbæjar í samtökin samþykkt og var Arnar Þór Sævarsson bæjarstjóri kjörinn varafulltrúi. Fyrir var eitt sveitarfélag á Norðurlandi vestra í samtökunum, Húnavatnshreppur. Samtök orkusveitarfélaga voru stofnuð árið 2011 og er markmið þeirra einkum að standa vörð um hagsmuni aðildarsveitarfélaga í öllum málum sem tengjast byggingu orkuvera og virkjana, orkunýtingu, fjárhagslegum hagsmunum í þessu sambandi og umhverfismálum.
Meira