A-Húnavatnssýsla

Hörður Ríkharðsson á Blönduósi í þriðja sæti Samfylkingar

Á kjördæmisþingi Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi á Grand Hótel um helgina var samþykktur framboðslisti flokksins fyrir komandi alþingiskosningar. Á listanum eru jafn margar konur og karlar.
Meira

Laxveiðitímabilinu að ljúka

Laxveiði í Blöndu er lokið þetta sumarið en alls veiddust 2386 laxar á 14 stangir. Það mun vera ríflega helmingi minni veiði en í fyrr sem þá var metár, samkvæmt Húna.is. Miðfjarðará fór yfir 4000 laxa markið í vikunni en alls hafa veiðst 4195 laxar í ánni sem af er sumri og á enn eftir að bætast við. Síðasta vika gaf 247 laxa á tíu stangir. Víðidalsá fór yfir 1000 laxa markið og er komin í 1053 laxa.
Meira

Sannkölluð haustlitaferð í Borgarfjörð

Haustlitaferð fyrir eldri borgara á vegum kirknanna í Húnaþingi vestra var farin sl. þriðjudag. Farið var suður um heiði og í byggðir Borgarfjarðar og var m.a. Búvélasafnið á Hvanneyri heimsótt, farin skoðunarferð um Þverárhlíð og notið góðrar stundar í Stafholtskirkju.
Meira

Rúmar 25 millj. Á Norðurland vestra frá húsfriðunarsjóði

Kvosin á Hofsósi, gamli bærinn á Sauðárkróki, Borðeyri Húnaþingi vestra og gamli bærinn á Blönduósi fengu styrki frá húsafriðunarsjóði sem sérstök verkefni til að vinna að því að undirbúa tillögur að sérstökum verndarsvæðum í byggð. Alls bárust 22 umsóknir frá 19 sveitarfélögum og sóttu sveitarfélögin um tæpar 172 milljónir til verkefnanna.
Meira

Aukin réttindi fatlaðs fólks

„Í dag er upphaf á nýjum tíma, betra Ísland fyrir alla er á teikniborðinu, og við, fatlað fólk höfum nú réttarstöðu sem gefur okkur tækifæri til að vera sýnileg, vera virk í samfélaginu, eiga stærra og betra líf, vera eins og annað fólk, segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Sjálfsbjargar í Skagafirði í aðsendri grein á Feyki.is.
Meira

Gylfi Ólafsson efstur á framboðslista Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi

Búið er að birta framboðslista Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningar 29. október nk. Gylfi Ólafsson, heilsuhagfræðingur frá Ísafirði leiðir listann en annað sætið skipar Lee Ann Maginnis, verkefnastjóri á Blönduósi og Sturla Rafn Guðmundsson, Garðabæ það þriðja.
Meira

Nóg að gera í vegaeftirliti lögreglunnar

Lögreglan á Blönduósi stöðvaði sjö ökumenn sem voru á yfir 120 km hraða í gær en sá þeirra sem hraðast ók var á 141 km hraða. Þetta kemur fram á Mbl.is. og segir þar að sá ökumaður hafi verið erlendur ferðamaður. Fékk hann 90.000 króna sekt fyrir þennan glæfraakstur.
Meira

Breyting á reglum um merkingar búfjár

Ný reglugerð hefur tekið gildi um merkingar nautgripa en héðan í frá er skylda að merkja alla kálfa, einnig þá sem slátrað er innan 20 daga, með forprentuðu plötumerki í bæðu eyru. Ekki er lengur leyfilegt að auðkenna þá með númer móður, sem var gefið upp við slátrun. Kálfurinn þarf að vera merktur með viðurkenndu plötumerki áður en hann er fluttur frá búinu í sláturhús.
Meira

Góður gangur í sölu mjólkurafurða

Samkvæmt nýútkomnu yfirliti Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði var sala á fitugrunni 136,1 milljónir lítra síðustu 12 mánuði og mun það vera aukning frá fyrra ári um 3,2%. Síðustu þrjá mánuði (júní-ágúst 2016) nam söluaukningin 4,1% miðað við sama tímabil fyrir ári.
Meira

„Skráningar fara vel af stað“

Námsvísir Farskólans-Miðstöðvar símenntunar á Norðurlandi vestra kom út í síðustu viku. Námsvísinum er dreift á öll heimili á svæðinu og gefur hann yfirlit yfir námskeið Farskólans á haustönn. Að sögn Halldórs B. Gunnlaugssonar verkefnastjóra eru skráningar komnar á fullt og fara vel af stað. „Við viljum hvetja fólk til að skrá sig hið fyrsta svo það missi ekki af, því að það er orðið fullt í sum námskeiðin og önnur að fyllast. Námskeiðin eru fjölbreytt að vanda og að þessu sinni reyndum við að hafa öll námskeið tímasett þannig að fólk geti tekið daginn frá og vonum við að það gefist vel,“ segir Halldór.
Meira