A-Húnavatnssýsla

Samningur um Nýsköpunarsjóð á NLV undirritaður á næstunni

Stjórn SSNV fjallaði á stjórnarfundi sl. þriðjudag um samning við Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið um Nýsköpunarsjóð á Norðurlandi vestra. Stofnun sjóðsins er hluti af tillögum Norðvesturnefndarinnar. Er honum ætlað að styrkja sérstaklega nýsköpunarverkefni sem ungt fólk stendur fyrir.
Meira

Efnilegustu, bestu og markahæstu leikmenn Tindastóls

Lokahóf knattspyrnudeildar Tindastóls var haldið sl. laugardag og óhætt að segja að góðri uppskeru var fagnað. Bæði lið meistaraflokka, kvenna og karla, áttu góðu gengi að fagna. Srákarnir urðu deildarmeistarar 3. deildar með fádæma yfirburðum og stelpurnar unnu sinn riðil í 1. deild einnig með miklum yfirburðum.
Meira

Framsóknarmenn í Austur-Húnavatnssýslu skora á Sigurð Inga

Framsóknarmenn í Austur-Húnavatnssýslu skora á Sigurð Inga Jóhannsson forsætisráðherra að bjóða sig fram til formennsku í Framsóknarflokknum. Þrjú önnur framsóknarfélög víðs vegar um landið hafa sent frá sér sambærilegar tilkynningar.
Meira

Ástríður Helga á Skagaströnd með bestu myndina á Unglingalandsmóti UMFÍ

Ástríður Helga Magnúsdóttir á Skagaströnd fékk á föstudag afhentan glæsilegan iPhone 6S Plus síma fr á Apple fyrir bestu myndina í myndakeppni UMFÍ sem fram fór á Unglingalandsmótinu í Borgarnesi um verslunarmannahelgina. Ástríður tók myndina á síðasta degi mótsins og sýnir hún tvær vinkonur horfa saman á flugeldasýninguna að lokinni síðustu kvöldvökunni á Unglingalandsmótinu.
Meira

Kjördæmisþing Samfylkingarinnar í NV-kjördæmi

Samfylkingin í Norðvesturkjördæmi heldur laugardaginn 24. september nk. á Grand Hótel í Reykjavík, en þar verður gengið frá framboðslista fyrir alþingiskosningar. einnig verður farið yfir hagnýt mál í aðdraganda komandi alþingiskosninga.
Meira

„Það er meðal verkefna minna hér að fyrirtækin á Norðurlandi Vestra vaxi og dafni“

Hjá Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, SSNV eru sjö starfsmenn í 6,5 stöðugildum, þar af fimm atvinnuráðgjafar. Hlutverk þeirra er meðal annars að liðsinna þeim sem vilja koma upp atvinnurekstri á starfssvæðinu sem nær yfir Húnaþing vestra, Austur-Húnavatnssýslu og Skagafjarðarsýslu. Einn þessara ráðgjafa er Magnús Bjarni Baldursson, sem tók til starfa á Blönduósi sl. vor. Blaðamaður Feykis hitti Magnús á föstudagseftirmiðdegi og spurði hann meðal annars út í starfið, bakgrunnin, áhugamálin og hvernig það er fyrir borgarbarn að flytjast á Blönduós.
Meira

Oddviti Pírata nýbökuð móðir

Eva Pandora Baldursdóttir efsti maður Pírata í Norðvesturkjördæmi og unnusti hennar Daníel Valgeir Stefánsson eignuðust stúlku sl. þriðjudag. Eva Pandora segir að litla daman hafi látið sjá sig eftir nokkuð langan aðdraganda.
Meira

Svar við pistli „Sjúkraflutningsmaður á rauðu ljósi á Blöndubrú“

Kæru Húnventningar nær og fjær, Ég, sem yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heibrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi, vil hér með svara fyrirspurn sem kom á Húnahornið í síðustu viku. Fyrirspurnin var um það hvernig því væri háttað ef sjúkraflutningsmaður á vakt færi í forgangsútkall og væri staddur heima hjá sér austan Blöndu? Hvernig hann ætti að komast í forgangsútkall ef hann lendir á rauðu ljós við brúnna?
Meira

Fundað verður með ráðherra um löggæslumál í Húnaþingi vestra

Löggæslumál á Norðurlandi vestra, ekki hvað síst í Húnaþingi vestra, hafa verið mikið í umræðunni í kjölfar þess þegar bíll fór í höfnina á Hvammstanga 24. ágúst sl. Sveitarstjórn og byggðaráð Húnaþings vestra hefur fjallað um viðbragðstíma lögreglu, og einnig hefur verið fjallað um aðstæður á Blöndubrú vegna viðhalds þar.
Meira

Sjúkraflutningsmaður á rauðu ljósi á Blöndubrú!

Ég hef verið að velta því fyrir mér hvernig það verður leyst að koma sjúkraflutningsmönnum og öðrum viðbragðsaðilum yfir Blöndubrú hratt og örugglega, en eins og háttar til núna þá standa framkvæmdir yfir þar. Ef slys eða veikindi verða austan megin brúar og sjúkraflutningsmaðurinn sem er á vakt í það skiptið býr austan megin við brúna, þá er viðbúið að miklar tafir geti orðið.
Meira