A-Húnavatnssýsla

Hestar - Handverk og Hamingja

Hin árlega stóðsmölun á Laxárdal í Austur Húnavarnssýslu fer fram nk. laugardag 17. sept og réttað verður í Skrapatungurétt daginn eftir. Á morgun föstudag verður forskot tekið á sæluna og riðið frá Húnaveri upp Þverárdal og í Gautsdal.
Meira

Samningur um eflingu náms í Fisktækni á landsbyggðinni

Í síðastliðinni viku var samstarfssamningur milli atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og Fisktækniskóla Íslands um áframhaldandi stuðning við eflingu og uppbyggingu náms í fisktækni undirritaður. Á vef ráðuneytisins segir að það hafi styrkt þetta verkefni frá árinu 2014 og á þessu ári verður grunnnám í fisktækni í boði á Sauðárkróki , Höfn í Hornafirði og Dalvík.
Meira

Keppnisdagar í KS deildinni liggja nú fyrir

Dagsetningar keppnisdaga í KS-Deildinni fyrir veturinn 2017 liggja nú fyrir. Sjö lið keppa í deildinni og eru fjórir knapar í hverju liði. Þrír knapar úr hverju liði keppa í hverri grein. Það lið sem fær fæst stig eftir veturinn fellur úr deildinni. Árangur keppnisliða og einstaklinga er mældur í stigum.
Meira

Lagt til að átta kjörstaðir verði í Skagafirði

Byggðaráð Svf. Skagafjarðar hefur lagt til að kjörstaðir í Sveitarfélaginu Skagafirði vegna kosninga til Alþingis sem ráðgerðar eru 29. október 2016 verði eftirtaldir:Skagasel, Bóknámshús FNV, Félagsheimilið Árgarður, Grunnskólinn á Hólum, Félagsheimilið Höfðaborg, Grunnskólinn á Sólgörðum, Varmahlíðarskóli og Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki.
Meira

„Þekkileg og ljúf þjóðlagatónlist“

Eins og Feykir greindi frá á dögunum hafa Austur-Húnvetningurinn Hjalti Jónsson og kona hans, Lára Sóley Jóhannsdóttir, sent frá sér sína aðra plötu, Árbraut. Var hún plata vikunnar á Rás 2. Tónlistargagnrýnandinn Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í verkið og birtist gagnrýnin á vefnum ruv.is. Það er innihaldi plötunnar lýst sem þekkilegri og ljúfri þjóðlagatónlist með klassískum blæ.
Meira

Sláturtíðin hafin

„Við gerum ráð fyrir að slátra svipuðu magni og í fyrra,“ segir Ágúst Andrésson forstöðumaður Kjötafurðarstöðvar KS en þar hófst sláturtíðin í gær. Hjá SAH Afurðum á Blönduósi hófst hún þann 7. september og lýkur þann 28. október nk.
Meira

„Ekkert að grínast með efsta sætið“

Hinni skagfirsk-borgfirski frambjóðandi Vinstri grænna, Rúnar Gíslason, leggur áherslu á að hann sé ekkert að grínast með framboð sitt í 1.-3. sæti á lista Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs. Ef til vill hefur ekkert framlag í þeirri baráttu hlotið jafnmikla athygli og myndband sem hann deildi á Facebook síðu sinni, sem sýnir hann ganga léttklæddan með skrifborðsstólinn sinn upp á Hafnarfjall.
Meira

Bjarni og Lilja berjast um 1. sæti VG

Póstkosning vegna forvals Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningar 29. október nk. hófst í dag, 12. september, en síðasti dagur til að póstleggja atkvæði er 20. september. Atkvæði verða svo talin í Leifsbúð í Búðardal sunnudaginn 25. september nk. Fjórir bjóða sig fram í fyrsta sætið.
Meira

Alþjóðleg vinnustofa hjá BioPol ehf á Skagaströnd

Í vikunni mun BioPol ehf í samstarfi við Háskólann á Akureyri halda alþjóðlega vinnustofu þörungasérfræðinga alls staðar að úr heiminum á Skagaströnd. Dr. Bettina Scholz starfsmaður BioPol ehf og Háskólans á Akureyri hefur haft frumkvæði að því að kalla saman 25 vísindamenn frá 11 þjóðlöndum til Skagastrandar til þess að sækja vinnustofu sem ber yfirskriftina 2nd Plankton Chytridiomycosis Workshop 15th – 17th september 2016.
Meira

Guðjón Brjánsson velti Ólínu úr sessi

Guðjón Brjánsson frá Akranesi mun leiða lista Samfylkingar í Norðvestur kjördæmi fyrir komandi kosningar en niðurrstaða forvals var kynnt í gærkvöldi. Einungis var kosið um tvö efstu sætin og tveir aðilar sem buðu sig fram í fyrsta sætið og einn í fyrsta til annað sætið.
Meira