A-Húnavatnssýsla

Stíf norðanátt og mikil úrkoma

Veðurstofa Íslands vill vekja athygli á því að í nótt og á morgun ganga skil yfir landið með stífri norðanátt og mikilli úrkomu. Í nótt má búast við talsverðri rigningu austantil á landinu, en á morgun mikilli úrkomu á Norðurlandi og á Ströndum.
Meira

Nýr og ferskur andblær Pírata

„Ég vil byrja á að þakka öllum, sem hafa tekið sér tíma til að senda mér skilaboð og góðar hugsanir, kærlega fyrir stuðninginn. Ég er upp með mér yfir því trausti sem Píratar á landsvísu hafa sýnt mér með því að velja mig sem oddvita í NV kjördæmi og mun ég gera mitt allra besta til þess að standa undir væntingum,“ segir Eva Pandora Baaldursdóttir nýkjörinn oddviti Pírata í NV kjördæmi í aðsendri grein á Feyki.is.
Meira

Vefnaður greindur og skrásettur

Vegna áframhaldandi uppbyggingar á sviði textíls hafa Þekkingarsetrið á Blönduósi og Textílsetur Íslands ráðið Ragnheiði Björk Þórsdóttur, veflistamann og vefnaðarkennara, til að sinna skráningu á vefnað.
Meira

Kennari verður skákkennari

Í vetur taka Húnavallaskóli og Grunnskóli Húnaþings vestra þátt í verkefninu „Skák eflir skóla – kennari verður skákkennari,“ sem Skáksambandið hefur umsjón með í samstarfi við mennta- og menningarmálaráðuneytið. Skólaveturinn 2015-2016 var fyrsta framkvæmdarár verkefnisins en megintilgangur þess er að fjölga skákkennurum meðal grunnskólakennara.
Meira

„Og sumardýrðin þver“

Þriðjudaginn 6. september 2016 komu félagar í Veðurklúbbnum á Dalbæ saman til fundar. Fundurinn hófst kl. 14:00. Fundarmenn voru sextán talsins. Svo sem þegar lá fyrir hafði veðurspá klúbbsins fyrir ágústmánuð gengið vel eftir.
Meira

Eva Pandora leiðir lista Pírata í NV kjördæmi

Eva Pandora Baldursdóttir frá Sauðárkróki leiðir lista Pírata í Norðvesturkjördæmi í komandi aþingkosningum. Þetta er niðurstaða úr endurteknum kosningum á röðun á listans en áður hafði listinn verið kærður til úrskurðarnefndar flokksins og honum hafnað í staðfestingarkosningu Pírata á landsvísu. Alls greiddu 277 atkvæði í kosningunum og valið stóð á milli 11 frambjóðenda.
Meira

Kynlíf, kjólar og rabb-a-babb

Í nýjum Feyki sem kom út í dag kennir ýmissa grasa. Í aðalviðtali er Einar Kristinn Guðfinnsson, forseti Aþingis sem brátt lætur af störfum eftir áratuga farsælt starf. Hann segir m.a. frá því þegar hann laumaðist á kaffistofu fiskvinnsluverkstjórans og hringdi í ritstjóra Vísis og bað um vinnu sem blaðamaður. Þá ræðir hann um pólitíkina og þær breytingar sem hafa átt sér stað á þeim vettvangi og svo það sem honum er mikið hugleikið, tengsl hans við Skagafjörð.
Meira

Þú getur orðið blóðgjafi

Blóðbankabíllinn verður á Sauðárkróki við Skagfirðingabúð í dag frá kl. 12:00-17:00 og á morgun fimmtudaginn 08.sept. frá kl. 09:00-11:30. Þá fer hann á Blönduós og verður við N1 frá kl. 14:00-17:00. Til að mæta þörfum samfélagsins þarf Blóðbankinn um 16.000 blóðgjafa á ári eða 70 blóðgjafa á dag svo það er um að gera að mæta og gefa blóð.
Meira

Píratar felldu listann og kjósa á ný

Endurtektarkosning fyrir röðun á framboðslista Pírata í Norðvesturkjördæmi stendur yfir og lýkur kosningu á hádegi á morgun, 7. september. Ellefu frambjóðendur gefa áfram kost á sér en bæði Þórður Guðsteinn Pétursson, sem kosinn var efstur á lista í prófkjörinu, og Halldóra Sigrún Ásgeirsdóttir, kapteinn Pírata á Vestfjörðum, hafa ákveðið að gefa ekki kost á sér í endurkosningunni.
Meira

Aukin fjölbreytni með útikennslu

Blönduskóli hefur óskað eftir því við Blönduósbæ að fá leyfi til að koma sér upp útikennslusvæði í rjóðri norðarlega í Fagrahvammi. Stendur m.a. til að koma upp bekkjum úr trjábolum og aðstöðu undir eldstæði, en svæðið mun auk annars nýtast til heimilisfræðikennslu.
Meira