A-Húnavatnssýsla

Gunnar Bragi valinn í efsta sæti

Framsóknarmenn í Norðvesturkjördæmi héldu kjördæmisþing sitt um nýliðna helgi að Bifröst í Borgarfirði. Þar var ákveðið með uppstillingu hverjir myndu skipa lista flokksins í komandi kosningum. Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra mun leiða listann líkt og hann hefur gert frá síðustu kosningum.
Meira

Haraldur Benediktsson leiðir lista Sjálfstæðismanna

Talið var í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi í dag og liggur nú ljóst fyrir hverjir skipa fjögur efstu sæti listans fyrir komandi kosningar. Haraldur Benediktsson mun leiða listann en hann skipar nú annað sæti á eftir Einari K. Guðfinnssyni sem gefur ekki kost á áframhaldandi setu á Alþingi.
Meira

Sigfús Þorgeir Fossdal er Norðurlands Jakinn 2016

Norðurlands Jakinn sem er ný aflraunakeppni í anda Vestfjarðarvíkingsins fór fram á Norðurlandi dagana 25. til 27. ágúst sl. Keppni hófst um hádegið sl. fimmtudag með Öxullyftum við Selasetrið á Hvammstanga en seinna um daginn tóku kapparnir réttstöðulyftu við Blönduskóla. Daginn eftir var haldið á Dalvík þar sem kútum var kastað yfir vegg fyrir ofan menningarhúsið Berg og endað á Húsavík með Uxagöngu við Hafnarsvæði.
Meira

Átelur harðlega lokun neyðarbrautar

Sveitarstjórn Húnavatnshrepps átelur harðlega lokun suð-vestur flugbrautar Reykjavíkurflugvallar sem kölluð er neyðarbraut. Þetta kemur fram í ályktun sem Magnús Sigurðsson lagði fram á sveitarstjórnarfundi á miðvikudaginn og samþykkt var samhljóða af sveitarstjórn.
Meira

Skipað í þrjú efstu sætin á lista Viðreisnar

Uppstillingarnefnd Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi hefur ákveðið hverjir skipa þrjú efstu sæti flokksins í kjördæminu fyrir komandi alþingiskosningar. Gylfi Ólafsson, hagfræðingur frá Ísafirði leiðir listann og í öðru sæti verður Lee Ann Maginnis, verkefnastjóri Upplýsingamiðstöðvar ferðamála í Austur-Húnavatnssýslu. Þriðja sætið skipar Sturla Rafn Guðmundsson, svæðisstjóri Rarik á Vesturlandi.
Meira

Miðfirðingar og Hrútfirðingar héldu í göngur í gær

Fyrstu göngur haustsins hófust um hádegi í gær, þegar bændur í Hrútafirði og Miðfirði héldu til fjalla. Fyrsti réttardagur haustsins verður á morgun, laugardag, en þá er réttað í Hrútatungurétt í Hrútafirði, Miðfjarðarrétt í Miðfirði og Rugludalsrétt í Blöndudal.
Meira

Fylgst með ferðum áa

Í sumar fór fyrirtækið Tannak í Svíþjóð af stað með smá tilraunaverkefni með staðsetningarbúnað á kindum frá bænum Sölvabakka í Blönduósbæ. Tilgangur tilraunarinnar er að fylgjast með ferðum ánna og voru settar hálsólar með staðsetningarbúnaði á 100 ær.
Meira

Þungar áhyggjur af lækkunum afurðaverðs

Sveitarstjórn Húnavatnshrepps lýsir yfir þungum áhyggjum vegna boðaðra lækkana á afurðaverði til sauðfjárbænda í komandi sláturtíð. Í ályktun sem sveitarstjórn samþykkti á fundi á miðvikudag segir að gangi þau áform eftir muni afleiðingarnar verða ófyrirsjáanlegar og mikið högg fyrir sveitir landsins.
Meira

Leitar aðstoðar til að láta draum sinn rætast

„Fatlaður ungur maður leitar að aðstoð til að láta draum sinn rætast!" Svona hefst tilkynning Blönduósingsins Rúnars Þórs Njálssonar um söfnun sem hann hefur hrundið af stað til þess að láta stærsta draum sinn rætast sem er að ferðast til Nýja-Sjálands. Rúnar Þór er mikill aðdáandi Hringadróttinssögu en myndirnar sem gerðar voru um söguna voru teknar upp á Nýja-Sjálandi eins og sagt er frá í frétt um söfnunina á vef Húnahornsins.
Meira

Breyttur útivistartími barna

Vakin er athygli á því, á vef Sveitarfélagsins Skagafjarðar, að í dag 1. september breytist útivistartími barna. Þá mega börn,12 ára og yngri, mega ekki vera á almannafæri eftir klukkan 20:00 nema í fylgd með fullorðnum.
Meira